Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2023 13:53 Teikning listamanns af fjarreikistjörnunni VHS 1256 b. Árið þar er um tíu þúsund ára langt. NASA, ESA, CSA, J. Olmsted (STScI) Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. Síliköt eru svokallaðar steindir sem eru byggingarefni steina. Þau innihalda kísil og súrefni, tvö algengustu frumefnin í skorpu jarðarinnar sem er að mestu leyti úr sílíkötum. Steindir af þessu tagi mynda ský hátt í andrúmslofti fjarreikistjörnunnar VHS 1256 b í um fjörutíu milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því segir í grein á Stjörnufræðivefnum. VHS 1256 b er gasrisi, um nítján sinnum efnismeiri en Júpíter. Reikistjarnan er svo stór að hún jaðrar við að vera svonefndur brúnn dvergur, smá sólstjarna þar sem kjarnasamruni nær sér þó aldrei á strik. Hún gengur um tvo brúna dverga á um tíu þúsund árum, um fjórfalt fjær móðurstjörnunum en Plútó er frá sólinni okkar. Ólgandi iðustraumar bera hita upp í háloftin Þrátt fyrir fjarlægðina er hitinn þar sem sílíkatskýin fundust um 830 gráður á Celsíus. Reikistjarnan er talin aðeins um 150 milljón ára gömul, hálfgert ungbarn á stjarnfræðilegan mælikvarða, og innri hiti hennar er enn hár. Hann berst með ólgandi iðustraumum upp í efri lög lofthjúpsins á sama tíma og kaldara efni þrýstist niður. Ólgan í lofthjúpnum veldur gífurlegum birtubreytingum, þeim mestu sem reikistjörnufræðingar hafa nokkurn tímann séð í athugunum sínum. Skýin eru úr stórum og litlum sílíkataögnum. Þær fínustu eru sagðar svipaðar rykögnum í reykjarmekki en þær stærri líkist heitri gosösku eða sandi. „Stærri agnirnar gætu verið meira eins og mjög heitar og mjög smáar sandagnir,“ segir Beth Biller frá Edinborgarháskóla og meðhöfundur greinar um rannsóknina. Tilvist skýjanna er að líkindum hverful. Eftir því sem gasrisinn eldist á næstu milljörðum ára kólnar hann og breytist. Sílíkötin falla þá niður og andrúmsloftið verður heiðskírara. Litrófsgreining á lofthjúpi VHS 1256 b. Aldrei áður hafa svo margar sameindir fundist við eina athugun á fjarreikistjörnu.NASA, ESA, CSA, J. Olmsted (STScI), B. Miles (University of Ariz Skýin víkja fyrir heiðríkju Mælingar Webb-sjónaukans á VHS 1256 b eru sagðar marka tímamót. Með því að litrófsgreina ljós frá reikistjörnunni fann hann merki um vatnsgufu, metan, kolmónoxíð og koldíoxíð í lofthjúpi hennar. Þau efni hafa öll fundust áður í fjarreikistjörnum með öðrum sjónaukum en aldrei öll i einu. Yfirleitt hefur aðeins tekist að finna merki um eitt frumefni eða sameind í einu. Fjarlægð reikistjörnunar frá móðurstjörnunum auðveldaði rannsóknir á henni. Webb-sjónaukinn er næmur fyrir innrauðu ljósi eða hitageislun. Vegna þess hversu langt VHS 1256 b er frá brúnu dvergunum truflaði útgeislun þeirra ekki mælingarnar og Webb gat rannsakað hana beint í stað þess að reiða sig á óbeinar athuganir sem eru algengar í rannsóknum á fjarreikistjörnum. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Síliköt eru svokallaðar steindir sem eru byggingarefni steina. Þau innihalda kísil og súrefni, tvö algengustu frumefnin í skorpu jarðarinnar sem er að mestu leyti úr sílíkötum. Steindir af þessu tagi mynda ský hátt í andrúmslofti fjarreikistjörnunnar VHS 1256 b í um fjörutíu milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því segir í grein á Stjörnufræðivefnum. VHS 1256 b er gasrisi, um nítján sinnum efnismeiri en Júpíter. Reikistjarnan er svo stór að hún jaðrar við að vera svonefndur brúnn dvergur, smá sólstjarna þar sem kjarnasamruni nær sér þó aldrei á strik. Hún gengur um tvo brúna dverga á um tíu þúsund árum, um fjórfalt fjær móðurstjörnunum en Plútó er frá sólinni okkar. Ólgandi iðustraumar bera hita upp í háloftin Þrátt fyrir fjarlægðina er hitinn þar sem sílíkatskýin fundust um 830 gráður á Celsíus. Reikistjarnan er talin aðeins um 150 milljón ára gömul, hálfgert ungbarn á stjarnfræðilegan mælikvarða, og innri hiti hennar er enn hár. Hann berst með ólgandi iðustraumum upp í efri lög lofthjúpsins á sama tíma og kaldara efni þrýstist niður. Ólgan í lofthjúpnum veldur gífurlegum birtubreytingum, þeim mestu sem reikistjörnufræðingar hafa nokkurn tímann séð í athugunum sínum. Skýin eru úr stórum og litlum sílíkataögnum. Þær fínustu eru sagðar svipaðar rykögnum í reykjarmekki en þær stærri líkist heitri gosösku eða sandi. „Stærri agnirnar gætu verið meira eins og mjög heitar og mjög smáar sandagnir,“ segir Beth Biller frá Edinborgarháskóla og meðhöfundur greinar um rannsóknina. Tilvist skýjanna er að líkindum hverful. Eftir því sem gasrisinn eldist á næstu milljörðum ára kólnar hann og breytist. Sílíkötin falla þá niður og andrúmsloftið verður heiðskírara. Litrófsgreining á lofthjúpi VHS 1256 b. Aldrei áður hafa svo margar sameindir fundist við eina athugun á fjarreikistjörnu.NASA, ESA, CSA, J. Olmsted (STScI), B. Miles (University of Ariz Skýin víkja fyrir heiðríkju Mælingar Webb-sjónaukans á VHS 1256 b eru sagðar marka tímamót. Með því að litrófsgreina ljós frá reikistjörnunni fann hann merki um vatnsgufu, metan, kolmónoxíð og koldíoxíð í lofthjúpi hennar. Þau efni hafa öll fundust áður í fjarreikistjörnum með öðrum sjónaukum en aldrei öll i einu. Yfirleitt hefur aðeins tekist að finna merki um eitt frumefni eða sameind í einu. Fjarlægð reikistjörnunar frá móðurstjörnunum auðveldaði rannsóknir á henni. Webb-sjónaukinn er næmur fyrir innrauðu ljósi eða hitageislun. Vegna þess hversu langt VHS 1256 b er frá brúnu dvergunum truflaði útgeislun þeirra ekki mælingarnar og Webb gat rannsakað hana beint í stað þess að reiða sig á óbeinar athuganir sem eru algengar í rannsóknum á fjarreikistjörnum.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira