„Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. mars 2023 19:34 Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir að viðræðurnar hafi ekki gengið nægilega vel. Vísir/Vilhelm Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. Viðræður Rafiðnaðarsambandsins og VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur hafa staðið yfir að undanförnu þar sem þrýst hefur verið á að endurnýja samninga sem runnu út í nóvember. Í yfirlýsingu í vikunni var greindu VM og Rafiðnaðarsambandið frá því að viðræður hafi siglt í strand. „Þessar viðræður hafa ekki gengið nægilega vel að okkar mati og það lýsir sér bara í því að við erum ekki komin með kjarasamning enn þá og staðan er ekki þannig að maður sjái einhverja lausn í sjónmáli,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Mikil vonbrigði Í grunninn vilji þau ná samningi sem sé í takt við þá sem hafa verið gerðir á almenna vinnumarkaðinum. Það hafi ekki tekist, sem sé áhyggjuefni. Viðræður við önnur orkufyrirtæki, svo sem Landsvirkjun, hafi sömuleiðis gengið hægt. Um sé að ræða skammtímasamninga sem mikilvægt sé að klára sem fyrst til að geta hafið viðræður um langtímasamning. „Meginmarkmið samningsaðila hefur verið það að hefja viðræður upp á nýtt og á meðan þetta er enn óleyst þá er það auðvitað að tefja fyrir allri slíkri vinnu. Þannig það eru auðvitað mikil vonbrigði,“ segir Kristján. Möguleiki á verkföllum Félagsfólk hefur verið boðað á fund klukkan ellefu á mánudag til þess að ræða næstu skref í viðræðunum við Orkuveituna en vonir eru bundnar við að fyrirtækið komi að samningsborðinu. Óljóst er hvað þurfi til en aðspurður um hvort komið gæti til verkfallsaðgerða segist Kristján ekki vita hvað verður. „Auðvitað er möguleiki að beita slíku en við þurfum bara að heyra það frá okkar fólki hvað það vill gera. En það er ljóst að núverandi staða mun að óbreyttu ekki ganga upp þannig það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn,“ segir Kristján. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
Viðræður Rafiðnaðarsambandsins og VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur hafa staðið yfir að undanförnu þar sem þrýst hefur verið á að endurnýja samninga sem runnu út í nóvember. Í yfirlýsingu í vikunni var greindu VM og Rafiðnaðarsambandið frá því að viðræður hafi siglt í strand. „Þessar viðræður hafa ekki gengið nægilega vel að okkar mati og það lýsir sér bara í því að við erum ekki komin með kjarasamning enn þá og staðan er ekki þannig að maður sjái einhverja lausn í sjónmáli,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Mikil vonbrigði Í grunninn vilji þau ná samningi sem sé í takt við þá sem hafa verið gerðir á almenna vinnumarkaðinum. Það hafi ekki tekist, sem sé áhyggjuefni. Viðræður við önnur orkufyrirtæki, svo sem Landsvirkjun, hafi sömuleiðis gengið hægt. Um sé að ræða skammtímasamninga sem mikilvægt sé að klára sem fyrst til að geta hafið viðræður um langtímasamning. „Meginmarkmið samningsaðila hefur verið það að hefja viðræður upp á nýtt og á meðan þetta er enn óleyst þá er það auðvitað að tefja fyrir allri slíkri vinnu. Þannig það eru auðvitað mikil vonbrigði,“ segir Kristján. Möguleiki á verkföllum Félagsfólk hefur verið boðað á fund klukkan ellefu á mánudag til þess að ræða næstu skref í viðræðunum við Orkuveituna en vonir eru bundnar við að fyrirtækið komi að samningsborðinu. Óljóst er hvað þurfi til en aðspurður um hvort komið gæti til verkfallsaðgerða segist Kristján ekki vita hvað verður. „Auðvitað er möguleiki að beita slíku en við þurfum bara að heyra það frá okkar fólki hvað það vill gera. En það er ljóst að núverandi staða mun að óbreyttu ekki ganga upp þannig það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn,“ segir Kristján.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira