Inter seldi Lukaku til Chelsea sumarið 2021 á 97,5 milljónir punda eða rúmlega 16,8 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Lukaku, sem var samningsbundinn Chelsea frá 2011 til 2014, fann sig ekki í Lundúnum og var síðasta sumar sendur á láni til Inter.
Var vonast til þess að framherjinn myndi finna fyrra form en hann var frábær hjá Inter frá 2019 til 2021. Það hefur engan veginn gengið eftir og hefur Lukaku aðeins skorað 5 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum.
Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, hefur nú staðfest að Inter muni ekki nýta kauprétt sinn á hinum 29 ára gamla Lukaku og að leikmaðurinn fari aftur til Chelsea í sumar.
Inter Milan CEO Beppe Marotta has confirmed Romelu Lukaku will return to Chelsea when his loan deal expires at the end of the season. #CFC pic.twitter.com/83eZ8gvOvH
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 14, 2023
Samningur framherjans við Chelsea rennur út sumarið 2026 og verður forvitnilegt að sjá hvort Graham Potter, þjálfari liðsins, gefi Lukaku þriðja sénsinn á Brúnni.