Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax Marín Þórsdóttir skrifar 30. mars 2023 11:31 Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. Hugmyndafræðin er í sjálfu sér ekki flókin, hún er byggð á mannúð, virðingu fyrir einstaklingnum og að aðstoða fólk á þeim stað sem það er statt hverju sinni, án fordóma. Það er lykillinn. Skaðaminnkandi þjónusta er bæði félagsleg þjónusta og heilbrigðisþjónusta og því á málaflokkurinn heima á báðum þessum sviðum. Þetta ber að hafa í huga þegar horft er á skaðaminnkandi þjónustu og kostnað við hana. Rauði krossinn rekur tvö skaðaminnkunarverkefni. Annars vegar verkefnið Frú Ragnheiði, sem mörg þekkja, enda hefur það starfað í 14 ár og er elsta skaðaminnkunarverkefni landsins. Um er að ræða sjálfboðaliðadrifið verkefni í vettvangsbíl sem þjónustar fólk með nálaskiptaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi ráðgjöf. Hins vegar hefur félagið rekið færanlega neyslurýmið Ylja, tilraunaverkefni til eins árs sem var einnig starfrækt í bifreið og þjónustar fólk sem notar vímuefni í æð, en það getur komið í Ylju og notað efnin í öruggu umhverfi. Bæði þessi verkefni hafa margsannað gildi sitt með ýmsum hætti. Í báðum verkefnunum hefur verið komið í veg fyrir ofskammtanir og bæði verkefnin hafa bjargað mannslífum með skaðaminnkandi samtali, stuðningi og umhyggju. Verkefnin hafa komið í veg fyrir að notaður búnaður sé skilinn eftir á víðavangi og hafa veitt fólki sem mætir fordómum þegar það sækir sér þjónustu innan kerfisins stuðning, svo eitthvað sé nefnt. Þá má líka benda á að gífurlegur sparnaður verður innan kerfisins þegar notast er við skaðaminnkandi hugmyndafræði. Það eitt að útvega hreinan sprautubúnað og draga þannig úr líkum á að einstaklingar smitist af HIV og lifrarbólgu skapar stórkostlegan sparnað fyrir samfélagið í heild. Nú hefur Ylja neyslurými lokið sínu tilraunaári. 125 einstaklingar sóttu sér þjónustu Ylju fyrsta starfsárið í 1.381 heimsóknum. Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar Íslands hafa áttað sig á mikilvægi skaðaminnkunar og styðja ríkulega við starf Rauða krossins, annars vegar með því að greiða um 50% af kostnaði við verkefnið Frú Ragnheiði og hins vegar hefur með því að kosta allan rekstur Ylju fyrsta starfsár verkefnisins. Sjúkratryggingar Íslands hafa lofað fjármagni til reksturs starfseminnar til næstu tveggja ára og mikil þörf er að koma verkefninu í húsnæði, svo hægt sé að veita viðunandi þjónustu. En illa gengur að finna húsnæði hjá Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytinu til að halda rekstrinum áfram. Rekstrarféð frá Sjúkratryggingum og þekking starfsmanna Rauða krossins er til staðar, en skortur er á viðbrögðum frá félagsmálayfirvöldum og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að finna viðeigandi húsnæði fyrir starfsemina. Þetta er þjónusta fyrir þau sem eru hvað mest á jaðrinum í samfélaginu og þurfa hvað mest á okkar aðstoð að halda. Án Ylju eykst hættan á ofskömmtunum og að þessi hópur fái ekki viðeigandi og bráðnauðsynlega þjónustu. Á síðustu tveimur vikum hefur sýkingum hjá hópnum fjölgað verulega og má leiða að því líkum að það tengist lokun Ylju, sem ekki hefur verið starfandi síðan 6. mars síðastliðinn. Látum þau ekki sitja eftir, þetta er spurning um líf og dauða. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneyti verða að tryggja Ylju húsnæði, svo ekki verði meiri skaði en nú þegar hefur orðið. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. Hugmyndafræðin er í sjálfu sér ekki flókin, hún er byggð á mannúð, virðingu fyrir einstaklingnum og að aðstoða fólk á þeim stað sem það er statt hverju sinni, án fordóma. Það er lykillinn. Skaðaminnkandi þjónusta er bæði félagsleg þjónusta og heilbrigðisþjónusta og því á málaflokkurinn heima á báðum þessum sviðum. Þetta ber að hafa í huga þegar horft er á skaðaminnkandi þjónustu og kostnað við hana. Rauði krossinn rekur tvö skaðaminnkunarverkefni. Annars vegar verkefnið Frú Ragnheiði, sem mörg þekkja, enda hefur það starfað í 14 ár og er elsta skaðaminnkunarverkefni landsins. Um er að ræða sjálfboðaliðadrifið verkefni í vettvangsbíl sem þjónustar fólk með nálaskiptaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi ráðgjöf. Hins vegar hefur félagið rekið færanlega neyslurýmið Ylja, tilraunaverkefni til eins árs sem var einnig starfrækt í bifreið og þjónustar fólk sem notar vímuefni í æð, en það getur komið í Ylju og notað efnin í öruggu umhverfi. Bæði þessi verkefni hafa margsannað gildi sitt með ýmsum hætti. Í báðum verkefnunum hefur verið komið í veg fyrir ofskammtanir og bæði verkefnin hafa bjargað mannslífum með skaðaminnkandi samtali, stuðningi og umhyggju. Verkefnin hafa komið í veg fyrir að notaður búnaður sé skilinn eftir á víðavangi og hafa veitt fólki sem mætir fordómum þegar það sækir sér þjónustu innan kerfisins stuðning, svo eitthvað sé nefnt. Þá má líka benda á að gífurlegur sparnaður verður innan kerfisins þegar notast er við skaðaminnkandi hugmyndafræði. Það eitt að útvega hreinan sprautubúnað og draga þannig úr líkum á að einstaklingar smitist af HIV og lifrarbólgu skapar stórkostlegan sparnað fyrir samfélagið í heild. Nú hefur Ylja neyslurými lokið sínu tilraunaári. 125 einstaklingar sóttu sér þjónustu Ylju fyrsta starfsárið í 1.381 heimsóknum. Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar Íslands hafa áttað sig á mikilvægi skaðaminnkunar og styðja ríkulega við starf Rauða krossins, annars vegar með því að greiða um 50% af kostnaði við verkefnið Frú Ragnheiði og hins vegar hefur með því að kosta allan rekstur Ylju fyrsta starfsár verkefnisins. Sjúkratryggingar Íslands hafa lofað fjármagni til reksturs starfseminnar til næstu tveggja ára og mikil þörf er að koma verkefninu í húsnæði, svo hægt sé að veita viðunandi þjónustu. En illa gengur að finna húsnæði hjá Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytinu til að halda rekstrinum áfram. Rekstrarféð frá Sjúkratryggingum og þekking starfsmanna Rauða krossins er til staðar, en skortur er á viðbrögðum frá félagsmálayfirvöldum og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að finna viðeigandi húsnæði fyrir starfsemina. Þetta er þjónusta fyrir þau sem eru hvað mest á jaðrinum í samfélaginu og þurfa hvað mest á okkar aðstoð að halda. Án Ylju eykst hættan á ofskömmtunum og að þessi hópur fái ekki viðeigandi og bráðnauðsynlega þjónustu. Á síðustu tveimur vikum hefur sýkingum hjá hópnum fjölgað verulega og má leiða að því líkum að það tengist lokun Ylju, sem ekki hefur verið starfandi síðan 6. mars síðastliðinn. Látum þau ekki sitja eftir, þetta er spurning um líf og dauða. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneyti verða að tryggja Ylju húsnæði, svo ekki verði meiri skaði en nú þegar hefur orðið. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun