Brattset Dale varð móðir í vetur og missti því af heimsmeistaramótinu í desember þar sem Noregur vann gull eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik.
Kari Brattset Dale er 32 ára línumaður sem var í risahlutverki hjá norska liðinu sem vann gull á EM 2020 og gull á HM 2021. Mjög öflugur varnarmaður í miðri vörn norska liðsins sem sást vel á því að hún var kosinn mikilvægasti leikmaðurinn á síðasta heimsmeistaramóti.
Brattset Dale tilbake for Norge etter fødsel tre debutanter tatt ut https://t.co/UVq4QmPpiI
— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) March 16, 2023
Hún eignaðist son í nóvember síðastliðnum og er því búin að vinna sér sæti í besta landsliði heims aðeins fjórum mánuðum síðar.
Brattset Dale spilaði síðast með norska landsliðinu í mars á síðasta ári en hún hefur spilað yfir hundrað landsleiki. Hún er aftur byrjuð að spila með ungverska félaginu Győri ETO KC.
Þórir valdi líka þrjá nýliða í hópinn eða þær Eli Marie Raasok, Live Rushfeldt Deila og Kristiane Knutsen.
Leikirnir sem um ræðir eru tveir leikir á móti Svartfjallalandi 6. og 8. apríl næstkomandi.
Á meðan íslenska landsliðið þarf að fara í gegnum umspilsleiki á móti Ungverjum til að komast á HM þá er Noregur með öruggt sæti sem heimsmeistari.