Íslendingur í átta ára fangelsi fyrir nauðgun og gróft ofbeldi í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2023 10:36 Nágranni gerði lögreglu viðvart þegar hann sá konuna og Geirmund nakin á svölum íbúðar hennar. Konan hrópaði á hjálp en hann dró hana inn aftur. Vísir/Getty Íslenskur ríkisborgari á fertugsaldri sem hefur þó verið búsettur í Svíþjóð allt sitt líf var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga ungri konu og beita hana grófu ofbeldi fyrr í þessum mánuði. Maðurinn hefur ítrekað verið dæmdur fyrir kynferðisofbeldi í Svíþjóð. Geirmundur Hrafn Jónsson, sem gengur undir nafninu André Falk í Svíþjóð, var sakfelldur fyrir að halda 25 ára gamalli konu fanginni í íbúð hennar í Skärholmen við Stokkhólm í fleiri klukkustundir, beita hana grófu ofbeldi og nauðga í ágúst. Vegfarandi kallaði til lögreglu þegar hann sá konuna nakta úti á svölum kalla á hjálp og Geirmund draga hana inn í íbúðina. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Geirmundur hafi nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir gróft kynferðisofbeldi áður. Þegar hann braut á konunni í fyrra var hann á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og brot á friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sætti pyntingum í marga klukkutíma Konan sagði lögreglu að Geirmundur hefði læst hana inni í íbúð sinni, nauðgað sér hrottalega og beitt hana ofbeldi sem hafi líkst pyntingum klukkustundum saman. Hann hafi meðal annars helt sílepiparsósu í augu hennar þannig að hún sæi ekki. Hann hafi neytt hana til þess að skríða um, velta sér upp úr glerbrotum og brennt hana með vindlingum. Hann hafi hlegið á meðan á þessu stóð, að því er kemur fram í frétt sænska blaðsins Expressen. Réttarlæknir skráði um hundrað áverka á líkama konunnar þegar hún var skoðuð kvöldið eftir að lögregla skarst í leikinn. Læknirinn sagði að konan hefði verið pyntuð. Dómstóll í Södertörn sagði í dómsorði sínu að konan hafi orðið fyrir miklum andlegum og líkamlegum þjáningum og að hún hafi óttast um líf sitt. Geirmundur var einnig dæmdur til að afplána tvö og hálft ár af fyrri fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2017. Ofbeldið átti sér stað í íbúð konunnar í Skärholmen, úthverfi Stokkhólms, í ágúst í fyrra.Vísir/Getty Röð dóma fyrir kynferðisofbeldi Í tilkynningu um dóminn á vef sænsku lögreglunnar kemur fram að Geirmundur hafi hlotið sakadóma fyrir sambærileg brot áður. Hann hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir tvær sérstaklega alvarlegar nauðganir og nauðgun á konu sem hann kynntist í gegnum stefnumótaforrit árið 2009. Nú síðast hlaut hann rúmlega fjögurra ára dóm fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og alvarlegt brot gegn friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sænska blaðið Expressen segir að Geirmundur hafi aðeins afplánað tvö ár af dómnum frá 2017. Hann hafi verið á reynslulausn úr fangelsi þegar hann var handtekinn fyrir að ræna og misþyrma konunni í fyrra. Auk fangelsisdómanna sem Geirmundur hlaut á fullorðinsaldri var hann dæmdur fyrir að halda kærustu sinni nauðugri og beita hana ofbeldi þegar hann var sautján ára gamall árið 2004. Hann var dæmdur til að sæta meðferðarúrræði fyrir ungmenni. Geirmundur neitaði sök fyrir dómi. Verjandi hans segir líklegt að dómnum verði áfrýjað. Íhuguðu að vísa honum úr landi Geirmundur er íslenskur ríkisborgari, sonur íslenskra foreldra sem fæddist í Lundi árið 1986, að sögn Heimildarinnar. Hann hafi aldrei haft sænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa búið í landinu alla sína ævi. Sænsk yfirvöld hafi kannað möguleikann að reka hann úr landi. Tengsl hans við Svíþjóð hafi þó verið talin það sterk að ekki væri grundvöllur til þess. Svíþjóð Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Geirmundur Hrafn Jónsson, sem gengur undir nafninu André Falk í Svíþjóð, var sakfelldur fyrir að halda 25 ára gamalli konu fanginni í íbúð hennar í Skärholmen við Stokkhólm í fleiri klukkustundir, beita hana grófu ofbeldi og nauðga í ágúst. Vegfarandi kallaði til lögreglu þegar hann sá konuna nakta úti á svölum kalla á hjálp og Geirmund draga hana inn í íbúðina. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Geirmundur hafi nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir gróft kynferðisofbeldi áður. Þegar hann braut á konunni í fyrra var hann á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og brot á friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sætti pyntingum í marga klukkutíma Konan sagði lögreglu að Geirmundur hefði læst hana inni í íbúð sinni, nauðgað sér hrottalega og beitt hana ofbeldi sem hafi líkst pyntingum klukkustundum saman. Hann hafi meðal annars helt sílepiparsósu í augu hennar þannig að hún sæi ekki. Hann hafi neytt hana til þess að skríða um, velta sér upp úr glerbrotum og brennt hana með vindlingum. Hann hafi hlegið á meðan á þessu stóð, að því er kemur fram í frétt sænska blaðsins Expressen. Réttarlæknir skráði um hundrað áverka á líkama konunnar þegar hún var skoðuð kvöldið eftir að lögregla skarst í leikinn. Læknirinn sagði að konan hefði verið pyntuð. Dómstóll í Södertörn sagði í dómsorði sínu að konan hafi orðið fyrir miklum andlegum og líkamlegum þjáningum og að hún hafi óttast um líf sitt. Geirmundur var einnig dæmdur til að afplána tvö og hálft ár af fyrri fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2017. Ofbeldið átti sér stað í íbúð konunnar í Skärholmen, úthverfi Stokkhólms, í ágúst í fyrra.Vísir/Getty Röð dóma fyrir kynferðisofbeldi Í tilkynningu um dóminn á vef sænsku lögreglunnar kemur fram að Geirmundur hafi hlotið sakadóma fyrir sambærileg brot áður. Hann hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir tvær sérstaklega alvarlegar nauðganir og nauðgun á konu sem hann kynntist í gegnum stefnumótaforrit árið 2009. Nú síðast hlaut hann rúmlega fjögurra ára dóm fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og alvarlegt brot gegn friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sænska blaðið Expressen segir að Geirmundur hafi aðeins afplánað tvö ár af dómnum frá 2017. Hann hafi verið á reynslulausn úr fangelsi þegar hann var handtekinn fyrir að ræna og misþyrma konunni í fyrra. Auk fangelsisdómanna sem Geirmundur hlaut á fullorðinsaldri var hann dæmdur fyrir að halda kærustu sinni nauðugri og beita hana ofbeldi þegar hann var sautján ára gamall árið 2004. Hann var dæmdur til að sæta meðferðarúrræði fyrir ungmenni. Geirmundur neitaði sök fyrir dómi. Verjandi hans segir líklegt að dómnum verði áfrýjað. Íhuguðu að vísa honum úr landi Geirmundur er íslenskur ríkisborgari, sonur íslenskra foreldra sem fæddist í Lundi árið 1986, að sögn Heimildarinnar. Hann hafi aldrei haft sænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa búið í landinu alla sína ævi. Sænsk yfirvöld hafi kannað möguleikann að reka hann úr landi. Tengsl hans við Svíþjóð hafi þó verið talin það sterk að ekki væri grundvöllur til þess.
Svíþjóð Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira