Íslendingur í átta ára fangelsi fyrir nauðgun og gróft ofbeldi í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2023 10:36 Nágranni gerði lögreglu viðvart þegar hann sá konuna og Geirmund nakin á svölum íbúðar hennar. Konan hrópaði á hjálp en hann dró hana inn aftur. Vísir/Getty Íslenskur ríkisborgari á fertugsaldri sem hefur þó verið búsettur í Svíþjóð allt sitt líf var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga ungri konu og beita hana grófu ofbeldi fyrr í þessum mánuði. Maðurinn hefur ítrekað verið dæmdur fyrir kynferðisofbeldi í Svíþjóð. Geirmundur Hrafn Jónsson, sem gengur undir nafninu André Falk í Svíþjóð, var sakfelldur fyrir að halda 25 ára gamalli konu fanginni í íbúð hennar í Skärholmen við Stokkhólm í fleiri klukkustundir, beita hana grófu ofbeldi og nauðga í ágúst. Vegfarandi kallaði til lögreglu þegar hann sá konuna nakta úti á svölum kalla á hjálp og Geirmund draga hana inn í íbúðina. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Geirmundur hafi nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir gróft kynferðisofbeldi áður. Þegar hann braut á konunni í fyrra var hann á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og brot á friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sætti pyntingum í marga klukkutíma Konan sagði lögreglu að Geirmundur hefði læst hana inni í íbúð sinni, nauðgað sér hrottalega og beitt hana ofbeldi sem hafi líkst pyntingum klukkustundum saman. Hann hafi meðal annars helt sílepiparsósu í augu hennar þannig að hún sæi ekki. Hann hafi neytt hana til þess að skríða um, velta sér upp úr glerbrotum og brennt hana með vindlingum. Hann hafi hlegið á meðan á þessu stóð, að því er kemur fram í frétt sænska blaðsins Expressen. Réttarlæknir skráði um hundrað áverka á líkama konunnar þegar hún var skoðuð kvöldið eftir að lögregla skarst í leikinn. Læknirinn sagði að konan hefði verið pyntuð. Dómstóll í Södertörn sagði í dómsorði sínu að konan hafi orðið fyrir miklum andlegum og líkamlegum þjáningum og að hún hafi óttast um líf sitt. Geirmundur var einnig dæmdur til að afplána tvö og hálft ár af fyrri fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2017. Ofbeldið átti sér stað í íbúð konunnar í Skärholmen, úthverfi Stokkhólms, í ágúst í fyrra.Vísir/Getty Röð dóma fyrir kynferðisofbeldi Í tilkynningu um dóminn á vef sænsku lögreglunnar kemur fram að Geirmundur hafi hlotið sakadóma fyrir sambærileg brot áður. Hann hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir tvær sérstaklega alvarlegar nauðganir og nauðgun á konu sem hann kynntist í gegnum stefnumótaforrit árið 2009. Nú síðast hlaut hann rúmlega fjögurra ára dóm fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og alvarlegt brot gegn friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sænska blaðið Expressen segir að Geirmundur hafi aðeins afplánað tvö ár af dómnum frá 2017. Hann hafi verið á reynslulausn úr fangelsi þegar hann var handtekinn fyrir að ræna og misþyrma konunni í fyrra. Auk fangelsisdómanna sem Geirmundur hlaut á fullorðinsaldri var hann dæmdur fyrir að halda kærustu sinni nauðugri og beita hana ofbeldi þegar hann var sautján ára gamall árið 2004. Hann var dæmdur til að sæta meðferðarúrræði fyrir ungmenni. Geirmundur neitaði sök fyrir dómi. Verjandi hans segir líklegt að dómnum verði áfrýjað. Íhuguðu að vísa honum úr landi Geirmundur er íslenskur ríkisborgari, sonur íslenskra foreldra sem fæddist í Lundi árið 1986, að sögn Heimildarinnar. Hann hafi aldrei haft sænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa búið í landinu alla sína ævi. Sænsk yfirvöld hafi kannað möguleikann að reka hann úr landi. Tengsl hans við Svíþjóð hafi þó verið talin það sterk að ekki væri grundvöllur til þess. Svíþjóð Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Geirmundur Hrafn Jónsson, sem gengur undir nafninu André Falk í Svíþjóð, var sakfelldur fyrir að halda 25 ára gamalli konu fanginni í íbúð hennar í Skärholmen við Stokkhólm í fleiri klukkustundir, beita hana grófu ofbeldi og nauðga í ágúst. Vegfarandi kallaði til lögreglu þegar hann sá konuna nakta úti á svölum kalla á hjálp og Geirmund draga hana inn í íbúðina. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Geirmundur hafi nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir gróft kynferðisofbeldi áður. Þegar hann braut á konunni í fyrra var hann á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og brot á friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sætti pyntingum í marga klukkutíma Konan sagði lögreglu að Geirmundur hefði læst hana inni í íbúð sinni, nauðgað sér hrottalega og beitt hana ofbeldi sem hafi líkst pyntingum klukkustundum saman. Hann hafi meðal annars helt sílepiparsósu í augu hennar þannig að hún sæi ekki. Hann hafi neytt hana til þess að skríða um, velta sér upp úr glerbrotum og brennt hana með vindlingum. Hann hafi hlegið á meðan á þessu stóð, að því er kemur fram í frétt sænska blaðsins Expressen. Réttarlæknir skráði um hundrað áverka á líkama konunnar þegar hún var skoðuð kvöldið eftir að lögregla skarst í leikinn. Læknirinn sagði að konan hefði verið pyntuð. Dómstóll í Södertörn sagði í dómsorði sínu að konan hafi orðið fyrir miklum andlegum og líkamlegum þjáningum og að hún hafi óttast um líf sitt. Geirmundur var einnig dæmdur til að afplána tvö og hálft ár af fyrri fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2017. Ofbeldið átti sér stað í íbúð konunnar í Skärholmen, úthverfi Stokkhólms, í ágúst í fyrra.Vísir/Getty Röð dóma fyrir kynferðisofbeldi Í tilkynningu um dóminn á vef sænsku lögreglunnar kemur fram að Geirmundur hafi hlotið sakadóma fyrir sambærileg brot áður. Hann hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir tvær sérstaklega alvarlegar nauðganir og nauðgun á konu sem hann kynntist í gegnum stefnumótaforrit árið 2009. Nú síðast hlaut hann rúmlega fjögurra ára dóm fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og alvarlegt brot gegn friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sænska blaðið Expressen segir að Geirmundur hafi aðeins afplánað tvö ár af dómnum frá 2017. Hann hafi verið á reynslulausn úr fangelsi þegar hann var handtekinn fyrir að ræna og misþyrma konunni í fyrra. Auk fangelsisdómanna sem Geirmundur hlaut á fullorðinsaldri var hann dæmdur fyrir að halda kærustu sinni nauðugri og beita hana ofbeldi þegar hann var sautján ára gamall árið 2004. Hann var dæmdur til að sæta meðferðarúrræði fyrir ungmenni. Geirmundur neitaði sök fyrir dómi. Verjandi hans segir líklegt að dómnum verði áfrýjað. Íhuguðu að vísa honum úr landi Geirmundur er íslenskur ríkisborgari, sonur íslenskra foreldra sem fæddist í Lundi árið 1986, að sögn Heimildarinnar. Hann hafi aldrei haft sænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa búið í landinu alla sína ævi. Sænsk yfirvöld hafi kannað möguleikann að reka hann úr landi. Tengsl hans við Svíþjóð hafi þó verið talin það sterk að ekki væri grundvöllur til þess.
Svíþjóð Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira