Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2023 19:45 Ísland fer með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu í Kænugarði fyrr í mánuðinum meðal annars til að undirbúa leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík dagana 16. til 17. maí. stjórnarráðið Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. Það var heimsviðburður þegar forsetar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna funduðu hér í Höfða í október 1986. Fyrirvarinn var stuttur því íslensk stjórnvöld fengu aðeins um tíu daga til að undirbúa fundinn. Fyrirvarinn er öllu lengri fyrir Leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Hörpu í maí. Umfang fundarins er hins vegar miklu stærra og mun hafa meiri áhrif á nánasta umhverfi fundarstaðarins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er verkefnisstjóri leiðtogafundarins fyrir forsætisráðuneytið.Stöð 2/Bjarni Rósa Björk Brynjólfsdóttir verkefnastjóri í alþjóðamálum hjá forsætisráðuneytinu stýrir undirbúningi fundarins og segir að mörgu að hyggja. „Þetta er umfangsmesti og stærsti leiðtogafundur sem við höfum nokkurn tíma ráðist í. Enda er hér um að ræða 46 leiðtoga 46 aðildarríkja Evrópuráðsins plús háttsetta fulltrúa Evrópusambandsins og háttsetta embættismenn Evrópuráðsins sjálfs,“ segir Rósa Björk. Erfitt hefði að halda fund sem þennan án tilkomu Hörpu. Fundurinn fer fram dagana 16. - 17 maí og verða málefni Úkraínu aðalefni fundarins. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands er einn þeirra sem fengið hefur boð á fundinn í Hörpu. Hann hefur ekki staðfest komu sína enda forsetakosningar í Tyrklandi 14. maí eða tveimur dögum fyrir fundinn í Reykjavík.Getty/Utku Ucrak „Við munum sjá útkomuskjal hér á fundinum sem verður sterkur stuðningur við Úkraínu,“ segir Rósa Björk. Úkraínumenn hafi meðal annars þrýst á að sett verði á laggirnar eitthvert réttarbótakerfi vegna þess tjóns sem Rússar hefðu valdið með innrásinni. „Það hafa líka verið umræður á alþjóðavísu um sérstakan dómstól þegar kemur að ófremdarverkum Rússa í Úkraínu. Síðan komi áherslur forsætisráðherra Íslands einnig fram í útgáfuskjalinu. Það er að segja áhersla á að tengja saman mannréttindi og umhverfismál, réttindi barna og jafnréttismálin,“ segir Rósa Björk. Stór hluti af löggæsluliði landsins kemur að fundinum og liðsauki kemur frá öðrum ríkjum. Þá mæta margir leiðtoganna með sína eigin öryggisverði. Búið er að blokka mikinn fjölda hótelherbergja og búast má við hundruðum ef ekki þúsundum blaðamanna. Rósa Björk segir lokanir í kring um Hörpu verða með svipuðu sniði og á Menningarnótt. Borgarbúar muni því vissulega verða fundarins varir. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu hafi lýst áhuga á að sækja fundinn en ekki liggi fyrir hvort hann mæti í eigin persónu eða með fjarfundabúnaði. „Það skiptir máli fyrir Ísland, það skiptir líka máli fyrir Evrópuráðið sjálft og aðildarríki þess að við séum að halda hér fund sem skiptir máli. Ég myndi segja að þótt verkefnið sé stórt fyrir lítið ríki eins og Ísland munum við geta farið frá því stolt og bein í baki,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55 Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21 Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Það var heimsviðburður þegar forsetar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna funduðu hér í Höfða í október 1986. Fyrirvarinn var stuttur því íslensk stjórnvöld fengu aðeins um tíu daga til að undirbúa fundinn. Fyrirvarinn er öllu lengri fyrir Leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Hörpu í maí. Umfang fundarins er hins vegar miklu stærra og mun hafa meiri áhrif á nánasta umhverfi fundarstaðarins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er verkefnisstjóri leiðtogafundarins fyrir forsætisráðuneytið.Stöð 2/Bjarni Rósa Björk Brynjólfsdóttir verkefnastjóri í alþjóðamálum hjá forsætisráðuneytinu stýrir undirbúningi fundarins og segir að mörgu að hyggja. „Þetta er umfangsmesti og stærsti leiðtogafundur sem við höfum nokkurn tíma ráðist í. Enda er hér um að ræða 46 leiðtoga 46 aðildarríkja Evrópuráðsins plús háttsetta fulltrúa Evrópusambandsins og háttsetta embættismenn Evrópuráðsins sjálfs,“ segir Rósa Björk. Erfitt hefði að halda fund sem þennan án tilkomu Hörpu. Fundurinn fer fram dagana 16. - 17 maí og verða málefni Úkraínu aðalefni fundarins. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands er einn þeirra sem fengið hefur boð á fundinn í Hörpu. Hann hefur ekki staðfest komu sína enda forsetakosningar í Tyrklandi 14. maí eða tveimur dögum fyrir fundinn í Reykjavík.Getty/Utku Ucrak „Við munum sjá útkomuskjal hér á fundinum sem verður sterkur stuðningur við Úkraínu,“ segir Rósa Björk. Úkraínumenn hafi meðal annars þrýst á að sett verði á laggirnar eitthvert réttarbótakerfi vegna þess tjóns sem Rússar hefðu valdið með innrásinni. „Það hafa líka verið umræður á alþjóðavísu um sérstakan dómstól þegar kemur að ófremdarverkum Rússa í Úkraínu. Síðan komi áherslur forsætisráðherra Íslands einnig fram í útgáfuskjalinu. Það er að segja áhersla á að tengja saman mannréttindi og umhverfismál, réttindi barna og jafnréttismálin,“ segir Rósa Björk. Stór hluti af löggæsluliði landsins kemur að fundinum og liðsauki kemur frá öðrum ríkjum. Þá mæta margir leiðtoganna með sína eigin öryggisverði. Búið er að blokka mikinn fjölda hótelherbergja og búast má við hundruðum ef ekki þúsundum blaðamanna. Rósa Björk segir lokanir í kring um Hörpu verða með svipuðu sniði og á Menningarnótt. Borgarbúar muni því vissulega verða fundarins varir. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu hafi lýst áhuga á að sækja fundinn en ekki liggi fyrir hvort hann mæti í eigin persónu eða með fjarfundabúnaði. „Það skiptir máli fyrir Ísland, það skiptir líka máli fyrir Evrópuráðið sjálft og aðildarríki þess að við séum að halda hér fund sem skiptir máli. Ég myndi segja að þótt verkefnið sé stórt fyrir lítið ríki eins og Ísland munum við geta farið frá því stolt og bein í baki,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55 Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21 Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55
Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55
Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21
Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41