Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2023 19:49 Feðginin Margrét Lillý og Einar Björn vilja tryggja að ekkert barn upplifi það sem Margrét þurfti að ganga í gegnum í æsku. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu. Vísir/Bjarni Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Vilja að Seltjarnarnesbær axli ábyrgð Feðginin eru sár og reið og vilja skaðabætur. Aðalmeðferð málsins hófst í héraðsdómi Reykjavíkur í dag og átti að ljúka samdægurs en málinu var frestað eftir skýrslutökur til sáttaumleitana og nýr dagur fyrir aðalmeðferð ákveðinn 2. maí ef sættir takast ekki. „Það sem við viljum er að þau axli ábyrgð á gjörðum sínum. Þau eru búin að ræna okkur fullt af tíma saman, mér og dóttur minni. Það er bara vonandi að þetta gerist aldrei aftur,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar, sem bætir við að í málinu hafi hann alls staðar komið að lokuðum dyrum á Seltjarnarnesi. „Það var komið svo illa fram við okkur af Seltjarnarnesbæ. Þau brutu svo rosalega á rétti okkar. Að hugsa sér, að fólk sem á að vinna með börnum skuli ekki geta haft þau í fyrsta sæti. Það er ótrúlegt.“ Margrét Lillý segist undanfarin ár hafa einbeitt sér að því að halda áfram með lífið. „Það er auðvitað ennþá smá reiði gagnvart þessu fólki. Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka og þau rændu mig æskunni. En maður bara reynir að halda áfram.“ Einar segir ótækt að barnaverndarnefndir starfi í svo litlu bæjarfélagi þar sem allir þekki alla. Fyrirsjáanlegt sé að slíkt bitni á börnum. Í barnaverndarlögum segir að í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu skulu vera í það minnsta sex þúsund íbúar. Einar segir þó að lögin virki ekki sem skyldi.Lögin virki þó ekki sem skyldi. „Það geta allir beðið um undanþágu; allir bæir og þar með talinn Seltjarnarnesbær, geta bara haldið áfram á sömu braut. Þetta er ekki hægt finnst mér. Það á bara að vera ein Barnaverndarstofa og vera stöðvar út frá því og þetta á vera eins ópólitískt og hægt er. Þetta eiga bara að vera sálfræðingar og félagsráðgjafar og almennilegt fólk sem er að hugsa um börnin en ekki Pétur og Pál út í bæ.“ Ætlar að tryggja velferð barna í framtíðinni Margrét Lillý lauk stúdentsprófi árið 2021 og hefur reynt hvað hún getur að halda áfram með líf sitt. Nú leggur hún stund á lögfræði í háskólanum og finnur sig vel þar. „Ég er með það plan í framtíðinni að vinna að svona málum. Þau eru mér hjartans mál,“ segir Margrét Lillý. Mál Margrétar dróst á langinn með tilheyrandi skaða. Einar segir börn þurfa að hafa forgang í kerfinu og komast úr erfiðum aðstæðum eins fljótt og hægt er. „Að þau [börn í slæmum aðstæðum] þurfi að bíða í dómskerfinu í allan þennan tíma. Það er bara galið, eins sjúkt og það getur orðið. Því lengur sem börn eru í svona aðstæðum því verra og dýrara er það fyrir kerfið í framtíðinni að koma þessum börnum í gegnum lífið. Það eru ekkert allir jafn sterkir og dóttir mín,“ segir Einar og horfir stoltur á Margréti Lillý. Hætti að treysta kennurum Feðginin hvetja alla fullorðna til að láta sig mál barna varða en eins og fram kom í Kompás leitaði Margrét Lillý, þá fjórtán ára, til ráðgjafa í skólanum en það samtal leiddi ekki til neins, aðeins símtals til móður hennar, sem gerðu aðstæðurnar enn verri. „Þegar barn kemur alls staðar að lokuðum dyrum þá náttúrulega fer barnið að byrgja allt inni í sér og þorir ekki að koma með neitt fram,“ segir Einar og Margrét Lillý kinkar kolli og tekur orðið. „Þetta endaði bara á því að ég hætti algjörlega að treysta kennurum og öðrum fyrir þessum atburðum. Ég hugsaði bara ef sálfræðingur eða ráðgjafi er ekki að fara að vera á minni hlið, hver er þá að fara að vera á minni hlið?“ Einar segist enn finna fyrir mikilli reiði í garð bæjaryfirvalda. „Ég er mjög sár yfir því að ég skyldi ekki hafa farið í fjölmiðla miklu fyrr. Ég hefði átt að gera það miklu fyrr. Ég hefði átt að blasta þessu út því þá hefði ég fengið dóttur mína miklu fyrr og þá hefði kannski ekki öll æskan hennar farið í þetta.“ Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Vilja að Seltjarnarnesbær axli ábyrgð Feðginin eru sár og reið og vilja skaðabætur. Aðalmeðferð málsins hófst í héraðsdómi Reykjavíkur í dag og átti að ljúka samdægurs en málinu var frestað eftir skýrslutökur til sáttaumleitana og nýr dagur fyrir aðalmeðferð ákveðinn 2. maí ef sættir takast ekki. „Það sem við viljum er að þau axli ábyrgð á gjörðum sínum. Þau eru búin að ræna okkur fullt af tíma saman, mér og dóttur minni. Það er bara vonandi að þetta gerist aldrei aftur,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar, sem bætir við að í málinu hafi hann alls staðar komið að lokuðum dyrum á Seltjarnarnesi. „Það var komið svo illa fram við okkur af Seltjarnarnesbæ. Þau brutu svo rosalega á rétti okkar. Að hugsa sér, að fólk sem á að vinna með börnum skuli ekki geta haft þau í fyrsta sæti. Það er ótrúlegt.“ Margrét Lillý segist undanfarin ár hafa einbeitt sér að því að halda áfram með lífið. „Það er auðvitað ennþá smá reiði gagnvart þessu fólki. Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka og þau rændu mig æskunni. En maður bara reynir að halda áfram.“ Einar segir ótækt að barnaverndarnefndir starfi í svo litlu bæjarfélagi þar sem allir þekki alla. Fyrirsjáanlegt sé að slíkt bitni á börnum. Í barnaverndarlögum segir að í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu skulu vera í það minnsta sex þúsund íbúar. Einar segir þó að lögin virki ekki sem skyldi.Lögin virki þó ekki sem skyldi. „Það geta allir beðið um undanþágu; allir bæir og þar með talinn Seltjarnarnesbær, geta bara haldið áfram á sömu braut. Þetta er ekki hægt finnst mér. Það á bara að vera ein Barnaverndarstofa og vera stöðvar út frá því og þetta á vera eins ópólitískt og hægt er. Þetta eiga bara að vera sálfræðingar og félagsráðgjafar og almennilegt fólk sem er að hugsa um börnin en ekki Pétur og Pál út í bæ.“ Ætlar að tryggja velferð barna í framtíðinni Margrét Lillý lauk stúdentsprófi árið 2021 og hefur reynt hvað hún getur að halda áfram með líf sitt. Nú leggur hún stund á lögfræði í háskólanum og finnur sig vel þar. „Ég er með það plan í framtíðinni að vinna að svona málum. Þau eru mér hjartans mál,“ segir Margrét Lillý. Mál Margrétar dróst á langinn með tilheyrandi skaða. Einar segir börn þurfa að hafa forgang í kerfinu og komast úr erfiðum aðstæðum eins fljótt og hægt er. „Að þau [börn í slæmum aðstæðum] þurfi að bíða í dómskerfinu í allan þennan tíma. Það er bara galið, eins sjúkt og það getur orðið. Því lengur sem börn eru í svona aðstæðum því verra og dýrara er það fyrir kerfið í framtíðinni að koma þessum börnum í gegnum lífið. Það eru ekkert allir jafn sterkir og dóttir mín,“ segir Einar og horfir stoltur á Margréti Lillý. Hætti að treysta kennurum Feðginin hvetja alla fullorðna til að láta sig mál barna varða en eins og fram kom í Kompás leitaði Margrét Lillý, þá fjórtán ára, til ráðgjafa í skólanum en það samtal leiddi ekki til neins, aðeins símtals til móður hennar, sem gerðu aðstæðurnar enn verri. „Þegar barn kemur alls staðar að lokuðum dyrum þá náttúrulega fer barnið að byrgja allt inni í sér og þorir ekki að koma með neitt fram,“ segir Einar og Margrét Lillý kinkar kolli og tekur orðið. „Þetta endaði bara á því að ég hætti algjörlega að treysta kennurum og öðrum fyrir þessum atburðum. Ég hugsaði bara ef sálfræðingur eða ráðgjafi er ekki að fara að vera á minni hlið, hver er þá að fara að vera á minni hlið?“ Einar segist enn finna fyrir mikilli reiði í garð bæjaryfirvalda. „Ég er mjög sár yfir því að ég skyldi ekki hafa farið í fjölmiðla miklu fyrr. Ég hefði átt að gera það miklu fyrr. Ég hefði átt að blasta þessu út því þá hefði ég fengið dóttur mína miklu fyrr og þá hefði kannski ekki öll æskan hennar farið í þetta.“
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00