Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Umræður á Alþingi um mögulega vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra verða fyrirferðarmiklar í hádegisfréttum Bylgjunnar að þessu sinni. 

Umræða um tillögu fjögurra flokka í minnihlutanum hófst klukkan hálftíu og er búist við að hún standi yfir í um tvo tíma áður en að atkvæðagreiðslu kemur. 

Einnig tökum við stöðuna á veðrinu á Austfjörðum en þar er búist við mikilli úrkomu þegar líður á daginn og jafnvel asahláku. 

Að auki fáum við viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins við fjármálaáætlun sem kynnt var í gær og ræðum við barnamálaráðherra sem segir nauðsynlegt að líta á börn sem fjárfestingu til framtíðar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×