Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2023 12:28 Allir eru í viðbragðsstöðu á Austfjörðum vegna stöðunnar. Landsbjörg Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. Tvær appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum, annars vegar vegna mikillar snjókomu og skafrennings, einkum norðantil, sem gildir til níu í fyrramálið og hins vegar vegna mikillar rigningar og asahláku samhliða hlýnandi veðri sunnantil, sem er í gildi til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við út morgundaginn. Að því er kemur fram í færslu frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur veruleg úrkoma verið á Austfjörðum síðan í nótt. Eftir því sem líður á daginn muni hlýna jafnt og þétt á sunnanverðum fjörðunum en kaldara norðan Mjóafjarðar fram á kvöld. „Aðstæður á Austfjörðum eru óvenjulegar að því leyti að mikill nýfallinn snjór er á svæðinu og gert ráð fyrir hlýindum og rigningu næstu daga. Því er hætt við að blaut snjóflóð falli úr neðri hluta hlíða þegar hlýnar og fer að rigna, en eftir því sem líður á veðrið má búast við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Erfitt er að spá fyrir um hvar krapaflóð falla en algengast er að þau eigi upptök í vatnsfarvegum,“ segir í færslunni. Aðgerðarstjórn fundaði með almannavörnum og Veðurstofunni klukkan ellefu. „Veðurspár eru að ganga eftir að mestu leyti, það kannski lengir heldur tímann sem snjóar áður en það fer að rigna. En eins og við áttum von á þá verður örugglega farið í einhverjar aðeins frekari rýmingar, það er bara verið að ákveða það núna og verður tilkynnt fyrir klukkan tvö,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Ekki er talið þörf á frekari rýmingum í Neskaupstað en verið sé að skoða Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Ekki sé um að ræða stór eða fjölmenn svæði sem bætast við en þó einhver. Hætta á krapaflóðum samhliða snjóflóðahættu Áhyggjuefnið núna er hættan á krapaflóðum en íbúar eru hvattir til að sýna ýtrustu aðgát vegna mögulegra vatnavaxta þegar rigning fer að aukast. Hættustig vegna snjóflóða er þá enn í gildi. „Það hlýnar seinna eins og á Seyðisfirði og þar, þannig áfram verður snjóflóðahættan viðvarandi. Það hafa verið að falla flóð í morgun, eins og í kringum Neskaupstað, sem eru í sjálfu sér góðar fréttir að farvegirnir séu að hreinsa sig og það séu ekki stór flóð að falla. Þannig það er enn þá töluverð snjóflóðahætta,“ segir Víðir. Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum, til að mynda Fjarðarheiðin, vegurinn um Fagradal og vegurinn frá Norðfjarðargöngunum til Neskaupstaðar. Líklega verða vegir áfram lokaðir meðan viðvaranir eru í gildi. „Það verður ekki opnað nema þá fyrir einhverja neyðarumferð, heyrist mér á öllu. En það verður aðeins að koma í ljós hvað hlánar hratt og hvort að skriðufarvegir hreinsi sig en mér finnst ekki líklegt að það opni alveg strax,“ segir Víðir. Austurland: Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum og er veðurspáin slæm út daginn. Hálka eða krapi er á flestum þeirra leiða sem ekki eru lokaðar. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 30, 2023 Líkt og áður segir eru viðvaranir í gildi út morgundaginn en seinni partinn á morgun mun veður skána nokkuð ef spár ganga eftir. Líklega muni þau þó ekki sjá fyrir endann á ástandinu fyrr en á laugardag. Allir séu í viðbragðsstöðu. „Við erum náttúrulega búin að koma fyrir björgunarfólki og stjórnendum aðgerða á öllum þessum stöðum og höldum vel utan um þessa aðgerð. Aðgerðarstjórnin er á Egilsstöðum og síðan erum við með vettvangsstjórnina í öllum þéttbýliskjörnunum þannig það er vel haldið utan um skipulagið fyrir austan,“ segir Víðir. Snjóflóð í Neskaupstað Veður Múlaþing Fjarðabyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. 30. mars 2023 07:18 Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06 Búist við umtalsverðri úrkomu en telja ekki þörf á frekari rýmingum Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Bæði er spáð snjókomu og rigningu. Töluverður fjöldi húsa á Austurlandi var rýmdur í kjölfar snjóflóða sem féllu á svæðinu í upphafi vikunnar. Veðurstofa telur að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. 29. mars 2023 18:03 Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29. mars 2023 14:10 Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29. mars 2023 12:49 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Tvær appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum, annars vegar vegna mikillar snjókomu og skafrennings, einkum norðantil, sem gildir til níu í fyrramálið og hins vegar vegna mikillar rigningar og asahláku samhliða hlýnandi veðri sunnantil, sem er í gildi til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við út morgundaginn. Að því er kemur fram í færslu frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur veruleg úrkoma verið á Austfjörðum síðan í nótt. Eftir því sem líður á daginn muni hlýna jafnt og þétt á sunnanverðum fjörðunum en kaldara norðan Mjóafjarðar fram á kvöld. „Aðstæður á Austfjörðum eru óvenjulegar að því leyti að mikill nýfallinn snjór er á svæðinu og gert ráð fyrir hlýindum og rigningu næstu daga. Því er hætt við að blaut snjóflóð falli úr neðri hluta hlíða þegar hlýnar og fer að rigna, en eftir því sem líður á veðrið má búast við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Erfitt er að spá fyrir um hvar krapaflóð falla en algengast er að þau eigi upptök í vatnsfarvegum,“ segir í færslunni. Aðgerðarstjórn fundaði með almannavörnum og Veðurstofunni klukkan ellefu. „Veðurspár eru að ganga eftir að mestu leyti, það kannski lengir heldur tímann sem snjóar áður en það fer að rigna. En eins og við áttum von á þá verður örugglega farið í einhverjar aðeins frekari rýmingar, það er bara verið að ákveða það núna og verður tilkynnt fyrir klukkan tvö,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Ekki er talið þörf á frekari rýmingum í Neskaupstað en verið sé að skoða Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Ekki sé um að ræða stór eða fjölmenn svæði sem bætast við en þó einhver. Hætta á krapaflóðum samhliða snjóflóðahættu Áhyggjuefnið núna er hættan á krapaflóðum en íbúar eru hvattir til að sýna ýtrustu aðgát vegna mögulegra vatnavaxta þegar rigning fer að aukast. Hættustig vegna snjóflóða er þá enn í gildi. „Það hlýnar seinna eins og á Seyðisfirði og þar, þannig áfram verður snjóflóðahættan viðvarandi. Það hafa verið að falla flóð í morgun, eins og í kringum Neskaupstað, sem eru í sjálfu sér góðar fréttir að farvegirnir séu að hreinsa sig og það séu ekki stór flóð að falla. Þannig það er enn þá töluverð snjóflóðahætta,“ segir Víðir. Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum, til að mynda Fjarðarheiðin, vegurinn um Fagradal og vegurinn frá Norðfjarðargöngunum til Neskaupstaðar. Líklega verða vegir áfram lokaðir meðan viðvaranir eru í gildi. „Það verður ekki opnað nema þá fyrir einhverja neyðarumferð, heyrist mér á öllu. En það verður aðeins að koma í ljós hvað hlánar hratt og hvort að skriðufarvegir hreinsi sig en mér finnst ekki líklegt að það opni alveg strax,“ segir Víðir. Austurland: Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum og er veðurspáin slæm út daginn. Hálka eða krapi er á flestum þeirra leiða sem ekki eru lokaðar. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 30, 2023 Líkt og áður segir eru viðvaranir í gildi út morgundaginn en seinni partinn á morgun mun veður skána nokkuð ef spár ganga eftir. Líklega muni þau þó ekki sjá fyrir endann á ástandinu fyrr en á laugardag. Allir séu í viðbragðsstöðu. „Við erum náttúrulega búin að koma fyrir björgunarfólki og stjórnendum aðgerða á öllum þessum stöðum og höldum vel utan um þessa aðgerð. Aðgerðarstjórnin er á Egilsstöðum og síðan erum við með vettvangsstjórnina í öllum þéttbýliskjörnunum þannig það er vel haldið utan um skipulagið fyrir austan,“ segir Víðir.
Snjóflóð í Neskaupstað Veður Múlaþing Fjarðabyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. 30. mars 2023 07:18 Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06 Búist við umtalsverðri úrkomu en telja ekki þörf á frekari rýmingum Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Bæði er spáð snjókomu og rigningu. Töluverður fjöldi húsa á Austurlandi var rýmdur í kjölfar snjóflóða sem féllu á svæðinu í upphafi vikunnar. Veðurstofa telur að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. 29. mars 2023 18:03 Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29. mars 2023 14:10 Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29. mars 2023 12:49 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. 30. mars 2023 07:18
Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06
Búist við umtalsverðri úrkomu en telja ekki þörf á frekari rýmingum Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Bæði er spáð snjókomu og rigningu. Töluverður fjöldi húsa á Austurlandi var rýmdur í kjölfar snjóflóða sem féllu á svæðinu í upphafi vikunnar. Veðurstofa telur að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. 29. mars 2023 18:03
Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29. mars 2023 14:10
Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29. mars 2023 12:49