Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna fyrir austan en veðurspáin versnar þar í kvöld og hætta á frekari snjóflóðum. 

Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum.

Þá fjöllum við um deilur á Alþingi um dómsmálaráðherra eftir að skrifstofa þingsins fjallaðu um í minnisblaði að honum sé skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan ákveðins frests.

Þá fjöllum við um fjármálaáætlun sem kynnt verður síðar í dag og um Reykjavíkurskákmótið sem hefst í dag og er eitt sterkasta skákmót heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×