Lýsa yfir áhyggjum af vegferð lögreglunnar Árni Sæberg skrifar 20. mars 2023 18:29 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. vísir/Vilhelm Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt ályktun þar sem hún fordæmir að enn einn blaðamaðurinn hafi hlotið stöðu sakbornings í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Stjórn BÍ samþykkti ályktunina í kjölfar þess að Inga Frey Vilhjálmssyni, blaðamanni á Heimildinni, var tilkynnt að hann hefði hlotið stöðu sakbornings og að hann skyldi mæta í skýrslutöku hjá lögreglu. „Stjórn Blaðamannafélagsins fordæmir að enn einn blaðamaðurinn, í þetta sinn Ingi Freyr Vilhjálmsson, hljóti stöðu sakbornings í tengslum við Samherjamálið, fyrir það eitt að sinna störfum sínum. Samkvæmt upplýsingum sem Ingi Freyr fékk hjá lögreglu við skýrslutöku fyrir fáeinum dögum er sakarefnið það eitt að hann var viðtakandi tölvupósts,“ segir í ályktuninni. Þá lýsir stjórnin jafnframt yfir miklum áhyggjum af þeirri vegferð sem lögreglan virðist vera á, að það sé nú talið mögulega saknæmt athæfi að taka á móti tölvupóstum eða hvers kyns upplýsingum. „Það er einmitt kjarninn í vinnu hvers blaðamanns: Að taka á móti upplýsingum, meta trúverðugleika þeirra og fréttagildi í þágu almennings.“ Ákvörðun Páleyjar fáránleg Þá bendir stjórnin á fáránleika ákvörðunar Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, að veita blaðamönnum stöðu sakborninga í málinu, enda liggi ekki fyrir að þeir hafi gerst sekir um saknæmt athæfi. „Enn fremur vill Blaðamannafélagið undirstrika að störf og tjáningarfrelsi blaðamanna njóta ríkrar verndar vegna þess sérstaka hlutverks sem fjölmiðlar gegna með tilliti til opinberrar umræðu í lýðræðisríki. Því ber að gjalda varhug við íhlutun lögreglu sem kann að vera túlkuð sem afskipti af störfum blaðamanna við öflun og miðlun frétta um mikilvæg málefni,“ segir í ályktun. Töfin lýsandi fyrir vinnubrögð lögreglunnar Í frétt Heimildarinnar um mál Inga Freys segir að honum hafi ekki verið tilkynnt um stöðu sína fyrr en á dögunum, þó hann hefði haft stöðu sakbornings frá upphafi Samherjamálsins. Ástæðan hafi verið að lögreglan hefði ekki vitað að Ingi Freyr byggi á Íslandi, sem hann hefur gert frá miðju ári 2021. „Stjórn Blaðamannafélagsins telur þetta lýsandi fyrir vinnubrögð lögreglunnar á Norðurlandi eystra í þessu máli. Þau hafa einkennst af vanþekkingu en ekki síður vanvirðingu gagnvart grundvallarstörfum blaðamanna og hlutverki þeirra, sem og þeirri auknu vernd sem þeir hljóta samkvæmt lögum starfa sinna vegna. Að mati félagsins er rannsóknin í heild tilefnislaus með öllu. Hún er þó til þess gerð að skapa óvissu um lagalegan rétt blaðamanna og ótta innan stéttarinnar um að hver sem er geti hvenær sem er verið kallaður til yfirheyrslu og hlotið réttarstöðu sakbornings fyrir það eitt að fá sendan tölvupóst,“ segir í ályktuninni. Þá segir að Blaðamannafélagið telji óeðlilegt hversu lengi rannsókn málsins hafi tafist, enda hafi ríkissaksóknari sent lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra erindi þar sem óskað er eftir skýringum á töfunum. „Það er íþyngjandi fyrir alla að hafa réttarstöðu sakbornings, en fyrir blaðamenn er það sömuleiðis mikið inngrip inn í tjáningarfrelsi þeirra og störf. Þeim mun mikilvægari almannahagsmuni þarf þar af leiðandi til að réttlæta slíkt inngrip. Stjórn Blaðamannafélagsins krefst þess að lögreglan ljúki rannsókn sinni án frekari tafa.“ Lögreglan Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Fjölmiðlar Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Stjórn BÍ samþykkti ályktunina í kjölfar þess að Inga Frey Vilhjálmssyni, blaðamanni á Heimildinni, var tilkynnt að hann hefði hlotið stöðu sakbornings og að hann skyldi mæta í skýrslutöku hjá lögreglu. „Stjórn Blaðamannafélagsins fordæmir að enn einn blaðamaðurinn, í þetta sinn Ingi Freyr Vilhjálmsson, hljóti stöðu sakbornings í tengslum við Samherjamálið, fyrir það eitt að sinna störfum sínum. Samkvæmt upplýsingum sem Ingi Freyr fékk hjá lögreglu við skýrslutöku fyrir fáeinum dögum er sakarefnið það eitt að hann var viðtakandi tölvupósts,“ segir í ályktuninni. Þá lýsir stjórnin jafnframt yfir miklum áhyggjum af þeirri vegferð sem lögreglan virðist vera á, að það sé nú talið mögulega saknæmt athæfi að taka á móti tölvupóstum eða hvers kyns upplýsingum. „Það er einmitt kjarninn í vinnu hvers blaðamanns: Að taka á móti upplýsingum, meta trúverðugleika þeirra og fréttagildi í þágu almennings.“ Ákvörðun Páleyjar fáránleg Þá bendir stjórnin á fáránleika ákvörðunar Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, að veita blaðamönnum stöðu sakborninga í málinu, enda liggi ekki fyrir að þeir hafi gerst sekir um saknæmt athæfi. „Enn fremur vill Blaðamannafélagið undirstrika að störf og tjáningarfrelsi blaðamanna njóta ríkrar verndar vegna þess sérstaka hlutverks sem fjölmiðlar gegna með tilliti til opinberrar umræðu í lýðræðisríki. Því ber að gjalda varhug við íhlutun lögreglu sem kann að vera túlkuð sem afskipti af störfum blaðamanna við öflun og miðlun frétta um mikilvæg málefni,“ segir í ályktun. Töfin lýsandi fyrir vinnubrögð lögreglunnar Í frétt Heimildarinnar um mál Inga Freys segir að honum hafi ekki verið tilkynnt um stöðu sína fyrr en á dögunum, þó hann hefði haft stöðu sakbornings frá upphafi Samherjamálsins. Ástæðan hafi verið að lögreglan hefði ekki vitað að Ingi Freyr byggi á Íslandi, sem hann hefur gert frá miðju ári 2021. „Stjórn Blaðamannafélagsins telur þetta lýsandi fyrir vinnubrögð lögreglunnar á Norðurlandi eystra í þessu máli. Þau hafa einkennst af vanþekkingu en ekki síður vanvirðingu gagnvart grundvallarstörfum blaðamanna og hlutverki þeirra, sem og þeirri auknu vernd sem þeir hljóta samkvæmt lögum starfa sinna vegna. Að mati félagsins er rannsóknin í heild tilefnislaus með öllu. Hún er þó til þess gerð að skapa óvissu um lagalegan rétt blaðamanna og ótta innan stéttarinnar um að hver sem er geti hvenær sem er verið kallaður til yfirheyrslu og hlotið réttarstöðu sakbornings fyrir það eitt að fá sendan tölvupóst,“ segir í ályktuninni. Þá segir að Blaðamannafélagið telji óeðlilegt hversu lengi rannsókn málsins hafi tafist, enda hafi ríkissaksóknari sent lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra erindi þar sem óskað er eftir skýringum á töfunum. „Það er íþyngjandi fyrir alla að hafa réttarstöðu sakbornings, en fyrir blaðamenn er það sömuleiðis mikið inngrip inn í tjáningarfrelsi þeirra og störf. Þeim mun mikilvægari almannahagsmuni þarf þar af leiðandi til að réttlæta slíkt inngrip. Stjórn Blaðamannafélagsins krefst þess að lögreglan ljúki rannsókn sinni án frekari tafa.“
Lögreglan Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Fjölmiðlar Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira