Bayern rak í gær Julian Nagelsmann sökum slaks árangurs í deildinni. Sem stendur er liðið stigi á eftir Borussia Dortmund þegar níu umferðir eru eftir. Bayern er hins vegar með 100 prósent árangur í Meistaradeild Evrópu og komið í 8-liða úrslit þar sem Manchester City bíður.
Bayern var ekki lengi að finna eftirmann Nagelsmann en hinn 49 ára gamli Tuchel var staðfestur sem nýr þjálfari liðsins strax í dag.
Thomas Tuchel erhält einen Vertrag bis zum 30.6.2025 und wird am Montag erstmals das Training leiten. pic.twitter.com/KojjLFG3pW
— FC Bayern München (@FCBayern) March 24, 2023
Tuchel hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Chelsea fyrr á þessari leiktíð. Hann tók við liðinu árið 2021 og gerði það að Evrópumeisturum sama ár. Hann hefur áður stýrt liðum á borð við Dortmund og Paris Saint-Germain.