Alþingi ályktar að hungursneyðin í Úkraínu hafi verið hópmorð Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. mars 2023 12:50 Minnisvarði sem reistur var til minningar um þau sem létu lífið í hungursneyðinni. Getty/Andre Luis Alves Alþingi samþykkti nú í morgun þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932-1933 hafi verið hópmorð. Þingsályktunartillagan var samþykkt samhljóða en á þriðja tug þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum voru meðflutningsmenn á málinu. Diljá Mist sagðist hrærð eftir atkvæðagreiðsluna. „Ég er virkilega hrærð yfir samstöðu okkar alþingismanna í þessu máli. Taflan er alveg sérstaklega falleg á að líta í dag og ég er virkilega stolt af okkur alþingismönnum hvernig við höfum svarað ákalli Úkraínumanna, verið samstiga með að setja þetta mál í forgang og senda með því skýr skilaboð, skilaboð um hörmulega atburði í mannkynssögunni og að við höfnum tilraunum þjóða sem reyna endurskrifa og endurskilgreina söguna. Með því reynum við að vekja athygli á þessum atburðum og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.“ Hungursneyðin sem nefnist Holodomor varð á valdatíma Stalíns í sóvétríkjunum og dró milljónir úkraínumanna til dauða en þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. Hópmorð eru skilgreind sem verknaðir framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum. Til slíkra verknaða teljast morð á einstaklingum úr viðkomandi hópi, veiting alvarlegra líkamlegra eða andlegra áverka, vísvitandi skerðing á lífsskilyrðum hópsins sem miðar að útrýmingu hans í heild eða að hluta, vísvitandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum eða flutningur barna með valdi úr hópnum til annars hóps. Alþingi Úkraína Utanríkismál Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Fleiri fréttir Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Sjá meira
Þingsályktunartillagan var samþykkt samhljóða en á þriðja tug þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum voru meðflutningsmenn á málinu. Diljá Mist sagðist hrærð eftir atkvæðagreiðsluna. „Ég er virkilega hrærð yfir samstöðu okkar alþingismanna í þessu máli. Taflan er alveg sérstaklega falleg á að líta í dag og ég er virkilega stolt af okkur alþingismönnum hvernig við höfum svarað ákalli Úkraínumanna, verið samstiga með að setja þetta mál í forgang og senda með því skýr skilaboð, skilaboð um hörmulega atburði í mannkynssögunni og að við höfnum tilraunum þjóða sem reyna endurskrifa og endurskilgreina söguna. Með því reynum við að vekja athygli á þessum atburðum og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.“ Hungursneyðin sem nefnist Holodomor varð á valdatíma Stalíns í sóvétríkjunum og dró milljónir úkraínumanna til dauða en þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. Hópmorð eru skilgreind sem verknaðir framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum. Til slíkra verknaða teljast morð á einstaklingum úr viðkomandi hópi, veiting alvarlegra líkamlegra eða andlegra áverka, vísvitandi skerðing á lífsskilyrðum hópsins sem miðar að útrýmingu hans í heild eða að hluta, vísvitandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum eða flutningur barna með valdi úr hópnum til annars hóps.
Alþingi Úkraína Utanríkismál Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Fleiri fréttir Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Sjá meira