„Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 11:31 Kristján Örn Kristjánsson fagnar marki gegn Brasilíu á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. Kristján fór í veikindaleyfi í febrúar, með stuttu hléi þegar hann ákvað að ferðast með liði PAUC til Íslands og í kjölfarið láta á það reyna að spila gegn Val í Evrópudeildinni. Eins og fram kom á Vísi í morgun segir Kristján að eftir á að hyggja hafi það verið slæm hugmynd að spila leikinn við Val, og að skilaboð frá leikmanni Vals (sem Björgvin Páll Gústavsson hefur nú viðurkennt að hafa sent) hafi ekki hjálpað. Hann hélt svo kyrru fyrir í veikindaleyfi á Íslandi þar sem hann vann að bata með sálfræðingnum Jóhanni Inga Gunnarssyni. Kristján segir það hafa hjálpað sér að ákveða að spila leikinn við Val í febrúar að hafa fengið þær upplýsingar að þjálfarinn Thierry Anti yrði ekki þjálfari PAUC út samningstíma sinn, til ársins 2024. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn“ Anti var svo skömmu síðar rekinn og Benjamin Pavoni stýrir liðinu út leiktíðina, og segir Kristján að sér líði umtalsvert betur í dag en þegar Anti var við stjórnvölinn. Hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn. Það að vita að ég þyrfti ekki að vera með hann í eitt og hálft ár í viðbót heldur hálft ár, og mögulega styttra, gaf mér þá trú að ég gæti klárað þetta tímabil og hjálpaði mér að spila þennan leik við Val. Ég gerði það þá ekki fyrir þjálfarann heldur fyrir mig og félagana,“ segir Kristján sem náði aðeins einni liðsæfingu fyrir leikinn við Val. „Ég tók þessa einu æfingu fyrir leikinn og þjálfarinn spurði hvort ég væri tilbúinn að byrja leikinn, og eins og alvöru íþróttamaður þá sagði ég auðvitað já. Hvort það hafi verið rétt ákvörðun eftir eina æfingu veit ég ekki, en þegar kallið kemur þá svarar maður.“ Ánægður á fyrstu æfingu eftir veikindaleyfið Kristján segir viðmót Anti hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hans og verið stærsta þáttinn í því að hann fór í kulnun: „Það voru nokkrar minni ástæður en þær snerust yfirleitt allar að honum. Eins og fólk sá kannski í leiknum við Val þá er aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur, og segja svo ekkert þegar það gengur vel. Í þessum leik gekk ekkert vel og allt illa, og tímabilið hefur ekki gengið neitt rosa vel, og þá er alltaf verið að þrýsta á leikmenn og segja að við verðum að vinna. Hann var ekki alveg að virka fyrir mig. Þetta er þriðja árið mitt með honum og hann hefur alltaf verið sami gæinn en okkur gekk betur áður og þá var ekki sama ástæða fyrir hann til að vera eins harkalegur og þegar við erum að tapa,“ segir Kristján sem eftir veikindaleyfi á Íslandi í kjölfar leiksins við Val byrjaði að æfa undir stjórn nýs þjálfara PAUC í landsleikjapásunni snemma í mars. „Fyrsta æfingin gekk mjög vel, og það kom mér á óvart hve auðveldlega allt gekk. Það var líka fyrsta æfingin með nýjum þjálfara, sem var mjög þægilegt. Þá var maður kominn á ákveðinn byrjunarreit, gat gleymt öllum gömlu vandamálunum og núllstillt sig, og við byrjað nýja vegferð allir saman.“ Franski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Kristján fór í veikindaleyfi í febrúar, með stuttu hléi þegar hann ákvað að ferðast með liði PAUC til Íslands og í kjölfarið láta á það reyna að spila gegn Val í Evrópudeildinni. Eins og fram kom á Vísi í morgun segir Kristján að eftir á að hyggja hafi það verið slæm hugmynd að spila leikinn við Val, og að skilaboð frá leikmanni Vals (sem Björgvin Páll Gústavsson hefur nú viðurkennt að hafa sent) hafi ekki hjálpað. Hann hélt svo kyrru fyrir í veikindaleyfi á Íslandi þar sem hann vann að bata með sálfræðingnum Jóhanni Inga Gunnarssyni. Kristján segir það hafa hjálpað sér að ákveða að spila leikinn við Val í febrúar að hafa fengið þær upplýsingar að þjálfarinn Thierry Anti yrði ekki þjálfari PAUC út samningstíma sinn, til ársins 2024. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn“ Anti var svo skömmu síðar rekinn og Benjamin Pavoni stýrir liðinu út leiktíðina, og segir Kristján að sér líði umtalsvert betur í dag en þegar Anti var við stjórnvölinn. Hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn. Það að vita að ég þyrfti ekki að vera með hann í eitt og hálft ár í viðbót heldur hálft ár, og mögulega styttra, gaf mér þá trú að ég gæti klárað þetta tímabil og hjálpaði mér að spila þennan leik við Val. Ég gerði það þá ekki fyrir þjálfarann heldur fyrir mig og félagana,“ segir Kristján sem náði aðeins einni liðsæfingu fyrir leikinn við Val. „Ég tók þessa einu æfingu fyrir leikinn og þjálfarinn spurði hvort ég væri tilbúinn að byrja leikinn, og eins og alvöru íþróttamaður þá sagði ég auðvitað já. Hvort það hafi verið rétt ákvörðun eftir eina æfingu veit ég ekki, en þegar kallið kemur þá svarar maður.“ Ánægður á fyrstu æfingu eftir veikindaleyfið Kristján segir viðmót Anti hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hans og verið stærsta þáttinn í því að hann fór í kulnun: „Það voru nokkrar minni ástæður en þær snerust yfirleitt allar að honum. Eins og fólk sá kannski í leiknum við Val þá er aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur, og segja svo ekkert þegar það gengur vel. Í þessum leik gekk ekkert vel og allt illa, og tímabilið hefur ekki gengið neitt rosa vel, og þá er alltaf verið að þrýsta á leikmenn og segja að við verðum að vinna. Hann var ekki alveg að virka fyrir mig. Þetta er þriðja árið mitt með honum og hann hefur alltaf verið sami gæinn en okkur gekk betur áður og þá var ekki sama ástæða fyrir hann til að vera eins harkalegur og þegar við erum að tapa,“ segir Kristján sem eftir veikindaleyfi á Íslandi í kjölfar leiksins við Val byrjaði að æfa undir stjórn nýs þjálfara PAUC í landsleikjapásunni snemma í mars. „Fyrsta æfingin gekk mjög vel, og það kom mér á óvart hve auðveldlega allt gekk. Það var líka fyrsta æfingin með nýjum þjálfara, sem var mjög þægilegt. Þá var maður kominn á ákveðinn byrjunarreit, gat gleymt öllum gömlu vandamálunum og núllstillt sig, og við byrjað nýja vegferð allir saman.“
Franski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira