Byssusýning á Stokkseyri um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. mars 2023 12:16 Páll Reynisson hjá Veiðisafninu á Stokkseyri, sem er í forsvari fyrir byssusýninguna um helgina. Sýningin er opin frá 11:00 til 18:00, laugardag og sunnudag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera í Veiðisafninu á Stokkseyri um helgina því þar stendur yfir byssusýning þar sem úrval skotvopna og búnaðar til skotveiða, ásamt sjónaukum og aukabúnaði er til sýnis. Eigandi Veiðisafnsins segir að konur séu að koma mjög öflugar inn í skotveiðina. Páll Reynisson á og rekur Veiðisafnið á Stokkseyri þar sem er mikið af uppstoppuðum dýrum af öllum gerðum og tegundum, sem hann hefur meira og minna skotið sjálfur. Sjón er sögu ríkari. Þessa helgi er byssusýning á Veiðisafninu þar sem hægt er að kynna sér allt, sem tilheyrir skotveiði á einn eða annan hátt. „Í ár er það verslunin Veiðihornið í Reykjavík, Ólafur og félagar, þeir ætla að koma og vera með okkur í fyrsta sinn og það er skemmtilegt að segja frá því að það koma hingað félagar úr skotfélaginu Skotgrund á Snæfellsnesi líka. Það eru alltaf einhverjar nýjungar á þessum sýningu, það fylgir bara straumar og stefnur í þessu eins og öðru,“ segir Páll. Páll segir mjög ánægjulegt hvað konum hefur fjölgað mikið í skotveiði og skotfimi. „Við eigum toppklassa konur í þessu eins og víða í öðru. Ég held nú að innst inni þá snúist þetta bara að kveneðlinu og veiðinni og allt það, en til dæmis í mark skytteríinu standa þær sig mjög vel, ekkert síður en karlar og í veiðinni líka. Ég held að þær komi inn í þetta á dálítið öðrum forsendum en við karldýrin,“ segir Páll. Fjölbreytt úrval af byssum eru til sýnis á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Byssusýningar Veiðisafnsins hafa verið mjög vinsælar í gegnum árin. „Já, mjög vinsælar, hér er topp mæting laugardag og sunnudag. Þetta er þó nokkur framkvæmd að setja þetta upp og halda þessu úti en það er líka gaman og fólk kemur og þá gengur þetta allt saman upp.“ En hvað er það við skotíþróttirnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Útiveran er númer eitt en það var einhvern tímann sagt hér að fugl í poka væri bónus, en það væri túrinn sem gilti, ég held dálítið í það,“ segir Páll. Páll, sem er með eitt allra glæsilegasta veiðisafn landsins á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Veiðisafnsins á Stokkseyri Árborg Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Páll Reynisson á og rekur Veiðisafnið á Stokkseyri þar sem er mikið af uppstoppuðum dýrum af öllum gerðum og tegundum, sem hann hefur meira og minna skotið sjálfur. Sjón er sögu ríkari. Þessa helgi er byssusýning á Veiðisafninu þar sem hægt er að kynna sér allt, sem tilheyrir skotveiði á einn eða annan hátt. „Í ár er það verslunin Veiðihornið í Reykjavík, Ólafur og félagar, þeir ætla að koma og vera með okkur í fyrsta sinn og það er skemmtilegt að segja frá því að það koma hingað félagar úr skotfélaginu Skotgrund á Snæfellsnesi líka. Það eru alltaf einhverjar nýjungar á þessum sýningu, það fylgir bara straumar og stefnur í þessu eins og öðru,“ segir Páll. Páll segir mjög ánægjulegt hvað konum hefur fjölgað mikið í skotveiði og skotfimi. „Við eigum toppklassa konur í þessu eins og víða í öðru. Ég held nú að innst inni þá snúist þetta bara að kveneðlinu og veiðinni og allt það, en til dæmis í mark skytteríinu standa þær sig mjög vel, ekkert síður en karlar og í veiðinni líka. Ég held að þær komi inn í þetta á dálítið öðrum forsendum en við karldýrin,“ segir Páll. Fjölbreytt úrval af byssum eru til sýnis á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Byssusýningar Veiðisafnsins hafa verið mjög vinsælar í gegnum árin. „Já, mjög vinsælar, hér er topp mæting laugardag og sunnudag. Þetta er þó nokkur framkvæmd að setja þetta upp og halda þessu úti en það er líka gaman og fólk kemur og þá gengur þetta allt saman upp.“ En hvað er það við skotíþróttirnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Útiveran er númer eitt en það var einhvern tímann sagt hér að fugl í poka væri bónus, en það væri túrinn sem gilti, ég held dálítið í það,“ segir Páll. Páll, sem er með eitt allra glæsilegasta veiðisafn landsins á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Veiðisafnsins á Stokkseyri
Árborg Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira