Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2023 18:24 Bæði snjó- og krapaflóð hafa fallið í dag en þó ekki alvarleg. Landsbjörg Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. Veðurstofan hefur lýst yfir hættuástandi vegna ofanflóða en fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði auk þess sem ákveðið var að rýma fleiri hús á Eskifirði og í Neskaupstað. Þá eru rýmingar í gildi á Seyðisfirði. Samkvæmt Veðurstofunni féll nokkuð stórt snjóflóð úr Innra-Tröllagili í Neskaupstað og niður á varnarkeilur um hádegisbilið en ákveðið var að rýma hús sem standa næst varnargörðum undir öðrum farvegum í öryggisskyni. Veðurstofan hefur nú ákveðið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað en um er að ræða rýmingu á reit 18 og tekur hún gildi klukkan 20. Göturnar og húsnúmer sem um ræðir í nýjustu rýmingunni í Neskaupstað: Nesgata 7 – 7b – 9 – 11 – 12 – 13 – 16 – 18 – 20 – 20a – 25 – 27 – 29 – 31 – 32 – 33 – 35 – 36 – 38 – 39 – 41 – 43 Árblik 1 Breiðablik 1 – 3 – 4 – 5 – 5a – 6 – 7 – 9 – 11 Mýrargata 30 – 32 – 39 – 41 Bakkavegur 1 – 3 – 5 – 7 – 9 – 11 – 13 – 15 Bakkabakki 1 – 2 – 3 – 4a – 4b – 5 – 6a – 6b – 6c – 7 – 10 – 11 – 13 – 15 Nesbakki 2 – 4 – 6 Gilsbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 10 – 12 Marbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 6 Lyngbakki 1 – 3 – 5 Sæbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 9 – 10 – 12 – 14 – 16 – 20 – 24 Slæm blanda af snjó og rigningu Aðgerðarstjórn hefur verið að störfum í allan dag en útlit er fyrir að það taki ekki að lægja fyrr en síðdegis á morgun. „Staðan er svona dálítið í samræmi við það sem var gert ráð fyrir miðað við veðurspá, hún er dálítið viðkvæm. Það hafa flóð verið að falla nokkuð víða, án þess þó að valda þó tjóni,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi. „Úrkoman er mjög mikil, eins og spár gerðu ráð fyrir, bæði rigning og snjókoma. Það var mjög mikill snjór fyrir þannig þetta er ekki góð blanda og það er það sem við erum að glíma núna,“ segir hann enn fremur. Allir séu í viðbragðsstöðu. "Þetta er svona hjallinn sem við þurfum að komast yfir, sýnist mér, og svo fer þetta vonandi að lagast. En staðan núna er eins og ég segi viðkvæm,“ segir hann. Snjóflóð í Neskaupstað Veður Fjarðabyggð Múlaþing Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Rýma fleiri hús á Eskifirði Búið er að lýsa yfir hættuástandi vegna ofanflóða á Eskifirði og verið að rýma hús þar. Rýmingin gildir frá klukkan fjögur í dag, þar til hún er felld niður. 30. mars 2023 15:24 Frekari rýmingar í Neskaupstað bætast við Veðurstofan hefur ákveðið frekari rýmingu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu frá og með klukkan þrjú í dag. Fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Rýmingar eru sömuleiðis í gildi á Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 14:25 Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. 30. mars 2023 12:28 Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar. 30. mars 2023 10:00 Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Veðurstofan hefur lýst yfir hættuástandi vegna ofanflóða en fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði auk þess sem ákveðið var að rýma fleiri hús á Eskifirði og í Neskaupstað. Þá eru rýmingar í gildi á Seyðisfirði. Samkvæmt Veðurstofunni féll nokkuð stórt snjóflóð úr Innra-Tröllagili í Neskaupstað og niður á varnarkeilur um hádegisbilið en ákveðið var að rýma hús sem standa næst varnargörðum undir öðrum farvegum í öryggisskyni. Veðurstofan hefur nú ákveðið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað en um er að ræða rýmingu á reit 18 og tekur hún gildi klukkan 20. Göturnar og húsnúmer sem um ræðir í nýjustu rýmingunni í Neskaupstað: Nesgata 7 – 7b – 9 – 11 – 12 – 13 – 16 – 18 – 20 – 20a – 25 – 27 – 29 – 31 – 32 – 33 – 35 – 36 – 38 – 39 – 41 – 43 Árblik 1 Breiðablik 1 – 3 – 4 – 5 – 5a – 6 – 7 – 9 – 11 Mýrargata 30 – 32 – 39 – 41 Bakkavegur 1 – 3 – 5 – 7 – 9 – 11 – 13 – 15 Bakkabakki 1 – 2 – 3 – 4a – 4b – 5 – 6a – 6b – 6c – 7 – 10 – 11 – 13 – 15 Nesbakki 2 – 4 – 6 Gilsbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 10 – 12 Marbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 6 Lyngbakki 1 – 3 – 5 Sæbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 9 – 10 – 12 – 14 – 16 – 20 – 24 Slæm blanda af snjó og rigningu Aðgerðarstjórn hefur verið að störfum í allan dag en útlit er fyrir að það taki ekki að lægja fyrr en síðdegis á morgun. „Staðan er svona dálítið í samræmi við það sem var gert ráð fyrir miðað við veðurspá, hún er dálítið viðkvæm. Það hafa flóð verið að falla nokkuð víða, án þess þó að valda þó tjóni,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi. „Úrkoman er mjög mikil, eins og spár gerðu ráð fyrir, bæði rigning og snjókoma. Það var mjög mikill snjór fyrir þannig þetta er ekki góð blanda og það er það sem við erum að glíma núna,“ segir hann enn fremur. Allir séu í viðbragðsstöðu. "Þetta er svona hjallinn sem við þurfum að komast yfir, sýnist mér, og svo fer þetta vonandi að lagast. En staðan núna er eins og ég segi viðkvæm,“ segir hann.
Snjóflóð í Neskaupstað Veður Fjarðabyggð Múlaþing Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Rýma fleiri hús á Eskifirði Búið er að lýsa yfir hættuástandi vegna ofanflóða á Eskifirði og verið að rýma hús þar. Rýmingin gildir frá klukkan fjögur í dag, þar til hún er felld niður. 30. mars 2023 15:24 Frekari rýmingar í Neskaupstað bætast við Veðurstofan hefur ákveðið frekari rýmingu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu frá og með klukkan þrjú í dag. Fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Rýmingar eru sömuleiðis í gildi á Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 14:25 Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. 30. mars 2023 12:28 Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar. 30. mars 2023 10:00 Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Rýma fleiri hús á Eskifirði Búið er að lýsa yfir hættuástandi vegna ofanflóða á Eskifirði og verið að rýma hús þar. Rýmingin gildir frá klukkan fjögur í dag, þar til hún er felld niður. 30. mars 2023 15:24
Frekari rýmingar í Neskaupstað bætast við Veðurstofan hefur ákveðið frekari rýmingu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu frá og með klukkan þrjú í dag. Fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Rýmingar eru sömuleiðis í gildi á Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 14:25
Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. 30. mars 2023 12:28
Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar. 30. mars 2023 10:00
Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06