Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2023 11:37 Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ var á síðustu forsíðu Fréttablaðsins í dag. vísir/Arnar Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Fréttablaðið kom fyrst út mánudaginn 23. apríl árið 2001. Fyrsti ritstjóri þess var Einar Karl Haraldsson, Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri og Gunnar Smári Egilsson, fulltrúi útgefenda. Útgáfa blaðsins markaði nokkur tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu þar sem blaðinu var dreift ókeypis í hús og auglýsingatekjur voru undirstaða rekstursins. Í krafti þess varð blaðið brátt það víðlesnasta á landinu. Fjárfestingarfélagið Baugur Group eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins og DV árið 2003. Síðar sameinaðist það fleiri stórum fjölmiðlafyrirtækjum í eigu Baugs, þar á meðal Stöð 2, Bylgjunni og fleiri ljósvakamiðlum. Forsiða Fréttablaðsins þann 23. apríl 2001. Samruninn varð kveikjan að umdeildu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2004 sem hefði takmarkað eignarhald fjölmiðlafyrirtækja. Alþingi samþykkti frumvarpið en Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrsti forsetinn í sögu lýðveldisins til þess að synja því að staðfesta frumvarp og vísa því til þjóðaratkvæðisgreiðslu. Fram að því hafði sá réttur forseta ekki verið talinn virkur en Ólafur Ragnar beitti honum síðar aftur í tengslum við Icesave-málið svonefnda. Ekki kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið þar sem Alþingi samþykkti ný lög sem felldu fjölmiðlalögin úr gildi. DV og Hringbraut það eina sem stendur eftir Fréttablaðið var, ásamt Vísi, hluti af fjölmiðlasamsteypu 365 miðla þar til hluti hennar sameinaðist fjarskiptafyrirtækinu Vodafone árið 2018. Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði við samrunann að Fréttablaðið og tengdir miðlar fylgdu ekki með. Í kjölfarið gaf Torg ehf., sem var í eigu 365 miðla, út Fréttablaðið. Vefmiðillinn frettabladid.is var stofnaður í febrúar árið 2018 og viðskiptavefurinn Markaðurinn í nóvember sama ár. Félag á vegum Helga Magnússonar, sem var meðal annars þekktur fyrir fjárfestingar í Marel og Bláa lóninu, keypti helming hlutafjár í Torgi ehf. í júní 2019. Hann varð síðan stjórnarformaður Torgs. Torg sameinaðist Hringbraut miðlum ehf. sem rak hringbraut.is og sjónvarpsstöðina Hringbraut árið 2019. Ári síðar bættist útgáfa DV í hópinn. Verulegar breytingar urðu á rekstri Fréttablaðsins við upphaf árs þegar tilkynnt var um að blaðinu yrði ekki lengur dreift í hús. Þess í stað varð það aðgengilegt á fjölförnum stöðum og á netinu. Vísaði Torg til þess að prentun og dreifing blaðsins væru of kostnaðarsöm. Eftir tíðindi dagsins er það eina sem stendur eftir af fyrra veldi Torgs ehf. vefsíður DV og Hringbrautar auk ferðamannavefsins Iceland Magazine. Rekstur þeirra færist yfir til nýs félags, Fjölmiðlatorgsins ehf. Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fréttablaðið kom fyrst út mánudaginn 23. apríl árið 2001. Fyrsti ritstjóri þess var Einar Karl Haraldsson, Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri og Gunnar Smári Egilsson, fulltrúi útgefenda. Útgáfa blaðsins markaði nokkur tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu þar sem blaðinu var dreift ókeypis í hús og auglýsingatekjur voru undirstaða rekstursins. Í krafti þess varð blaðið brátt það víðlesnasta á landinu. Fjárfestingarfélagið Baugur Group eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins og DV árið 2003. Síðar sameinaðist það fleiri stórum fjölmiðlafyrirtækjum í eigu Baugs, þar á meðal Stöð 2, Bylgjunni og fleiri ljósvakamiðlum. Forsiða Fréttablaðsins þann 23. apríl 2001. Samruninn varð kveikjan að umdeildu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2004 sem hefði takmarkað eignarhald fjölmiðlafyrirtækja. Alþingi samþykkti frumvarpið en Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrsti forsetinn í sögu lýðveldisins til þess að synja því að staðfesta frumvarp og vísa því til þjóðaratkvæðisgreiðslu. Fram að því hafði sá réttur forseta ekki verið talinn virkur en Ólafur Ragnar beitti honum síðar aftur í tengslum við Icesave-málið svonefnda. Ekki kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið þar sem Alþingi samþykkti ný lög sem felldu fjölmiðlalögin úr gildi. DV og Hringbraut það eina sem stendur eftir Fréttablaðið var, ásamt Vísi, hluti af fjölmiðlasamsteypu 365 miðla þar til hluti hennar sameinaðist fjarskiptafyrirtækinu Vodafone árið 2018. Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði við samrunann að Fréttablaðið og tengdir miðlar fylgdu ekki með. Í kjölfarið gaf Torg ehf., sem var í eigu 365 miðla, út Fréttablaðið. Vefmiðillinn frettabladid.is var stofnaður í febrúar árið 2018 og viðskiptavefurinn Markaðurinn í nóvember sama ár. Félag á vegum Helga Magnússonar, sem var meðal annars þekktur fyrir fjárfestingar í Marel og Bláa lóninu, keypti helming hlutafjár í Torgi ehf. í júní 2019. Hann varð síðan stjórnarformaður Torgs. Torg sameinaðist Hringbraut miðlum ehf. sem rak hringbraut.is og sjónvarpsstöðina Hringbraut árið 2019. Ári síðar bættist útgáfa DV í hópinn. Verulegar breytingar urðu á rekstri Fréttablaðsins við upphaf árs þegar tilkynnt var um að blaðinu yrði ekki lengur dreift í hús. Þess í stað varð það aðgengilegt á fjölförnum stöðum og á netinu. Vísaði Torg til þess að prentun og dreifing blaðsins væru of kostnaðarsöm. Eftir tíðindi dagsins er það eina sem stendur eftir af fyrra veldi Torgs ehf. vefsíður DV og Hringbrautar auk ferðamannavefsins Iceland Magazine. Rekstur þeirra færist yfir til nýs félags, Fjölmiðlatorgsins ehf.
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira