Að taka ekki næsta skref Eyrún B. Valsdóttir skrifar 24. mars 2023 15:00 Nokkur umræða hefur spunnist í kringum fyrirhugaða lokun upplýsinga- og ráðgjafarvefjarins Næsta skref.is. Sú ákvörðun að loka vefnum var öllum sem að komu erfið enda er hann í mikilli notkun meðal almennings, hjá símenntunarmiðstöðvum og innan formlega skólakerfisins. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur allt frá upphafi verkefnisins 2013 haldið vefnum úti, en síðastliðin tvö ár meira af vilja en getu, eftir að fjárframlag til rekstursins kláraðist með öllu haustið 2021. Að halda úti alhliða upplýsingavef um störf og námsleiðir á Íslandi er nefnilega ekkert áhlaupsverk. Þar þarf að koma til ákveðin langtímahugsun, gæðatrygging á efni, reglulegar uppfærslur á notendaviðmóti og skipulegt samstarf atvinnulífs og menntakerfis. Slíkt kostar einfaldlega vinnu og peninga. Óánægjuraddir vegna lokunar Næsta skrefs eru skiljanlegar. Vefurinn er til dæmis eitt lykilverkfæra í náms- og starfsráðgjöf auk þess sem tækifærin til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Þar má bæði njóta góðs af því að tæknin, sem var ákveðinn fjötur um fót í upphafi, vinnur nú með okkur sem og reynslu nágrannaþjóða í þessum efnum sem margt má læra af. Stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var þungbært að taka þá ákvörðun að loka vefnum. Að halda honum úti ár eftir ár með lágmarkstilkostnaði er hins vegar jafn afleit niðurstaða til lengri tíma litið. Ekki er nema vika síðan fyrstu tillögur varðandi nauðsynlegar endurbætur á vefnum voru lagðar fram auk hugmynda um mikið breytt notendaviðmót sem myndi skapa Næstaskref.is sérstöðu á meðal slíkra vefsvæða. Við höfum lengi kallað eftir aðkomu hins opinbera að framþróun þessa vefjar. Áhugann hefur ekki vantað, tækifærin eru augljós, fyrirmyndirnar víða um heim og notendahópurinn þegar til staðar. Biðin eftir svörum er þó orðin nokkuð löng og því sá stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sig knúna til að ákveða lokun. Líkt og segir í niðurlagi tilkynningar vegna þessa, sem fór til hlutaðeigandi aðila, er hins vegar von okkar allra að sjálfsögðu sú að úr rætist þannig að aðgengi að réttum og viðeigandi upplýsingum um nám og störf verði áfram í boði fyrir nemendur, foreldra og ráðgjafa hvort sem það verður gert með áframhaldandi rekstri og þróun Næsta skrefs eða með því að leita annarra sambærilegra leiða. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist í kringum fyrirhugaða lokun upplýsinga- og ráðgjafarvefjarins Næsta skref.is. Sú ákvörðun að loka vefnum var öllum sem að komu erfið enda er hann í mikilli notkun meðal almennings, hjá símenntunarmiðstöðvum og innan formlega skólakerfisins. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur allt frá upphafi verkefnisins 2013 haldið vefnum úti, en síðastliðin tvö ár meira af vilja en getu, eftir að fjárframlag til rekstursins kláraðist með öllu haustið 2021. Að halda úti alhliða upplýsingavef um störf og námsleiðir á Íslandi er nefnilega ekkert áhlaupsverk. Þar þarf að koma til ákveðin langtímahugsun, gæðatrygging á efni, reglulegar uppfærslur á notendaviðmóti og skipulegt samstarf atvinnulífs og menntakerfis. Slíkt kostar einfaldlega vinnu og peninga. Óánægjuraddir vegna lokunar Næsta skrefs eru skiljanlegar. Vefurinn er til dæmis eitt lykilverkfæra í náms- og starfsráðgjöf auk þess sem tækifærin til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Þar má bæði njóta góðs af því að tæknin, sem var ákveðinn fjötur um fót í upphafi, vinnur nú með okkur sem og reynslu nágrannaþjóða í þessum efnum sem margt má læra af. Stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var þungbært að taka þá ákvörðun að loka vefnum. Að halda honum úti ár eftir ár með lágmarkstilkostnaði er hins vegar jafn afleit niðurstaða til lengri tíma litið. Ekki er nema vika síðan fyrstu tillögur varðandi nauðsynlegar endurbætur á vefnum voru lagðar fram auk hugmynda um mikið breytt notendaviðmót sem myndi skapa Næstaskref.is sérstöðu á meðal slíkra vefsvæða. Við höfum lengi kallað eftir aðkomu hins opinbera að framþróun þessa vefjar. Áhugann hefur ekki vantað, tækifærin eru augljós, fyrirmyndirnar víða um heim og notendahópurinn þegar til staðar. Biðin eftir svörum er þó orðin nokkuð löng og því sá stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sig knúna til að ákveða lokun. Líkt og segir í niðurlagi tilkynningar vegna þessa, sem fór til hlutaðeigandi aðila, er hins vegar von okkar allra að sjálfsögðu sú að úr rætist þannig að aðgengi að réttum og viðeigandi upplýsingum um nám og störf verði áfram í boði fyrir nemendur, foreldra og ráðgjafa hvort sem það verður gert með áframhaldandi rekstri og þróun Næsta skrefs eða með því að leita annarra sambærilegra leiða. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun