Tómas sá eini sem greiddi ekki atkvæði: „Ég er eins og vindpoki á flugvellinum“ Máni Snær Þorláksson skrifar 30. mars 2023 17:52 Tómas A. Tómasson var eini viðstaddi þingmaðurinn sem greiddi ekki atkvæði. Vísir/Vilhelm Vantrauststillaga á hendur dómsmálaráðherra var felld í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og tuttugu og tveir með henni. Einn þingmaður var viðstaddur og greiddi ekki atkvæði: Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Tómas, sem er hvað þekktastur sem stofnandi Hamborgarabúllu Tómasar, ákvað að kjósa hvorki með eða á móti tillögunni á Alþingi í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var sakaður um að hafa brotið gegn þingskapalögum þegar hann bannaði útlendingastofnun að afhenda þinginu gögn sem óskað var eftir. Líkti sér við vindpoka á flugvelli Þegar Tómas gerði grein fyrir atkvæðinu sínu, eða skortinum á því öllu heldur, hóf hann tala um fyrstu ár Alþingis: „Sitt sýnist hverjum. Eva Sjöfn Helgadóttir talaði um að veita fordæmi. Eins og allir vita þá var Alþingi Íslendinga stofnað 930. Á árunum 985 til 1001 var Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson lögsögumaður. Á þeim tíma risu upp deilur milli kristinna manna og heiðinna. Þorgeir var þá leiðtogi síðarnefndra, sem sagt heiðingja, en leiðtogi kristinna manna var Síðu-Hallur. Sagt er að til að komast að niðurstöðu hafi Þorgeir lagst undir feld í nokkurn tíma og síðan ákveðið að Ísland skyldi vera kristið en leyfa útburð barna, át á hrossakjöti og blót ef það var gert í laumi.“ Eftir þetta útskýrði Tómas svo að hann væri einfaldlega ekki viss um það hvort hann væri með eða á móti tillögunni. Hann ákvað því að lokum að sleppa að greiða atkvæði um tillöguna. „Ég stend hérna og upplifi það að ég er eins og vindpoki á flugvellinum upp á Sandskeiði,“ sagði Tómas í ræðu sinni. „Ég er búinn að hlusta á ykkur og eftir því sem ég heyri þá trúi ég báðum aðilum og segi eins og Sókrates: Ég veit það eitt að ég veit ekki neitt. Þess vegna greiði ég ekki atkvæði. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tómas, sem er hvað þekktastur sem stofnandi Hamborgarabúllu Tómasar, ákvað að kjósa hvorki með eða á móti tillögunni á Alþingi í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var sakaður um að hafa brotið gegn þingskapalögum þegar hann bannaði útlendingastofnun að afhenda þinginu gögn sem óskað var eftir. Líkti sér við vindpoka á flugvelli Þegar Tómas gerði grein fyrir atkvæðinu sínu, eða skortinum á því öllu heldur, hóf hann tala um fyrstu ár Alþingis: „Sitt sýnist hverjum. Eva Sjöfn Helgadóttir talaði um að veita fordæmi. Eins og allir vita þá var Alþingi Íslendinga stofnað 930. Á árunum 985 til 1001 var Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson lögsögumaður. Á þeim tíma risu upp deilur milli kristinna manna og heiðinna. Þorgeir var þá leiðtogi síðarnefndra, sem sagt heiðingja, en leiðtogi kristinna manna var Síðu-Hallur. Sagt er að til að komast að niðurstöðu hafi Þorgeir lagst undir feld í nokkurn tíma og síðan ákveðið að Ísland skyldi vera kristið en leyfa útburð barna, át á hrossakjöti og blót ef það var gert í laumi.“ Eftir þetta útskýrði Tómas svo að hann væri einfaldlega ekki viss um það hvort hann væri með eða á móti tillögunni. Hann ákvað því að lokum að sleppa að greiða atkvæði um tillöguna. „Ég stend hérna og upplifi það að ég er eins og vindpoki á flugvellinum upp á Sandskeiði,“ sagði Tómas í ræðu sinni. „Ég er búinn að hlusta á ykkur og eftir því sem ég heyri þá trúi ég báðum aðilum og segi eins og Sókrates: Ég veit það eitt að ég veit ekki neitt. Þess vegna greiði ég ekki atkvæði.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira