Samingur Viggós gildir til ársins 2027 og var hann tilkynntur fyrir framan fjögur þúsund manns fyrir leik liðsins gegn Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leipzig þurfti hins vegar að sætta sig við tap í leiknum.
2⃣0⃣2⃣7⃣
— DHfK Handball (@DHfK_Handball) March 30, 2023
Viggó Kristjánsson hat seinen Vertrag langfristig bis 2027 verlängert! 🖊💪
Unser verletzter Isländer verkündete die erfreuliche Nachricht soeben vor über 4.000 Zuschauern unmittelbar vor Anwurf des Heimspiels gegen Gummersbach! 💚🤍💚🤍 pic.twitter.com/GgBr4HYBWF
Viggó hefur verið algjör lykilmaður í liði Leipzig í vetur og er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með 135 mörk fyrir liðið á tímabilinu. Gengi Leipzig á tímabilinu var slæmt framan af, en eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins hefur Leipzig skotist upp töfluna með Viggó fremstan í fylkingu.
Liðsmenn Leipzig þurfa þó að klára tímabilið án Viggós sem meiddist í síðustu viku og verður ekki með liðinu út tímabilið.