Egill Ólafs heiðraður á Hlustendaverðlaununum Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2023 10:53 Egill Ólafsson sendi myndbandskveðju á Hlustendaverðlaununum. Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson var heiðraður á Hlustendaverðlaununum í gær. Ólafur Egilsson, sonur Egils, tók við verðlaununum og sýndi myndbandskveðju frá Agli þar sem hann þakkaði fyrir sig. Eftir það tóku Eyþór Ingi, Babies og Diddú lagasyrpu á verðlaununum Agli til heiðurs. Er hann tók við verðlaunum sagði Ólafur meðal annars frá því þegar hann var á Akureyri á bar og „utanbæjarmaður“ gekk upp að honum og spurði hvort hann væri sonur Egils. „Já,“ svaraði Ólafur. „Heldur þú að þú sért eitthvað merkilegur?“ mun maðurinn hafa spurt og svaraði Ólafur: „Nei.“ „Nei, þegi þú þá,“ segir Ólafur að maðurinn hafi sagt. Að öðru leyti sagðist Ólafur bara hafa tekið við hlýju frá fólki og sagði það heiður. Því næst las Ólafur kveðju frá föður sínum. „Góð músík ber okkur til hæðanna á vængjum sínum. Við skynjum og skiljum stærra samhengi, æðri víddir, meira samræmi, jafnvel tilgang manna. Um leið er hún eins og tær bunulækur. Okkur þyrstir sífellt í meira. Að svo mæltu langar mig að þakka fyrir mig um leið og ég þakka fyrir ykkar þarfa framtak að spila endrum og sinnum góða músík. Því þannig lærum við að skilja hismið frá kjarnanum. Höfum það laggott, gæti verið nýtt slógan fyrir útvarp sem spilar góða músík.“ Verðlaunaafhendinguna, kveðjuna og lagasyrpuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Egill Ólafsson heiðraður á Hlustendaverðlaununum Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Eftir það tóku Eyþór Ingi, Babies og Diddú lagasyrpu á verðlaununum Agli til heiðurs. Er hann tók við verðlaunum sagði Ólafur meðal annars frá því þegar hann var á Akureyri á bar og „utanbæjarmaður“ gekk upp að honum og spurði hvort hann væri sonur Egils. „Já,“ svaraði Ólafur. „Heldur þú að þú sért eitthvað merkilegur?“ mun maðurinn hafa spurt og svaraði Ólafur: „Nei.“ „Nei, þegi þú þá,“ segir Ólafur að maðurinn hafi sagt. Að öðru leyti sagðist Ólafur bara hafa tekið við hlýju frá fólki og sagði það heiður. Því næst las Ólafur kveðju frá föður sínum. „Góð músík ber okkur til hæðanna á vængjum sínum. Við skynjum og skiljum stærra samhengi, æðri víddir, meira samræmi, jafnvel tilgang manna. Um leið er hún eins og tær bunulækur. Okkur þyrstir sífellt í meira. Að svo mæltu langar mig að þakka fyrir mig um leið og ég þakka fyrir ykkar þarfa framtak að spila endrum og sinnum góða músík. Því þannig lærum við að skilja hismið frá kjarnanum. Höfum það laggott, gæti verið nýtt slógan fyrir útvarp sem spilar góða músík.“ Verðlaunaafhendinguna, kveðjuna og lagasyrpuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Egill Ólafsson heiðraður á Hlustendaverðlaununum
Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira