Eins og lokatölur gefa til kynna var leikur dagsins ekki beint spennandi. Raunar var hann í raun búinn eftir 36 mínútur. Þá var staðan orðin 4-0 fyrir Dortmund. Raphaël Guerreiro skoraði eftir aðeins stundarfjórðung og lagði síðan upp tvö næstu mörk Dortmund.
Fyrri stoðsendingin var á Sebastian Haller eftir aðeins 17 mínútur og önnur stoðsendingin var á Marco Reus þegar rétt rúmur hálftími var liðinn. Donyell Malen skoraði svo fjórða markið áður en Davie Selke minnkaði muninn fyrir Köln áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik bættu Haller og Reus við mörkum, lokatölur 6-1 og Dortmund komið á toppinn.
DOppelter DOppelpack: pic.twitter.com/YQlabcB08l
— Borussia Dortmund (@BVB) March 18, 2023
Spennan er mikil á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en Dortmund er með 53 stig á meðan Bayern er með 52 og leik til góða. Liðin mætast svo þann 1. apríl í leik sem gæti skipt sköpum í titilbaráttunni.