Telur sig loks hafa fundið móður Leonardos Da Vinci Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. mars 2023 14:30 Sjálfsmynd af Leonardo da Vinci (1452 - 1519), máluð í kringum 1510. Getty Images Ítalskur sagnfræðingur hefur leyst meira en 500 ára ráðgátu um hver var móðir endurreisnarmálarans Leonardos Da Vinci. Hún var prinsessa og þræll sem rænt var frá heimkynnum sínum í barnæsku. Leonardo Da Vinci er oft kallaður faðir endurreisnarinnar, og einn mesti snillingur mannsandans. Hann fæddist árið 1452, en í tæp 600 ár hefur móðerni snillingsins verið á huldu. Sem er öllu sjaldgæfara en að faðerni barna sé á huldu. Fáir menn mannkynssögunnar hafa verið rannsakaðir eins gaumgæfilega og Leonardo Da Vinci. Engu að síður hefur aldrei verið upplýst með óyggjandi hætti hver móðir hans var. Ýmsum kenningum hefur verið fleygt á lofti, m.a. að hún hafi verið munaðarlaus, fátæk bóndastúlka, já eða ambátt frá Norður-Afríku. Þekktasta verk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, sem hefur verið til sýnis í Louvre safninu í París frá 1797, ef frá eru skilin nokkur ár í byrjun 20. aldar þegar verkinu var rænt.Marc Piasecki/Getty Images Móðir Da Vinci var prinsessa frá Kákasus-fjöllum Á þriðjudaginn kom út á Ítalíu bókin „Bros Caterinu, móður Leonardos“, hún er eftir Carlo Vecce, sagnfræðiprófessor við háskólann í Napolí. Hann byggir hana á áralöngum rannsóknum sínum á skjölum sem ekki hafa komið fram áður, og niðurstaðan er að móðir Leonardos hafi verið prinsessa frá Kákasus-fjöllunum, sem liggja á milli Svartahafs og Kaspíahafs, en þetta svæði tilheyrir í dag Rússlandi. Tatarar, sem voru geysilega afkastamiklir þrælakaupmenn, námu hana á brott á barnsaldri, fóru með hana til Ítalíu þar sem hún var seld í þrældóm og kynlífsánauð. L'uomo vitruviano. Verk Da Vinci af hinum fullkomna manni sem hann gerði í kringum 1490.Hulton Archive/Getty Images Faðir Da Vinci leysti barnsmóður sína úr ánauð Gögnin sýna að Caterina var í eigu heldri frúar að nafni Monna Ginevra, en þau benda til þess að Caterina hafi verið frilla lögfræðings og lögbókanda í Flórens, manns að nafni Piero da Vinci, sem hálfu ári eftir fæðingu Leonardos, skrifaði upp á lausnarbréf fyrir barnsmóður sína. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Flórens, sagði sagnfræðiprófessorinn að hann hefði í raun lagt sig fram um að afsanna að móðir Leonardos hefði verið ambátt, en á endanum hafi hann gefist upp fyrir öllum þeim fjölda vísbendinga og skjala sem hann fann og staðfestu að í raun hafi móðir hans verið ambátt. Þá hafi lausnarskjal Caterinu verið uppfullt af villum og mistökum, sem bendi til þess að lögbókarinn, og faðir Leonardos, hafi verið yfir sig stressaður þegar hann útbjó skjalið, en þung viðurlög lágu við því á þessum tíma að barna þræla annars fólks. Ítalía Menning Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira
Leonardo Da Vinci er oft kallaður faðir endurreisnarinnar, og einn mesti snillingur mannsandans. Hann fæddist árið 1452, en í tæp 600 ár hefur móðerni snillingsins verið á huldu. Sem er öllu sjaldgæfara en að faðerni barna sé á huldu. Fáir menn mannkynssögunnar hafa verið rannsakaðir eins gaumgæfilega og Leonardo Da Vinci. Engu að síður hefur aldrei verið upplýst með óyggjandi hætti hver móðir hans var. Ýmsum kenningum hefur verið fleygt á lofti, m.a. að hún hafi verið munaðarlaus, fátæk bóndastúlka, já eða ambátt frá Norður-Afríku. Þekktasta verk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, sem hefur verið til sýnis í Louvre safninu í París frá 1797, ef frá eru skilin nokkur ár í byrjun 20. aldar þegar verkinu var rænt.Marc Piasecki/Getty Images Móðir Da Vinci var prinsessa frá Kákasus-fjöllum Á þriðjudaginn kom út á Ítalíu bókin „Bros Caterinu, móður Leonardos“, hún er eftir Carlo Vecce, sagnfræðiprófessor við háskólann í Napolí. Hann byggir hana á áralöngum rannsóknum sínum á skjölum sem ekki hafa komið fram áður, og niðurstaðan er að móðir Leonardos hafi verið prinsessa frá Kákasus-fjöllunum, sem liggja á milli Svartahafs og Kaspíahafs, en þetta svæði tilheyrir í dag Rússlandi. Tatarar, sem voru geysilega afkastamiklir þrælakaupmenn, námu hana á brott á barnsaldri, fóru með hana til Ítalíu þar sem hún var seld í þrældóm og kynlífsánauð. L'uomo vitruviano. Verk Da Vinci af hinum fullkomna manni sem hann gerði í kringum 1490.Hulton Archive/Getty Images Faðir Da Vinci leysti barnsmóður sína úr ánauð Gögnin sýna að Caterina var í eigu heldri frúar að nafni Monna Ginevra, en þau benda til þess að Caterina hafi verið frilla lögfræðings og lögbókanda í Flórens, manns að nafni Piero da Vinci, sem hálfu ári eftir fæðingu Leonardos, skrifaði upp á lausnarbréf fyrir barnsmóður sína. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Flórens, sagði sagnfræðiprófessorinn að hann hefði í raun lagt sig fram um að afsanna að móðir Leonardos hefði verið ambátt, en á endanum hafi hann gefist upp fyrir öllum þeim fjölda vísbendinga og skjala sem hann fann og staðfestu að í raun hafi móðir hans verið ambátt. Þá hafi lausnarskjal Caterinu verið uppfullt af villum og mistökum, sem bendi til þess að lögbókarinn, og faðir Leonardos, hafi verið yfir sig stressaður þegar hann útbjó skjalið, en þung viðurlög lágu við því á þessum tíma að barna þræla annars fólks.
Ítalía Menning Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira