Leikkona á sjötugsaldri gagnrýnd fyrir að nota staðgöngumóður Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 14:26 Ana Obregón á viðburði í Madrid í febrúar. Vísir/Getty Spænska leikkonan Ana Obregón sætir nú gagnrýni í heimalandi sínu eftir að hún upplýsti að hún hefði eignast barn með milligöngu staðgöngumóður. Obregón, sem er fyrst og fremst þekkt fyrir að leika í sjónvarpsþáttum, er 68 ára gömul. Athygli vakti þegar Obregón birtist á mynd á forsíðu slúðurritsins Hola með hvítvoðung fyrir utan sjúkrahús í Míamí í Bandaríkjunum fyrr í þessari viku. „Ljós fullt af ást kom inn í myrkrið mitt. Ég verð aldrei ein aftur. ÉG LIFI AFTUR,“ skrifaði Obregón í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í kjölfarið. Einkasonur leikkonunnar lést af völdum krabbameins aðeins 27 ára gamall árið 2020. Obregón hefur ekki farið leynt með að hún hafi átt erfitt með að halda áfram með lífið eftir dauða hans. Báðir foreldrar hennar létust eftir það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Staðgöngumæðrun er bönnuð á Spáni en fólk sem fer úr landi til þess að kaupa slíka þjónustu getur ættleitt barn við heimkomuna. Lög um staðgöngumæðrun voru hert fyrr á þessu ári. Hún er nú skilgreind sem ofbeldi gegn konum sem sé sambærileg við nauðungarmeðgöngu, nauðungarþungunarrof eða nauðungarófrjósemisaðgerð. Miklar umræður hafa skapast um málið á samfélagsmiðlum á Spáni og ráðherrar í ríkisstjórn hafa ekki látið sitt eftir liggja. Irene Montero, jafnréttisráðherra í ríkisstjórn sósíalista, sagði gjörðir leikkonunnar tegund af ofbeldi gegn konum. Pilar Alegría, menntamálaráðherra, sagði myndina af Obregón á forsíðu tímaritsins minna á Gleðileikinn guðdómlega eftir ítalska skáldið Dante. „Þetta er ekki staðgöngumæðrun, þetta er leiga á legi sem er ólögleg á Spáni eins og við vitum,“ sagði ráðherrann. Spánn Frjósemi Barnalán Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Athygli vakti þegar Obregón birtist á mynd á forsíðu slúðurritsins Hola með hvítvoðung fyrir utan sjúkrahús í Míamí í Bandaríkjunum fyrr í þessari viku. „Ljós fullt af ást kom inn í myrkrið mitt. Ég verð aldrei ein aftur. ÉG LIFI AFTUR,“ skrifaði Obregón í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í kjölfarið. Einkasonur leikkonunnar lést af völdum krabbameins aðeins 27 ára gamall árið 2020. Obregón hefur ekki farið leynt með að hún hafi átt erfitt með að halda áfram með lífið eftir dauða hans. Báðir foreldrar hennar létust eftir það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Staðgöngumæðrun er bönnuð á Spáni en fólk sem fer úr landi til þess að kaupa slíka þjónustu getur ættleitt barn við heimkomuna. Lög um staðgöngumæðrun voru hert fyrr á þessu ári. Hún er nú skilgreind sem ofbeldi gegn konum sem sé sambærileg við nauðungarmeðgöngu, nauðungarþungunarrof eða nauðungarófrjósemisaðgerð. Miklar umræður hafa skapast um málið á samfélagsmiðlum á Spáni og ráðherrar í ríkisstjórn hafa ekki látið sitt eftir liggja. Irene Montero, jafnréttisráðherra í ríkisstjórn sósíalista, sagði gjörðir leikkonunnar tegund af ofbeldi gegn konum. Pilar Alegría, menntamálaráðherra, sagði myndina af Obregón á forsíðu tímaritsins minna á Gleðileikinn guðdómlega eftir ítalska skáldið Dante. „Þetta er ekki staðgöngumæðrun, þetta er leiga á legi sem er ólögleg á Spáni eins og við vitum,“ sagði ráðherrann.
Spánn Frjósemi Barnalán Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira