Staðan í makrílviðræðunum Svandís Svavarsdóttir skrifar 22. mars 2023 14:00 Í næstu viku fer fram fundur strandríkja þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu makríls. Stíft hefur verið fundað undanfarið ár undir forystu Breta en þrátt fyrir það hefur lítið miðað áfram. Ísland hefur lagt sig fram um að sýna sveigjanleika og ríkan samningsvilja því að markmið stjórnvalda er að stunda sjálfbærar veiðar úr öllum nytjastofnum. Mikilvægt er að samkomulag um stjórn makrílveiða innihaldi öll strandríki því einungis þannig má stöðva þá ofveiði sem viðgengist hefur úr stofninum allt of lengi. Hlutasamkomulagið sem gert var milli Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja árið 2014 var því í raun marklaust þar sem það innihélt ekki öll strandríkin og hafði því ekki tilætlaðan árangur að koma í veg fyrir ofveiði. Hafi staðan þótt flókin á þeim tíma, þá er hún síst einfaldari nú þar sem tvö strandríki hafa bæst í hópinn, Grænland og Bretland. Marklaust hlutasamkomulag Yfirlýst markmið allra aðila er hið sama, þ.e. að ná samkomulagi sem inniheldur öll strandríkin og ná þar með settu aflamarki niður í 100% af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Við erum langt frá því að ná því markmiði en einhliða setja ríkin sér nú aflamark sem nemur ríflega 130% af vísindalegri ráðgjöf. Bitur raunveruleikinn er því sá að markmiðið um sjálfbæra nýtingu næst eingöngu ef allir hlutaðeigendur eru tilbúnir til að slá af núverandi kröfugerð. Hlutdeildarkrafa Íslands í makrílstofninum er vel rökstudd; byggð á viðurkenndum vísindalegum gögnum og sett saman í samræmi við ákvæði Úthafsveiðisamnings og Hafréttarsáttmála SÞ. Tilkallið er mikilvægt en það er ábyrg samvinna þjóðanna í fiskveiðum á NA-Atlantshafi einnig. Nýverið kynnti Ísland tillögu að ábyrgri skiptingu þar sem krafa Íslands var lækkuð til þess að reyna að ná samkomulagi. Með því steig Ísland stórt skref til að sýna bæði í orði og á borði hversu mikilvæg sjálfbær nýting er okkur. Því miður hafa önnur strandríki ekki treyst sér til þess að stíga sambærileg skref og því ber mikið á milli. Vegna þessa er ekki ástæða til mikillar bjartsýni um að samkomulag náist í London í næstu viku. Ísland mun ekki axla eitt ábyrgð Þrátt fyrir það þá mun Ísland áfram mæta til leiks með það að markmiði að reyna til hins ítrasta að ná samningum. Þessi langdregna deila má ekki varpa skugga á þá staðreynd að ríkin sem hér mætast við samningaborðið eru í grundvallaratriðum sammála um ábyrga fiskveiðistjórnun og umgengni við náttúruauðlindir. Ísland mun hinsvegar ekki eitt axla ábyrgð. Þó að Ísland hafi tekið marktækt skref í að lækka sína kröfu þá dugar það skammt vegna þess að þrátt fyrir allt er Ísland lítið ríki í makríl. Stærri ríkin hafa aukið mjög kröfur sínar á undanförnum árum og því hlýtur að vera eðlilegt að búast við að þau fylgi fordæmi Íslands og slái af sínum ítrustu kröfum. Í ljósi þess að ástand makrílsstofnsins fer nú versnandi samkvæmt mati vísindamanna er brýnt að sanngjarnt samkomulag náist milli allra strandríkjanna sem allra fyrst því einungis þannig er hægt að tryggja viðgang stofnsins og sjálfbærra veiða til framtíðar. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Í næstu viku fer fram fundur strandríkja þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu makríls. Stíft hefur verið fundað undanfarið ár undir forystu Breta en þrátt fyrir það hefur lítið miðað áfram. Ísland hefur lagt sig fram um að sýna sveigjanleika og ríkan samningsvilja því að markmið stjórnvalda er að stunda sjálfbærar veiðar úr öllum nytjastofnum. Mikilvægt er að samkomulag um stjórn makrílveiða innihaldi öll strandríki því einungis þannig má stöðva þá ofveiði sem viðgengist hefur úr stofninum allt of lengi. Hlutasamkomulagið sem gert var milli Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja árið 2014 var því í raun marklaust þar sem það innihélt ekki öll strandríkin og hafði því ekki tilætlaðan árangur að koma í veg fyrir ofveiði. Hafi staðan þótt flókin á þeim tíma, þá er hún síst einfaldari nú þar sem tvö strandríki hafa bæst í hópinn, Grænland og Bretland. Marklaust hlutasamkomulag Yfirlýst markmið allra aðila er hið sama, þ.e. að ná samkomulagi sem inniheldur öll strandríkin og ná þar með settu aflamarki niður í 100% af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Við erum langt frá því að ná því markmiði en einhliða setja ríkin sér nú aflamark sem nemur ríflega 130% af vísindalegri ráðgjöf. Bitur raunveruleikinn er því sá að markmiðið um sjálfbæra nýtingu næst eingöngu ef allir hlutaðeigendur eru tilbúnir til að slá af núverandi kröfugerð. Hlutdeildarkrafa Íslands í makrílstofninum er vel rökstudd; byggð á viðurkenndum vísindalegum gögnum og sett saman í samræmi við ákvæði Úthafsveiðisamnings og Hafréttarsáttmála SÞ. Tilkallið er mikilvægt en það er ábyrg samvinna þjóðanna í fiskveiðum á NA-Atlantshafi einnig. Nýverið kynnti Ísland tillögu að ábyrgri skiptingu þar sem krafa Íslands var lækkuð til þess að reyna að ná samkomulagi. Með því steig Ísland stórt skref til að sýna bæði í orði og á borði hversu mikilvæg sjálfbær nýting er okkur. Því miður hafa önnur strandríki ekki treyst sér til þess að stíga sambærileg skref og því ber mikið á milli. Vegna þessa er ekki ástæða til mikillar bjartsýni um að samkomulag náist í London í næstu viku. Ísland mun ekki axla eitt ábyrgð Þrátt fyrir það þá mun Ísland áfram mæta til leiks með það að markmiði að reyna til hins ítrasta að ná samningum. Þessi langdregna deila má ekki varpa skugga á þá staðreynd að ríkin sem hér mætast við samningaborðið eru í grundvallaratriðum sammála um ábyrga fiskveiðistjórnun og umgengni við náttúruauðlindir. Ísland mun hinsvegar ekki eitt axla ábyrgð. Þó að Ísland hafi tekið marktækt skref í að lækka sína kröfu þá dugar það skammt vegna þess að þrátt fyrir allt er Ísland lítið ríki í makríl. Stærri ríkin hafa aukið mjög kröfur sínar á undanförnum árum og því hlýtur að vera eðlilegt að búast við að þau fylgi fordæmi Íslands og slái af sínum ítrustu kröfum. Í ljósi þess að ástand makrílsstofnsins fer nú versnandi samkvæmt mati vísindamanna er brýnt að sanngjarnt samkomulag náist milli allra strandríkjanna sem allra fyrst því einungis þannig er hægt að tryggja viðgang stofnsins og sjálfbærra veiða til framtíðar. Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar