Lesfimleikar þingmanns Heiða María Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2023 16:00 Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði á dögunum grein um lestur barna þar sem hann kallar eftir að leshraðamælingum verði hætt. Með því er hann að vísa til lestrarprófs á vegum Menntamálastofnunar sem alla jafna er lagt fyrir þrisvar á ári í íslenskum grunnskólum og er ætlað að mæla lesfimi (e. reading fluency). Máli sínu til stuðnings vitnar hann í vísindamennina Kate Nation og Margaret Snowling sem hann bendir réttilega á að eru meðal helstu sérfræðinga í heiminum í lestrarfræðum. „Hvar eru menntamálaráðherra og Háskóli Íslands?” spyr Eyjólfur í grein sinni, og heldur áfram: „Fræðimenn Háskóla Íslands á sviði lestrar hafa ekkert fært fram og þögnin þar um leshraðamælingar... er æpandi.” Vandinn er að Nation og Snowling eru bara ekkert á þeirri skoðun að leggja eigi niður lestrarpróf af þessu tagi. Um það skrifa þær ásamt Freyju Birgisdóttur – sem er einmitt fræðimaður í Háskóla Íslands á sviði lestrar – í svargrein sinni, „Vísindin á bak við lesfimipróf”. Í stað þess að gleðjast yfir því að dósent við Háskóla Íslands bregðist við kallinu um að rjúfa hina meintu æpandi þögn þá bregst Eyjólfur ókvæða við. Á opnum Facebook-þræði segir hann: „Með hreinum ólíkindum að fara í nánast sömu setningu… að nota hugtakið lesfimipróf og fara svo að fabúlera. Háskóli Íslands hættir seint að vera sér til skammar… Hvernig stendur á því að hún [Freyja Birgisdóttir] notar hugtakið lesfimipróf til að svara mér þegar ég nota hugtakið hraðlestrarpróf og hraðlestrarmælingar? Þetta eru tvö gjörólík hugtök.” En þetta eru ekki tvö gjörólík hugtök – það er eins og að segja að algebrupróf og stærðfræðipróf séu gjörólík hugtök. Að mæla leshraða er ein leið til að mæla lesfimi, og að mæla kunnáttu í algebru er ein leið til að mæla kunnáttu í stærðfræði. Og rétt eins og hægt er að meta stærðfræðikunnáttu með fleiri aðferðum, eins og með því að leggja fyrir dæmi í rúmfræði, þá eru líka til fleiri leiðir til að mæla lesfimi, svo sem að kanna einnig hversu rétt er lesið. En hið blessaða „hraðlestrarpróf” Menntamálastofnunar, sem Eyjólfi er svo illa við, gerir einmitt það. Það mælir fjölda rétt lesinna orða á mínútu, sem nær þá utan um bæði snerpu og nákvæmni í lestri, sem eru einmitt helstu þættir lesfimi. Mælingar á lesfimi eru svolítið eins að taka blóðprufu. Læknar taka ekki blóðprufur af því að þeir hafa svo einstaklega mikinn áhuga á blóði – heldur vegna þess að eiginleikar blóðs geta gefið mikilvægar vísbendingar um heilsufar fólks. Sömuleiðis eru mælingar á lesfimi ekki gerðar af því að fræðimenn – í Háskóla Íslands eða annars staðar – hafi svo ótrúlega mikinn áhuga á hvort börn geti bunað út úr sér texta á methraða heldur gefa mælingar á lesfimi vísbendingu um ýmsa aðra þætti, svo sem lesskilning og lesblindu. Lesfimi gefur til kynna að sjálfvirkni í lestri er orðin mikil og barnið er þá líklegra til að skilja og muna textann sem það les. Lestur snýst vissulega ekki bara um lesfimi – en enginn hefur haldið því fram. Ekki ég, ekki Freyja Birgisdóttir, og ekki hinir virtu erlendu fræðimenn. Eyjólfur virðist þó ósáttur og segir: „Þetta eru hraðapróf og ekkert annað. Þú hefðir aldrei fengið þessa meðhöfunda ef þú hefðir notað hugtakið leshraðapróf. Svo einfalt er það, og það vissirðu allan tímann.” Þarna vísar hann orðum sínum til Freyju, sem svarar Eyjólfi á þá leið að beinar tilvitnanir í grein hans hafi verið þýddar beint í samskiptum hennar við fræðimennina Nation og Snowling, til dæmis hafi orðið „leshraðapróf” verið þýtt sem „measures of reading speed”. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að leiðrétta misskilning Eyjólfs um að allir séu að misskilja hann, þá ásakar Eyjólfur fólk um svik og pretti. Í viðtali segir Eyjólfur að starfsmenn Háskóla Íslands hafi blekkt hinar erlendu fræðikonur, Snowling og Nation, til að skrifa svargrein við upphaflegum skrifum hans. Eyjólfur segist enn fremur aldrei hafa kynnst „annarri eins rætni og fræðihroka gagnvart gagnrýnendum Háskóla Íslands”. Þetta er nú aldeilis skemmtilegt hjá þingmanninum og augljóslega enginn hroki fólginn í hans eigin orðum. Hvaða hagsmuna væri dósent við Háskóla Íslands að gæta sem fengju hann til að ljúga að erlendum kollegum sínum til þess eins að geta skrifað grein um að Eyjólfur hafi rangt fyrir sér? „Hahaha”, hugsaði örugglega dósentinn, „þarna klekkti ég á þingmanninum!”. Er ekki líklegra að lestrarsérfræðingarnir Freyja Birgisdóttir, Kate Nation og Margaret Snowling hafi einfaldlega viljað að fólk fengi rétta mynd af kostum og göllum lesfimiprófa sem lögð eru fyrir í íslenskum grunnskólum? Ég er kannski hvöss í þessari grein en tónninn hér er viðbragð við órökstuddum dylgjum um lygar og blekkingar starfsfólks Háskóla íslands sem ekki eru sæmandi kjörnum fulltrúa þjóðarinnar. Höfundur er doktor í taugavísindum og dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði á dögunum grein um lestur barna þar sem hann kallar eftir að leshraðamælingum verði hætt. Með því er hann að vísa til lestrarprófs á vegum Menntamálastofnunar sem alla jafna er lagt fyrir þrisvar á ári í íslenskum grunnskólum og er ætlað að mæla lesfimi (e. reading fluency). Máli sínu til stuðnings vitnar hann í vísindamennina Kate Nation og Margaret Snowling sem hann bendir réttilega á að eru meðal helstu sérfræðinga í heiminum í lestrarfræðum. „Hvar eru menntamálaráðherra og Háskóli Íslands?” spyr Eyjólfur í grein sinni, og heldur áfram: „Fræðimenn Háskóla Íslands á sviði lestrar hafa ekkert fært fram og þögnin þar um leshraðamælingar... er æpandi.” Vandinn er að Nation og Snowling eru bara ekkert á þeirri skoðun að leggja eigi niður lestrarpróf af þessu tagi. Um það skrifa þær ásamt Freyju Birgisdóttur – sem er einmitt fræðimaður í Háskóla Íslands á sviði lestrar – í svargrein sinni, „Vísindin á bak við lesfimipróf”. Í stað þess að gleðjast yfir því að dósent við Háskóla Íslands bregðist við kallinu um að rjúfa hina meintu æpandi þögn þá bregst Eyjólfur ókvæða við. Á opnum Facebook-þræði segir hann: „Með hreinum ólíkindum að fara í nánast sömu setningu… að nota hugtakið lesfimipróf og fara svo að fabúlera. Háskóli Íslands hættir seint að vera sér til skammar… Hvernig stendur á því að hún [Freyja Birgisdóttir] notar hugtakið lesfimipróf til að svara mér þegar ég nota hugtakið hraðlestrarpróf og hraðlestrarmælingar? Þetta eru tvö gjörólík hugtök.” En þetta eru ekki tvö gjörólík hugtök – það er eins og að segja að algebrupróf og stærðfræðipróf séu gjörólík hugtök. Að mæla leshraða er ein leið til að mæla lesfimi, og að mæla kunnáttu í algebru er ein leið til að mæla kunnáttu í stærðfræði. Og rétt eins og hægt er að meta stærðfræðikunnáttu með fleiri aðferðum, eins og með því að leggja fyrir dæmi í rúmfræði, þá eru líka til fleiri leiðir til að mæla lesfimi, svo sem að kanna einnig hversu rétt er lesið. En hið blessaða „hraðlestrarpróf” Menntamálastofnunar, sem Eyjólfi er svo illa við, gerir einmitt það. Það mælir fjölda rétt lesinna orða á mínútu, sem nær þá utan um bæði snerpu og nákvæmni í lestri, sem eru einmitt helstu þættir lesfimi. Mælingar á lesfimi eru svolítið eins að taka blóðprufu. Læknar taka ekki blóðprufur af því að þeir hafa svo einstaklega mikinn áhuga á blóði – heldur vegna þess að eiginleikar blóðs geta gefið mikilvægar vísbendingar um heilsufar fólks. Sömuleiðis eru mælingar á lesfimi ekki gerðar af því að fræðimenn – í Háskóla Íslands eða annars staðar – hafi svo ótrúlega mikinn áhuga á hvort börn geti bunað út úr sér texta á methraða heldur gefa mælingar á lesfimi vísbendingu um ýmsa aðra þætti, svo sem lesskilning og lesblindu. Lesfimi gefur til kynna að sjálfvirkni í lestri er orðin mikil og barnið er þá líklegra til að skilja og muna textann sem það les. Lestur snýst vissulega ekki bara um lesfimi – en enginn hefur haldið því fram. Ekki ég, ekki Freyja Birgisdóttir, og ekki hinir virtu erlendu fræðimenn. Eyjólfur virðist þó ósáttur og segir: „Þetta eru hraðapróf og ekkert annað. Þú hefðir aldrei fengið þessa meðhöfunda ef þú hefðir notað hugtakið leshraðapróf. Svo einfalt er það, og það vissirðu allan tímann.” Þarna vísar hann orðum sínum til Freyju, sem svarar Eyjólfi á þá leið að beinar tilvitnanir í grein hans hafi verið þýddar beint í samskiptum hennar við fræðimennina Nation og Snowling, til dæmis hafi orðið „leshraðapróf” verið þýtt sem „measures of reading speed”. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að leiðrétta misskilning Eyjólfs um að allir séu að misskilja hann, þá ásakar Eyjólfur fólk um svik og pretti. Í viðtali segir Eyjólfur að starfsmenn Háskóla Íslands hafi blekkt hinar erlendu fræðikonur, Snowling og Nation, til að skrifa svargrein við upphaflegum skrifum hans. Eyjólfur segist enn fremur aldrei hafa kynnst „annarri eins rætni og fræðihroka gagnvart gagnrýnendum Háskóla Íslands”. Þetta er nú aldeilis skemmtilegt hjá þingmanninum og augljóslega enginn hroki fólginn í hans eigin orðum. Hvaða hagsmuna væri dósent við Háskóla Íslands að gæta sem fengju hann til að ljúga að erlendum kollegum sínum til þess eins að geta skrifað grein um að Eyjólfur hafi rangt fyrir sér? „Hahaha”, hugsaði örugglega dósentinn, „þarna klekkti ég á þingmanninum!”. Er ekki líklegra að lestrarsérfræðingarnir Freyja Birgisdóttir, Kate Nation og Margaret Snowling hafi einfaldlega viljað að fólk fengi rétta mynd af kostum og göllum lesfimiprófa sem lögð eru fyrir í íslenskum grunnskólum? Ég er kannski hvöss í þessari grein en tónninn hér er viðbragð við órökstuddum dylgjum um lygar og blekkingar starfsfólks Háskóla íslands sem ekki eru sæmandi kjörnum fulltrúa þjóðarinnar. Höfundur er doktor í taugavísindum og dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar