Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2023 11:37 Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ var á síðustu forsíðu Fréttablaðsins í dag. vísir/Arnar Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Fréttablaðið kom fyrst út mánudaginn 23. apríl árið 2001. Fyrsti ritstjóri þess var Einar Karl Haraldsson, Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri og Gunnar Smári Egilsson, fulltrúi útgefenda. Útgáfa blaðsins markaði nokkur tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu þar sem blaðinu var dreift ókeypis í hús og auglýsingatekjur voru undirstaða rekstursins. Í krafti þess varð blaðið brátt það víðlesnasta á landinu. Fjárfestingarfélagið Baugur Group eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins og DV árið 2003. Síðar sameinaðist það fleiri stórum fjölmiðlafyrirtækjum í eigu Baugs, þar á meðal Stöð 2, Bylgjunni og fleiri ljósvakamiðlum. Forsiða Fréttablaðsins þann 23. apríl 2001. Samruninn varð kveikjan að umdeildu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2004 sem hefði takmarkað eignarhald fjölmiðlafyrirtækja. Alþingi samþykkti frumvarpið en Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrsti forsetinn í sögu lýðveldisins til þess að synja því að staðfesta frumvarp og vísa því til þjóðaratkvæðisgreiðslu. Fram að því hafði sá réttur forseta ekki verið talinn virkur en Ólafur Ragnar beitti honum síðar aftur í tengslum við Icesave-málið svonefnda. Ekki kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið þar sem Alþingi samþykkti ný lög sem felldu fjölmiðlalögin úr gildi. DV og Hringbraut það eina sem stendur eftir Fréttablaðið var, ásamt Vísi, hluti af fjölmiðlasamsteypu 365 miðla þar til hluti hennar sameinaðist fjarskiptafyrirtækinu Vodafone árið 2018. Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði við samrunann að Fréttablaðið og tengdir miðlar fylgdu ekki með. Í kjölfarið gaf Torg ehf., sem var í eigu 365 miðla, út Fréttablaðið. Vefmiðillinn frettabladid.is var stofnaður í febrúar árið 2018 og viðskiptavefurinn Markaðurinn í nóvember sama ár. Félag á vegum Helga Magnússonar, sem var meðal annars þekktur fyrir fjárfestingar í Marel og Bláa lóninu, keypti helming hlutafjár í Torgi ehf. í júní 2019. Hann varð síðan stjórnarformaður Torgs. Torg sameinaðist Hringbraut miðlum ehf. sem rak hringbraut.is og sjónvarpsstöðina Hringbraut árið 2019. Ári síðar bættist útgáfa DV í hópinn. Verulegar breytingar urðu á rekstri Fréttablaðsins við upphaf árs þegar tilkynnt var um að blaðinu yrði ekki lengur dreift í hús. Þess í stað varð það aðgengilegt á fjölförnum stöðum og á netinu. Vísaði Torg til þess að prentun og dreifing blaðsins væru of kostnaðarsöm. Eftir tíðindi dagsins er það eina sem stendur eftir af fyrra veldi Torgs ehf. vefsíður DV og Hringbrautar auk ferðamannavefsins Iceland Magazine. Rekstur þeirra færist yfir til nýs félags, Fjölmiðlatorgsins ehf. Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Fréttablaðið kom fyrst út mánudaginn 23. apríl árið 2001. Fyrsti ritstjóri þess var Einar Karl Haraldsson, Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri og Gunnar Smári Egilsson, fulltrúi útgefenda. Útgáfa blaðsins markaði nokkur tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu þar sem blaðinu var dreift ókeypis í hús og auglýsingatekjur voru undirstaða rekstursins. Í krafti þess varð blaðið brátt það víðlesnasta á landinu. Fjárfestingarfélagið Baugur Group eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins og DV árið 2003. Síðar sameinaðist það fleiri stórum fjölmiðlafyrirtækjum í eigu Baugs, þar á meðal Stöð 2, Bylgjunni og fleiri ljósvakamiðlum. Forsiða Fréttablaðsins þann 23. apríl 2001. Samruninn varð kveikjan að umdeildu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2004 sem hefði takmarkað eignarhald fjölmiðlafyrirtækja. Alþingi samþykkti frumvarpið en Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrsti forsetinn í sögu lýðveldisins til þess að synja því að staðfesta frumvarp og vísa því til þjóðaratkvæðisgreiðslu. Fram að því hafði sá réttur forseta ekki verið talinn virkur en Ólafur Ragnar beitti honum síðar aftur í tengslum við Icesave-málið svonefnda. Ekki kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið þar sem Alþingi samþykkti ný lög sem felldu fjölmiðlalögin úr gildi. DV og Hringbraut það eina sem stendur eftir Fréttablaðið var, ásamt Vísi, hluti af fjölmiðlasamsteypu 365 miðla þar til hluti hennar sameinaðist fjarskiptafyrirtækinu Vodafone árið 2018. Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði við samrunann að Fréttablaðið og tengdir miðlar fylgdu ekki með. Í kjölfarið gaf Torg ehf., sem var í eigu 365 miðla, út Fréttablaðið. Vefmiðillinn frettabladid.is var stofnaður í febrúar árið 2018 og viðskiptavefurinn Markaðurinn í nóvember sama ár. Félag á vegum Helga Magnússonar, sem var meðal annars þekktur fyrir fjárfestingar í Marel og Bláa lóninu, keypti helming hlutafjár í Torgi ehf. í júní 2019. Hann varð síðan stjórnarformaður Torgs. Torg sameinaðist Hringbraut miðlum ehf. sem rak hringbraut.is og sjónvarpsstöðina Hringbraut árið 2019. Ári síðar bættist útgáfa DV í hópinn. Verulegar breytingar urðu á rekstri Fréttablaðsins við upphaf árs þegar tilkynnt var um að blaðinu yrði ekki lengur dreift í hús. Þess í stað varð það aðgengilegt á fjölförnum stöðum og á netinu. Vísaði Torg til þess að prentun og dreifing blaðsins væru of kostnaðarsöm. Eftir tíðindi dagsins er það eina sem stendur eftir af fyrra veldi Torgs ehf. vefsíður DV og Hringbrautar auk ferðamannavefsins Iceland Magazine. Rekstur þeirra færist yfir til nýs félags, Fjölmiðlatorgsins ehf.
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira