Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2023 09:57 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir bersýnilegt að Pútín sé sekur um stríðsglæpi og segir Alþjóðlega sakamáladómstólinn hafa sent sterk skilaboð. AP/Alex Brandon Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. Biden sagði samkvæmt frétt BBC að þó Bandaríkin væru ekki aðilar að ICC sendi handtökuskipunin sterk skilaboð. „Hann hefur bersýnilega framið stríðsglæpi,“ sagði Biden við blaðamenn í gær. Bandaríkjamenn hafa áður sakað Pútín og hersveitir Rússlands um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Rússar hafa ekki farið leynt með að þeir hafi flutt fjölda barna frá Úkraínu og ættleitt þau til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum, jafnvel þó börnin séu ekki munaðarlaus. Yfirvöld í Rússlandi hafa sagt að verið sé að bjarga börnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Vladimír Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Yfirvöld í Rússlandi segja handtökuskipunina marklausa. Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Lvova-Belova brást við handtökuskipuninni af mikilli kaldhæðni en kallaði úkraínsku börnin „börnin okkar“. Hún hefur sjálf ættleitt minnst eitt barn frá Úkraínu. „Það er frábært að alþjóðasamfélagið kunni að meta vinnu okkar við að bjarga börnum okkar frá stríðssvæði, að við flytjum þau á brott og sköpum góðar aðstæður fyrir þau, að við umkringjum þau ástúðlegu og umhyggjuríku fólki,“ sagði Lvova-Belova samkvæmt AP fréttaveitunni. Pútín og ráðamenn í Rússlandi hafa frá því innrásin hófst í fyrra ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og úkraínska þjóðin sömuleiðis. Sagði ákvörðunina sögulega Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði ákvörðun dómaranna sögulega. Hann sagði Pútín hryðjuverkaleiðtoga sem hefði þvingað minnst sextán þúsund börn til að fara til Rússlands. Raunverulegur fjöldi barna sem Rússar hefðu rænt væri líklega mun meiri. International Criminal Court issues warrant of arrest for Putin. The historic decision, from which historical responsibility will begin. pic.twitter.com/cUW0WbeGKJ— (@ZelenskyyUa) March 17, 2023 Ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram þar sem Rússar eru ekki aðilar að Rómarsamþykktinni um stofnun ICC og Pútín er ólíklegur til að gefa sig fram við dómstólinn. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Nóg að vera mennskur BBC hefur eftir Karim Khan, saksóknara ICC, að handtökuskipunin byggi á sönnunargögnum og orðum Pútíns og Lvova-Belova. Upprunalega átti að hafa handtökuskipunina leynilega en hætt var við það með því markmiði að reyna að koma í veg fyrir frekari glæpi. „Ekki má koma fram við börn eins og ránsfeng í stríði. Það má ekki flytja þau úr landi,“ sagði Khan. „Maður þarf ekki að vera lögmaður til að sjá hve svívirðilegur þessi glæpur er. Maður þarf að vera mennskur.“ Khan benti einnig á að á sínum tíma hélt enginn að Sloban Milosevic, leiðtogi Serbíu, myndi enda í réttarhöldum fyrir stríðsglæpi í Króatíu, Bosníu og Kósóvó. Svo hafi þó farið. „Ykkur sem finnst þið geta framið glæpi í dagsbirtu og sofið vel á næturnar, ættuð kannski að skoða söguna.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Khan, þar sem hann ræðir handtökuskipanirnar og glæpi Rússa. #ICC Prosecutor #KarimAAKhanKC spoke to @France24 on the issuance of arrest warrants against Vladimir Putin and Ms. Maria Lvova-Belova. pic.twitter.com/4O9ulCJQ5i— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 18, 2023 Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Biden sagði samkvæmt frétt BBC að þó Bandaríkin væru ekki aðilar að ICC sendi handtökuskipunin sterk skilaboð. „Hann hefur bersýnilega framið stríðsglæpi,“ sagði Biden við blaðamenn í gær. Bandaríkjamenn hafa áður sakað Pútín og hersveitir Rússlands um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Rússar hafa ekki farið leynt með að þeir hafi flutt fjölda barna frá Úkraínu og ættleitt þau til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum, jafnvel þó börnin séu ekki munaðarlaus. Yfirvöld í Rússlandi hafa sagt að verið sé að bjarga börnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Vladimír Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Yfirvöld í Rússlandi segja handtökuskipunina marklausa. Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Lvova-Belova brást við handtökuskipuninni af mikilli kaldhæðni en kallaði úkraínsku börnin „börnin okkar“. Hún hefur sjálf ættleitt minnst eitt barn frá Úkraínu. „Það er frábært að alþjóðasamfélagið kunni að meta vinnu okkar við að bjarga börnum okkar frá stríðssvæði, að við flytjum þau á brott og sköpum góðar aðstæður fyrir þau, að við umkringjum þau ástúðlegu og umhyggjuríku fólki,“ sagði Lvova-Belova samkvæmt AP fréttaveitunni. Pútín og ráðamenn í Rússlandi hafa frá því innrásin hófst í fyrra ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og úkraínska þjóðin sömuleiðis. Sagði ákvörðunina sögulega Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði ákvörðun dómaranna sögulega. Hann sagði Pútín hryðjuverkaleiðtoga sem hefði þvingað minnst sextán þúsund börn til að fara til Rússlands. Raunverulegur fjöldi barna sem Rússar hefðu rænt væri líklega mun meiri. International Criminal Court issues warrant of arrest for Putin. The historic decision, from which historical responsibility will begin. pic.twitter.com/cUW0WbeGKJ— (@ZelenskyyUa) March 17, 2023 Ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram þar sem Rússar eru ekki aðilar að Rómarsamþykktinni um stofnun ICC og Pútín er ólíklegur til að gefa sig fram við dómstólinn. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Nóg að vera mennskur BBC hefur eftir Karim Khan, saksóknara ICC, að handtökuskipunin byggi á sönnunargögnum og orðum Pútíns og Lvova-Belova. Upprunalega átti að hafa handtökuskipunina leynilega en hætt var við það með því markmiði að reyna að koma í veg fyrir frekari glæpi. „Ekki má koma fram við börn eins og ránsfeng í stríði. Það má ekki flytja þau úr landi,“ sagði Khan. „Maður þarf ekki að vera lögmaður til að sjá hve svívirðilegur þessi glæpur er. Maður þarf að vera mennskur.“ Khan benti einnig á að á sínum tíma hélt enginn að Sloban Milosevic, leiðtogi Serbíu, myndi enda í réttarhöldum fyrir stríðsglæpi í Króatíu, Bosníu og Kósóvó. Svo hafi þó farið. „Ykkur sem finnst þið geta framið glæpi í dagsbirtu og sofið vel á næturnar, ættuð kannski að skoða söguna.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Khan, þar sem hann ræðir handtökuskipanirnar og glæpi Rússa. #ICC Prosecutor #KarimAAKhanKC spoke to @France24 on the issuance of arrest warrants against Vladimir Putin and Ms. Maria Lvova-Belova. pic.twitter.com/4O9ulCJQ5i— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 18, 2023
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira