Ederson: Miklir möguleikar á því að Ancelotti þjálfi Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 11:00 Ederson fær kannski að verða aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins ef Carlo Ancelotti tekur við. AP/David Cliff Markvörður Manchester City vill að Real Madrid detti sem fyrst út úr Meistaradeildinni en ástæðan er þó ekki að hann vilji ekki mæta Real Madrid í keppninni. Ederson er nú staddur í landsliðsverkefni með Brasilíu og Brasilíumenn eru mikið að velta því fyrir sér hvaða þjálfari muni taka við liðinu. Ederson trúir því að möguleikarnir á því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, taki við brasilíska landsliðinu aukist verulega takist Real Madrid ekki að vinna Meistaradeildina annað árið í röð. Ederson: I spoke to Casemiro, Vinicius and Militão there's a big possibility that Carlo Ancelotti is gonna become the new coach of Brazil . #Brazil We will try to eliminate Real Madrid so that Ancelotti can come to Brazil as quick as possible! , he added smiling. pic.twitter.com/Kx87b3reaa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 22, 2023 Það breytir þó ekki því að hinn 63 ára gamli Ancelotti er með samning við Real Madrid út næsta tímabil og brasilíska knattspyrnusambandið hefur staðfastlega neitað því að hafa náð samkomulagi við ítalska þjálfarann. „Ég var að ræða þetta við Casemiro, Vinicius Junior og [Eder] Militao. Það eru miklir möguleikar á því að Carlo Ancelotti komi og þjálfi Brasilíu,“ sagði Ederson á blaðamannafundi brasilíska landsliðsins. Brasilíumenn eru enn að leita að framtíðarþjálfar landsliðsins þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan að Tite hætti með liðið eftir að Brasilíumenn duttu út úr átta liða úrslitum á HM í Katar. Tite var þjálfari brasilíska landsliðsins í sex og hálft ár. The uncertainty over who will become Brazil's next coach has caused anxiety among the squad, goalkeeper Ederson said, adding that he and his team mates had discussed the "big possibility" of Carlo Ancelotti taking the top job. https://t.co/Brgdy55REj— Reuters Sports (@ReutersSports) March 22, 2023 Ederson sagði enn fremur að hann og liðsfélagar hans í landsliðinu sjái Ancelotti sem einstakan þjálfara og að allir í liðinu kunni vel við hann. Svo spillar ekki fyrir að hann hefur verið titlaóður á sínum ferli. „Sjáið bara afrekaskrána hans. Við munum komast fljótt að því hvort hann komi hingað eða ekki,“ sagði Ederson. „Ég vona að við fáum nýjan þjálfara sem fyrst. Það er eftirvænting hér af því að það eru of miklar vangaveltur í gangi. Verður það Brasilíumaður eða erlendur þjálfari? Við erum líka að upplifa þessa óvissu,“ sagði Ederson. Brasilíska landsliðið hefur ekki verið með erlendan þjálfara í meira en fimmtíu ár. HM 2026 í fótbolta Brasilía Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Fleiri fréttir Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Sjá meira
Ederson er nú staddur í landsliðsverkefni með Brasilíu og Brasilíumenn eru mikið að velta því fyrir sér hvaða þjálfari muni taka við liðinu. Ederson trúir því að möguleikarnir á því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, taki við brasilíska landsliðinu aukist verulega takist Real Madrid ekki að vinna Meistaradeildina annað árið í röð. Ederson: I spoke to Casemiro, Vinicius and Militão there's a big possibility that Carlo Ancelotti is gonna become the new coach of Brazil . #Brazil We will try to eliminate Real Madrid so that Ancelotti can come to Brazil as quick as possible! , he added smiling. pic.twitter.com/Kx87b3reaa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 22, 2023 Það breytir þó ekki því að hinn 63 ára gamli Ancelotti er með samning við Real Madrid út næsta tímabil og brasilíska knattspyrnusambandið hefur staðfastlega neitað því að hafa náð samkomulagi við ítalska þjálfarann. „Ég var að ræða þetta við Casemiro, Vinicius Junior og [Eder] Militao. Það eru miklir möguleikar á því að Carlo Ancelotti komi og þjálfi Brasilíu,“ sagði Ederson á blaðamannafundi brasilíska landsliðsins. Brasilíumenn eru enn að leita að framtíðarþjálfar landsliðsins þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan að Tite hætti með liðið eftir að Brasilíumenn duttu út úr átta liða úrslitum á HM í Katar. Tite var þjálfari brasilíska landsliðsins í sex og hálft ár. The uncertainty over who will become Brazil's next coach has caused anxiety among the squad, goalkeeper Ederson said, adding that he and his team mates had discussed the "big possibility" of Carlo Ancelotti taking the top job. https://t.co/Brgdy55REj— Reuters Sports (@ReutersSports) March 22, 2023 Ederson sagði enn fremur að hann og liðsfélagar hans í landsliðinu sjái Ancelotti sem einstakan þjálfara og að allir í liðinu kunni vel við hann. Svo spillar ekki fyrir að hann hefur verið titlaóður á sínum ferli. „Sjáið bara afrekaskrána hans. Við munum komast fljótt að því hvort hann komi hingað eða ekki,“ sagði Ederson. „Ég vona að við fáum nýjan þjálfara sem fyrst. Það er eftirvænting hér af því að það eru of miklar vangaveltur í gangi. Verður það Brasilíumaður eða erlendur þjálfari? Við erum líka að upplifa þessa óvissu,“ sagði Ederson. Brasilíska landsliðið hefur ekki verið með erlendan þjálfara í meira en fimmtíu ár.
HM 2026 í fótbolta Brasilía Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Fleiri fréttir Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Sjá meira