Lýsir innrásinni í Úkraínu sem „deilu um landsvæði“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2023 19:58 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, nálgast nú að lýsa yfir framboði til forseta. Hann þarf nú í fyrsta skipti að svara erfiðum spurningum um sýn sína á utanríkismál, þar á meðal um afstöðu sína til innrásar Rússa í Úkraínu. Vísir/Getty Helsti áskorandi Donalds Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins á næsta ári lýsir innrás Rússa í Úkraínu sem deilu um landsvæði. Hann telur það ekki brýna hagsmuni Bandaríkjanna að verja Úkraínu. Skoðanakannanir benda til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sé líklegastur til þess að veita Trump keppni um útnefningu repúblikana fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember árið 2024. DeSantis hefur enn ekki lýst formlega yfir framboði en fastlega er gert ráð fyrir að hann geri það á næstunni. Fram að þessu hefur DeSantis vikið sér undan að úttala sig um utanríkismál, þar á meðal innrás Rússa í Úkraínu. Hann svaraði þó spurningum um málefnið í fyrsta skipti með afgerandi hætti í þætti Tuckers Carlson, helsta þáttastjórnanda Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar, í gær. Carlson er sjálfur andstæðingur þess að Bandaríkin leggi Úkraínumönnum lið. „Þó að Bandaríkin hafi mörg brýn þjóðaröryggishagsmunamál [...] þá er það ekki eitt af þeim að blanda okkur frekar í deilu Úkraínu og Rússlands um landsvæði,“ sagði í skriflegu svari DeSantis við spurningum Carlson, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Endurspeglar klofning innan Repúblikanaflokksins Skoðun DeSantis endurómar þá sem Trump hefur þegar lýst. Trump sagði það ekki hagsmuni Bandaríkjanna að stöðva Rússa í sínum svörum til Carlsons. Hann hefur áður sagt að hann leyfði Rússum að sölsa undir sig úkraínskt landsvæði ef samið yrði um frið. Í forsetatíð sinni var Trump kærður fyrir embættisbrot þegar hann reyndi að þröngva Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, til þess að hjálpa sér að koma óorði á Joe Biden. Það gerði hann með því að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði þegar samþykkt. Afstaða bæði DeSantis og Trump er í andstöðu við leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, sagði nýlega að fullvalda Úkraína væri þjóðaröryggismál fyrir Bandaríkin. Ágreiningurinn þykir endurspegla vaxandi klofning innan raða Repúblikanaflokksins, á milli hefðbundinna íhaldsmanna sem eru andsnúnir rússneskum hernaðarumsvifum annars vegar og hins vegar nýrrar kynslóðar þingmanna yst á hægri jaðri flokksins sem eru andsnúnir úkraínskum stjórnvöldum og dást jafnvel að Vladímír Pútín Rússlandsforseta. DeSantis er talinn líklegastur til þess að velgja Donald Trump undir uggum í forvali Repúblikanaflokksins. Þeir virðast aðhyllast sömu stefnu í garð Úkraínu.Vísir/Getty Eins og ef Bandaríkin réðust inn í Kanada Sumir þingmenn repúblikana gagnrýndu þó DeSantis fyrir að lýsa innrásinni sem einhvers konar landamæradeilu í dag, þar á meðal Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Flórída og varaformaður leyniþjónustunefndar þingdeildarinnar.. „Þetta er ekki frekar deila um landsvæði en ef Bandaríkin ákvæðu að þau vildu ráðast inn í Kanada eða taka yfir Bahamaeyjar. Þetta er innrás,“ sagði Rubio í útvarpsviðtali. Í sama streng tók Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu og dyggur stuðningsmaður Trumps. Sagði hann margt hafa farið fram hjá flokkssystkinum sínum ef þau teldu að tilefnislausa og villimannslega innrás Rússa í Úkraínu ekki þjóðaröryggismál Bandaríkjanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sé líklegastur til þess að veita Trump keppni um útnefningu repúblikana fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember árið 2024. DeSantis hefur enn ekki lýst formlega yfir framboði en fastlega er gert ráð fyrir að hann geri það á næstunni. Fram að þessu hefur DeSantis vikið sér undan að úttala sig um utanríkismál, þar á meðal innrás Rússa í Úkraínu. Hann svaraði þó spurningum um málefnið í fyrsta skipti með afgerandi hætti í þætti Tuckers Carlson, helsta þáttastjórnanda Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar, í gær. Carlson er sjálfur andstæðingur þess að Bandaríkin leggi Úkraínumönnum lið. „Þó að Bandaríkin hafi mörg brýn þjóðaröryggishagsmunamál [...] þá er það ekki eitt af þeim að blanda okkur frekar í deilu Úkraínu og Rússlands um landsvæði,“ sagði í skriflegu svari DeSantis við spurningum Carlson, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Endurspeglar klofning innan Repúblikanaflokksins Skoðun DeSantis endurómar þá sem Trump hefur þegar lýst. Trump sagði það ekki hagsmuni Bandaríkjanna að stöðva Rússa í sínum svörum til Carlsons. Hann hefur áður sagt að hann leyfði Rússum að sölsa undir sig úkraínskt landsvæði ef samið yrði um frið. Í forsetatíð sinni var Trump kærður fyrir embættisbrot þegar hann reyndi að þröngva Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, til þess að hjálpa sér að koma óorði á Joe Biden. Það gerði hann með því að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði þegar samþykkt. Afstaða bæði DeSantis og Trump er í andstöðu við leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, sagði nýlega að fullvalda Úkraína væri þjóðaröryggismál fyrir Bandaríkin. Ágreiningurinn þykir endurspegla vaxandi klofning innan raða Repúblikanaflokksins, á milli hefðbundinna íhaldsmanna sem eru andsnúnir rússneskum hernaðarumsvifum annars vegar og hins vegar nýrrar kynslóðar þingmanna yst á hægri jaðri flokksins sem eru andsnúnir úkraínskum stjórnvöldum og dást jafnvel að Vladímír Pútín Rússlandsforseta. DeSantis er talinn líklegastur til þess að velgja Donald Trump undir uggum í forvali Repúblikanaflokksins. Þeir virðast aðhyllast sömu stefnu í garð Úkraínu.Vísir/Getty Eins og ef Bandaríkin réðust inn í Kanada Sumir þingmenn repúblikana gagnrýndu þó DeSantis fyrir að lýsa innrásinni sem einhvers konar landamæradeilu í dag, þar á meðal Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Flórída og varaformaður leyniþjónustunefndar þingdeildarinnar.. „Þetta er ekki frekar deila um landsvæði en ef Bandaríkin ákvæðu að þau vildu ráðast inn í Kanada eða taka yfir Bahamaeyjar. Þetta er innrás,“ sagði Rubio í útvarpsviðtali. Í sama streng tók Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu og dyggur stuðningsmaður Trumps. Sagði hann margt hafa farið fram hjá flokkssystkinum sínum ef þau teldu að tilefnislausa og villimannslega innrás Rússa í Úkraínu ekki þjóðaröryggismál Bandaríkjanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira