Hefði verið betra að fá þyrluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. mars 2023 11:56 Frá sinubrunanum í Straumsvík í gær. Vísir/egill Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær. Eldsins í Straumsvík í Hafnarfirði varð vart upp úr hádegi í gær og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Finnur Hilmarsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum fram á kvöld. Hann segir sinubrunnan gríðarumfangsmikinn, tugir ef ekki hundrað hektarar séu undir, og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Svokölluð varnarlína var lögð suðvestan við hraunið í gær til að hefta framgang brunans, sem Finnur segir að slökkvilið hafi náð utan um. Sex menn standi vaktina í dag. „Og þeir eru þá að fara um hraunið og eru að slökkva í sinupollum sem eru þarna en þetta er rosalega erfitt yfirferðar þannig að það er í raun bara verið að bíða og fylgjast með þessu, sjá hver þróunin verður, og vonandi að þetta slokkni bara af sjálfu sér,“ segir Finnur. Hefði að sjálfsögðu hjálpað Slökkvilið reiknar með að fá betra yfirlit yfir stöðuna með hjálp dróna frá sérsveit ríkislögreglustjóra í dag. Þá var í gær óskað eftir því að fá þyrlu með skjólu til slökkvistarfa en ekki var hægt að verða við þeirri beiðni. „Það er ein þyrla gæslunnar sem er með krók sem getur tekið þessa skjólu og hún er í viðgerð, eftir þeim upplýsingum sem ég fékk.“ Er það áhyggjuefni? Hefðuð þið viljað fá hana? Hefði það hjálpað? „Að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Hvort það sé áhyggjuefni, ég veit það ekki, en jú að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Annars hefðum við ekki óskað eftir því. Þannig að það hefði klárlega komið að góðum notum, sérstaklega í svona hrauni og landslagi sem er mjög erfitt yfirferðar, bæði fyrir fótgangandi og á farartækjum.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil og Finnur biðlar því til fólks að fara gætilega. „Allur jarðvegur og landslag núna er rosalega þurrt og viðkvæmt þannig að við biðjum fólk um að fara extra varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í gær að allir sem kæmu að málinu væru miður sín. Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28 Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09 Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Eldsins í Straumsvík í Hafnarfirði varð vart upp úr hádegi í gær og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Finnur Hilmarsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum fram á kvöld. Hann segir sinubrunnan gríðarumfangsmikinn, tugir ef ekki hundrað hektarar séu undir, og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Svokölluð varnarlína var lögð suðvestan við hraunið í gær til að hefta framgang brunans, sem Finnur segir að slökkvilið hafi náð utan um. Sex menn standi vaktina í dag. „Og þeir eru þá að fara um hraunið og eru að slökkva í sinupollum sem eru þarna en þetta er rosalega erfitt yfirferðar þannig að það er í raun bara verið að bíða og fylgjast með þessu, sjá hver þróunin verður, og vonandi að þetta slokkni bara af sjálfu sér,“ segir Finnur. Hefði að sjálfsögðu hjálpað Slökkvilið reiknar með að fá betra yfirlit yfir stöðuna með hjálp dróna frá sérsveit ríkislögreglustjóra í dag. Þá var í gær óskað eftir því að fá þyrlu með skjólu til slökkvistarfa en ekki var hægt að verða við þeirri beiðni. „Það er ein þyrla gæslunnar sem er með krók sem getur tekið þessa skjólu og hún er í viðgerð, eftir þeim upplýsingum sem ég fékk.“ Er það áhyggjuefni? Hefðuð þið viljað fá hana? Hefði það hjálpað? „Að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Hvort það sé áhyggjuefni, ég veit það ekki, en jú að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Annars hefðum við ekki óskað eftir því. Þannig að það hefði klárlega komið að góðum notum, sérstaklega í svona hrauni og landslagi sem er mjög erfitt yfirferðar, bæði fyrir fótgangandi og á farartækjum.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil og Finnur biðlar því til fólks að fara gætilega. „Allur jarðvegur og landslag núna er rosalega þurrt og viðkvæmt þannig að við biðjum fólk um að fara extra varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í gær að allir sem kæmu að málinu væru miður sín.
Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28 Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09 Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28
Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09
Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30