Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 31. mars 2023 12:38 Viðbragðsaðilar hafa verið að störfum frá því á mánudag en nokkur þreyta er komin í mannskapinn að sögn lögreglustjóra. Landsbjörg Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum. Hættustig er áfram í gildi vegna ofanflóða í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Fáskrúðsirði og Stöðvarfirði og er gul viðvörun á svæðinu vegna rigningar og asahláku samhliða hlýindum. Líkur eru á talsverðri rigningu fram undir hádegi á morgun. Rýmingum hefur verið aflétt í dag á þó nokkrum reitum á Seyðisfirði, Eskifirði og Neskaupstað og frekari afléttingar væntanlegar í dag. Eftir hádegi var þó ákveðið að rýma nokkrar götur á Fáskrúðsfirði og eru rýmingar enn í gildi víða. „Staðan hefur farið batnandi og hætta á þessum löngu og stóru flóðum hefur farið minnkandi en nú er aftur á móti komin ákveðin krapaflóðahætta. Við erum ekki að aflétta öllum rýmingum en þetta er allt á góðri leið ef ég get orðað það þannig,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er unnið að opnun vega en krapaflóð hafa verið að falla á vegi, einna helst á Fáskrúðsfjarðarströndinni og í Fannardal. Mikið vatn er á svæðinu og erfitt hefur reynst að opna ákveðna vegi. Vegurinn um Fjarðarheiði var þó opnaður í dag sem og vegurinn frá Norðfjarðargöngum til Neskaupstaða og frá Fáskrúðsfirði til Stöðvafjarðar, en þar eru þó þrengingar á veginum. Unnið er að opnun á veginum um Vatnsskarð eystra og veginum um Fagradal, en opnun þar getur tekið talsverðan tíma. Tryggja þurfi að fólkið komi vel út úr ástandinu Ekki er vitað til þess að tjón hafi hlotist af krapaflóðum en viðbragðsaðilar standa enn vaktina. „Þetta hefur verið þannig verkefni að það byrjar á einn hátt og svo hefur það þróast. Þannig verkefnið er engan veginn búið en það sem við stöndum frammi fyrir núna er að það er komin mikil þreyta í mannskapinn, það er búið að standa lengi erfiðar vaktir hjá okkur,“ segir Margrét. „Við erum alveg óendanlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið en við þurfum að vinna núna frekar með það hvernig við tryggjum að bæði fólkið okkar komist heilt og vel út úr þessu og jafnvel þurfum við mögulega að fá einhvern frekari mannafla en það er verið að skoða það núna,“ segir hún enn fremur. Verkefnin hafa verið mörg síðustu daga og staðan nokkuð fordæmalaus þar sem rýmingar hafa haft áhrif á mörg hundruð íbúa. „Við höfum lært heilmikið undanfarna áratugi af þessum flóðum og svoleiðis og í þessu tilfelli þá höfðum við ákveðið ráðrúm og gátum brugðist við, sem var gríðarlega mikilvægt,“ segir Margrét en markmiðið núna er að hlúa að íbúum. Þjópnustumiðstöð verður opnuð í Neskaupstað eftir helgi þar sem íbúum býðst að leita en íbúar taka misvel á atburðum síðustu daga. „Það er bara alla vega og við vitum náttúrulega að það eru langtímaáhrif af svona áfalli. Við munum leggjast öll á eitt til að reyna að hlúa eins vel að okkar fólki og hægt er,“ segir Margrét. Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Veður Múlaþing Fjarðabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. 30. mars 2023 18:24 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana“ Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun og þá hafa snjóflóð fallið í Mjóafirði og á Reyðarfirði utan byggðar. Íbúi í Neskaupstað segir atburðina erfiða fyrir marga og áminning um mannskæð snjóflóð í bænum fyrir hálfri öld. 27. mars 2023 23:46 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hættustig er áfram í gildi vegna ofanflóða í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Fáskrúðsirði og Stöðvarfirði og er gul viðvörun á svæðinu vegna rigningar og asahláku samhliða hlýindum. Líkur eru á talsverðri rigningu fram undir hádegi á morgun. Rýmingum hefur verið aflétt í dag á þó nokkrum reitum á Seyðisfirði, Eskifirði og Neskaupstað og frekari afléttingar væntanlegar í dag. Eftir hádegi var þó ákveðið að rýma nokkrar götur á Fáskrúðsfirði og eru rýmingar enn í gildi víða. „Staðan hefur farið batnandi og hætta á þessum löngu og stóru flóðum hefur farið minnkandi en nú er aftur á móti komin ákveðin krapaflóðahætta. Við erum ekki að aflétta öllum rýmingum en þetta er allt á góðri leið ef ég get orðað það þannig,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er unnið að opnun vega en krapaflóð hafa verið að falla á vegi, einna helst á Fáskrúðsfjarðarströndinni og í Fannardal. Mikið vatn er á svæðinu og erfitt hefur reynst að opna ákveðna vegi. Vegurinn um Fjarðarheiði var þó opnaður í dag sem og vegurinn frá Norðfjarðargöngum til Neskaupstaða og frá Fáskrúðsfirði til Stöðvafjarðar, en þar eru þó þrengingar á veginum. Unnið er að opnun á veginum um Vatnsskarð eystra og veginum um Fagradal, en opnun þar getur tekið talsverðan tíma. Tryggja þurfi að fólkið komi vel út úr ástandinu Ekki er vitað til þess að tjón hafi hlotist af krapaflóðum en viðbragðsaðilar standa enn vaktina. „Þetta hefur verið þannig verkefni að það byrjar á einn hátt og svo hefur það þróast. Þannig verkefnið er engan veginn búið en það sem við stöndum frammi fyrir núna er að það er komin mikil þreyta í mannskapinn, það er búið að standa lengi erfiðar vaktir hjá okkur,“ segir Margrét. „Við erum alveg óendanlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið en við þurfum að vinna núna frekar með það hvernig við tryggjum að bæði fólkið okkar komist heilt og vel út úr þessu og jafnvel þurfum við mögulega að fá einhvern frekari mannafla en það er verið að skoða það núna,“ segir hún enn fremur. Verkefnin hafa verið mörg síðustu daga og staðan nokkuð fordæmalaus þar sem rýmingar hafa haft áhrif á mörg hundruð íbúa. „Við höfum lært heilmikið undanfarna áratugi af þessum flóðum og svoleiðis og í þessu tilfelli þá höfðum við ákveðið ráðrúm og gátum brugðist við, sem var gríðarlega mikilvægt,“ segir Margrét en markmiðið núna er að hlúa að íbúum. Þjópnustumiðstöð verður opnuð í Neskaupstað eftir helgi þar sem íbúum býðst að leita en íbúar taka misvel á atburðum síðustu daga. „Það er bara alla vega og við vitum náttúrulega að það eru langtímaáhrif af svona áfalli. Við munum leggjast öll á eitt til að reyna að hlúa eins vel að okkar fólki og hægt er,“ segir Margrét.
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Veður Múlaþing Fjarðabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. 30. mars 2023 18:24 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana“ Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun og þá hafa snjóflóð fallið í Mjóafirði og á Reyðarfirði utan byggðar. Íbúi í Neskaupstað segir atburðina erfiða fyrir marga og áminning um mannskæð snjóflóð í bænum fyrir hálfri öld. 27. mars 2023 23:46 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. 30. mars 2023 18:24
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27
„Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana“ Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun og þá hafa snjóflóð fallið í Mjóafirði og á Reyðarfirði utan byggðar. Íbúi í Neskaupstað segir atburðina erfiða fyrir marga og áminning um mannskæð snjóflóð í bænum fyrir hálfri öld. 27. mars 2023 23:46
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14
Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22