Gunnar fer yfir sigur helgarinnar: „Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 23:00 Gaman saman. Jeff Bottari/Getty Images Gunnar Nelson vann Bryan Barbarena örugglega á laugardagskvöld þegar þeir mættust í búrinu í UFC 286. Þeir virtust ná ágætlega saman en það er ekki oft sem menn fara að hlægja á meðan þeir eru að keppa í UFC. Gunnar Nelson var ekki lengi að koma sér heim eftir frækinn sigur í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld þar sem UFC 286 fór fram. Í dag, mánudag, var hann mættur í „dagvinnuna“ sína í Mjölni eins og kom fram á Stöð 2 og Vísi fyrr í kvöld. Þá er Gunnar búinn að fara yfir bardagann með teymi sínu. Var það innslag nýjasta þáttar af „The Grind“ en þar mátti fylgjast með Gunnari í aðdraganda bardagans og svo nú að bardaga loknum. „Hann er alltaf með þessa, ekki stress en hálfvandræðalega orku í byrjun. Maður á erfitt með að átta sig á fjarlægð og tímasetningu,“ sagði Gunnar um upphaf bardagans gegn Bryan Barberena. Það tók Gunnar greinilega ekki það langan tíma að reikna allt út þar sem hann kláraði Barberena strax í 1. lotu. „Um leið og ég næ honum niður fer ég í hring svo ég sé upp við búrið. Það er mjög sterk staða að vera í. Ef hann er við búrið þá er auðveldara fyrir hann að komast upp.“ „Þarna byrjar hann að pota í mig, ég horfði á hann og fannst það fyndið. Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig. Hann fer að hlæja, ég fer að hlæja og það lætur hann hlæja meira.“ Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Gunnar á ensku fara yfir bardagann skref fyrir skref. The Grind with Gunnar Nelson: Gunnar Nelson Breaks Down His Latest Victory Against Bryan Barberena from Mjolnir MMA on Vimeo. MMA Tengdar fréttir Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19. mars 2023 23:30 Conor McGregor hrósar Gunnari í hástert: „Einn sá besti sem ég hef kynnst“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann góðan sigur er hann mætti aftur í hringinn gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í O2 höllinni í London í gærkvöldi. 19. mars 2023 10:30 Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 18. mars 2023 22:43 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Gunnar Nelson var ekki lengi að koma sér heim eftir frækinn sigur í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld þar sem UFC 286 fór fram. Í dag, mánudag, var hann mættur í „dagvinnuna“ sína í Mjölni eins og kom fram á Stöð 2 og Vísi fyrr í kvöld. Þá er Gunnar búinn að fara yfir bardagann með teymi sínu. Var það innslag nýjasta þáttar af „The Grind“ en þar mátti fylgjast með Gunnari í aðdraganda bardagans og svo nú að bardaga loknum. „Hann er alltaf með þessa, ekki stress en hálfvandræðalega orku í byrjun. Maður á erfitt með að átta sig á fjarlægð og tímasetningu,“ sagði Gunnar um upphaf bardagans gegn Bryan Barberena. Það tók Gunnar greinilega ekki það langan tíma að reikna allt út þar sem hann kláraði Barberena strax í 1. lotu. „Um leið og ég næ honum niður fer ég í hring svo ég sé upp við búrið. Það er mjög sterk staða að vera í. Ef hann er við búrið þá er auðveldara fyrir hann að komast upp.“ „Þarna byrjar hann að pota í mig, ég horfði á hann og fannst það fyndið. Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig. Hann fer að hlæja, ég fer að hlæja og það lætur hann hlæja meira.“ Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Gunnar á ensku fara yfir bardagann skref fyrir skref. The Grind with Gunnar Nelson: Gunnar Nelson Breaks Down His Latest Victory Against Bryan Barberena from Mjolnir MMA on Vimeo.
MMA Tengdar fréttir Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19. mars 2023 23:30 Conor McGregor hrósar Gunnari í hástert: „Einn sá besti sem ég hef kynnst“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann góðan sigur er hann mætti aftur í hringinn gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í O2 höllinni í London í gærkvöldi. 19. mars 2023 10:30 Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 18. mars 2023 22:43 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19. mars 2023 23:30
Conor McGregor hrósar Gunnari í hástert: „Einn sá besti sem ég hef kynnst“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann góðan sigur er hann mætti aftur í hringinn gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í O2 höllinni í London í gærkvöldi. 19. mars 2023 10:30
Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 18. mars 2023 22:43