Hvað gerir Evrópusambandið, ESB, fyrir okkur dagsdaglega? Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. mars 2023 13:31 ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og Evran. Á hverjum einasta degi, og oft á dag, erum við með hluti – alls kyns varning; matvöru, fatnað, heimilisbúnað, áhöld og verkfæri, líka öll rafmagnstæki, vélar, farartæki og bílinn okkar – í höndunum, þar sem einmitt ESB hefur tryggt okkur mestu möguleg þægindi, umhverfisvænar lausnir og umfram allt öryggi og gæði í notkun. Allt, sem við erum með í höndunum og notum, sem er CE-merkt, hefur þurft að uppfylla stífar kröfur ESB og prófanir um vænar lausnir fyrir neytendur og aðra notendur, lágmarks orkunotkun og minnsta mögulega umhverfisspillingu og, eins og áður segir, hámarks öryggi og endingu. Þessi starfsþáttur ESB er einn af lykilþáttum sambandsins, hvað varðar okkar daglega líf; trygging hagsmuna og velfarnaðar þegna þess. En ESB kemur víða annars staðar við sögu, og hefur jákvæð áhrif á líf okkar, umhverfi, athafnafrelsi og öryggi. Baráttan fyrir „virðingu mannsins“ og sameiginleg mannréttindi okkar – frelsi til orðs og æðis - standa efst á blaði hjá ESB. Eru 1. einkunnarorð sambandsins. Næst má telja jafnréttisbaráttuna; baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna, hörundsdökkra, hinseginfólks, fatlaðra og allra annarra, sem minna mega sín, gagnvart þeim, sem meira mega sín, en líka baráttuna fyrir sérstökum réttindum kvenna. Lætur ESB sérstaklega að sér kveða í þessum efnum í Póllandi og Ungverjalandi, en þar hafa stjórnvöld verið að þrengja að frelsi og jafnrétti ýmissa hópa. ESB leggur líka mikla áherzlu á sameiginlega heilbrigðisvelferð okkar, ekki sízt á sviði hollustu, heilnæms lífs, forvarna og fyrirbyggjandi aðgerða. Forystuhlutverk ESB í því að láta þróa og útvega öllum aðildarríkjunum 27, svo og Íslandi og Noregi, bóluefni gegn COVID er auðvitað skýrt dæmi um það. Hluti af sömu viðleitni ESB er samstilling sjúkratrygginga í Evrópu, sem leiddi til útgáfu hins evrópska sjúkratryggingarkorts, sem veitir Íslendingum aðgang að sjúkraþjónustu og sjúkratryggingu í 28 öðrum evrópskum löndum. ESB vinnur líka hratt og skipulega að því að tryggja okkar sameiginlega neytendarétt og neytendavernd (það hefur knúið fram sanngjörn símakjör fyrir alla ESB- og EES-símanotendur, þar sem menn geta hring á eigin heimagjaldi um alla álfuna, styrkt réttindi ferðamanna gagnvart flugfélögum og annarri ferðaþjónustu, tryggt neytendum sanngjörn þjónustugjöld banka o.s.frv.). Það óskoraða ferðafrelsi, dvalarfrelsi, námsfrelsi og starfsfrelsi, sem við njótum, um mest alla Evrópu, er líka ESB að þakka. Það sama gildir, þegar kemur að baráttunni gegn verðsamráði, einokun og markaðsmisnotkun stórfyrirtækja og alþjóðlegra auðhringa. Þar vakir ESB yfir hagsmunum okkar og velferð og bregst hart við, þegar neytendur eða almenningur eru beittir órétti eða yfirgangi. ESB leggur mikla áherzlu á okkar sameiginlegu, evrópsku menningararfleifð svo og á viðvarandi menntun og menningu íbúa álfunnar og fjármögnun hennar. ESB er leiðandi afl á sviði sameiginlegrar tæknilegrar framþróunar okkar, innleiðingu stafrænna lausna og gervigreindar og fjármögnun slíkrar framtíðartækni. Úthlutanir og styrkir, líka til íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja, eru ríflegar og fjölmargar. Þegar kemur að umhverfisvernd og minnkun mengunar og eiturefna og baráttunni gegn spillingu lofts, láðs og lagar, eyðingu dýra, náttúru og skóglendis, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim, gegnir ESB óumdeildu forystuhlutverki. ESB er líka sá aðili, sem annast og tryggir sameiginleg ytri landamæri Evrópu. Það er því sannarlega mikilvæg og margvísleg þjónusta, sem ESB veitir bandalagsþjóðum sínum, svo og okkur tengdum EFTA-þjóðum, fyrir utan alls kyns viðskipta- og efnahagsmál, en á því sviði tryggir sambandið okkur öllum frjálsan og jafnan markaðsaðgang og athafnafrelsi. Stundum hefur maður það á tilfinningunni, að sumir hér haldi, að þetta hafi allt komið af sjálfu sér, eða sé okkur sjálfum að allt að þakka, en það er fjarri lagi. Það er mál til komið, að menn átti sig vel á því. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og Evran. Á hverjum einasta degi, og oft á dag, erum við með hluti – alls kyns varning; matvöru, fatnað, heimilisbúnað, áhöld og verkfæri, líka öll rafmagnstæki, vélar, farartæki og bílinn okkar – í höndunum, þar sem einmitt ESB hefur tryggt okkur mestu möguleg þægindi, umhverfisvænar lausnir og umfram allt öryggi og gæði í notkun. Allt, sem við erum með í höndunum og notum, sem er CE-merkt, hefur þurft að uppfylla stífar kröfur ESB og prófanir um vænar lausnir fyrir neytendur og aðra notendur, lágmarks orkunotkun og minnsta mögulega umhverfisspillingu og, eins og áður segir, hámarks öryggi og endingu. Þessi starfsþáttur ESB er einn af lykilþáttum sambandsins, hvað varðar okkar daglega líf; trygging hagsmuna og velfarnaðar þegna þess. En ESB kemur víða annars staðar við sögu, og hefur jákvæð áhrif á líf okkar, umhverfi, athafnafrelsi og öryggi. Baráttan fyrir „virðingu mannsins“ og sameiginleg mannréttindi okkar – frelsi til orðs og æðis - standa efst á blaði hjá ESB. Eru 1. einkunnarorð sambandsins. Næst má telja jafnréttisbaráttuna; baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna, hörundsdökkra, hinseginfólks, fatlaðra og allra annarra, sem minna mega sín, gagnvart þeim, sem meira mega sín, en líka baráttuna fyrir sérstökum réttindum kvenna. Lætur ESB sérstaklega að sér kveða í þessum efnum í Póllandi og Ungverjalandi, en þar hafa stjórnvöld verið að þrengja að frelsi og jafnrétti ýmissa hópa. ESB leggur líka mikla áherzlu á sameiginlega heilbrigðisvelferð okkar, ekki sízt á sviði hollustu, heilnæms lífs, forvarna og fyrirbyggjandi aðgerða. Forystuhlutverk ESB í því að láta þróa og útvega öllum aðildarríkjunum 27, svo og Íslandi og Noregi, bóluefni gegn COVID er auðvitað skýrt dæmi um það. Hluti af sömu viðleitni ESB er samstilling sjúkratrygginga í Evrópu, sem leiddi til útgáfu hins evrópska sjúkratryggingarkorts, sem veitir Íslendingum aðgang að sjúkraþjónustu og sjúkratryggingu í 28 öðrum evrópskum löndum. ESB vinnur líka hratt og skipulega að því að tryggja okkar sameiginlega neytendarétt og neytendavernd (það hefur knúið fram sanngjörn símakjör fyrir alla ESB- og EES-símanotendur, þar sem menn geta hring á eigin heimagjaldi um alla álfuna, styrkt réttindi ferðamanna gagnvart flugfélögum og annarri ferðaþjónustu, tryggt neytendum sanngjörn þjónustugjöld banka o.s.frv.). Það óskoraða ferðafrelsi, dvalarfrelsi, námsfrelsi og starfsfrelsi, sem við njótum, um mest alla Evrópu, er líka ESB að þakka. Það sama gildir, þegar kemur að baráttunni gegn verðsamráði, einokun og markaðsmisnotkun stórfyrirtækja og alþjóðlegra auðhringa. Þar vakir ESB yfir hagsmunum okkar og velferð og bregst hart við, þegar neytendur eða almenningur eru beittir órétti eða yfirgangi. ESB leggur mikla áherzlu á okkar sameiginlegu, evrópsku menningararfleifð svo og á viðvarandi menntun og menningu íbúa álfunnar og fjármögnun hennar. ESB er leiðandi afl á sviði sameiginlegrar tæknilegrar framþróunar okkar, innleiðingu stafrænna lausna og gervigreindar og fjármögnun slíkrar framtíðartækni. Úthlutanir og styrkir, líka til íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja, eru ríflegar og fjölmargar. Þegar kemur að umhverfisvernd og minnkun mengunar og eiturefna og baráttunni gegn spillingu lofts, láðs og lagar, eyðingu dýra, náttúru og skóglendis, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim, gegnir ESB óumdeildu forystuhlutverki. ESB er líka sá aðili, sem annast og tryggir sameiginleg ytri landamæri Evrópu. Það er því sannarlega mikilvæg og margvísleg þjónusta, sem ESB veitir bandalagsþjóðum sínum, svo og okkur tengdum EFTA-þjóðum, fyrir utan alls kyns viðskipta- og efnahagsmál, en á því sviði tryggir sambandið okkur öllum frjálsan og jafnan markaðsaðgang og athafnafrelsi. Stundum hefur maður það á tilfinningunni, að sumir hér haldi, að þetta hafi allt komið af sjálfu sér, eða sé okkur sjálfum að allt að þakka, en það er fjarri lagi. Það er mál til komið, að menn átti sig vel á því. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun