Eldræða Jódísar: Þingmenn verði að standa í lappirnar gegn „hryllingi“ á Seyðisfirði Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 14:38 Jódís Skúladóttir kallar eftir því að þingmenn standi með íbúum Seyðisfjarðar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna flutti eldræðu á Alþingi í dag og sagði öðrum þingmönnum að standa í lappirnar gegn erlendum fjárfestum. Tilefni ræðunnar er áætlað fiskeldi á Seyðisfirði en þingmaðurinn er þaðan. „Ég er hingað komin, rétt einn sprettinn, til að ávarpa þann hrylling sem er að gerast í mínu sveitarfélagi, það er áform um fiskeldi í Seyðisfirði,“ segir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, í upphafi ræðunnar á Alþingi í dag. Ræðuna flutti Jódís undir liðnum Störf þingsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra staðfesti á dögunum tillögu svæðisráðs Austfjarða að strandsvæðisskipulagi fyrir Austfirði. Jódís furðar sig á því að fiskeldi í Seyðisfirði sé enn á áætlun þegar 75% íbúa sveitarfélagsins er á móti því. „Það er með ólíkindum að hvorki stjórnvöld, sveitarfélög eða nokkur geti hlustað á 75% íbúanna sem hafna þessu. Það getur ekki staðist að þessu verði þrýst í gegn að kröfu erlendra fjárfesta. “ Þingmenn verði að standa í lappirnar Jódís gagnrýnir þingmenn fyrir að tala um vandamál þjóðarinnar en á sama tíma séu þeir einungis að hlaupa á eftir kröfu um arðsemi. „Hér koma þingmenn, dag eftir dag, og tala um örmagna þjóð, uppgefin ungmenni í menntaskólum, slæma stöðu geðheilbrigðismála, staðan er sú að við erum öll að hlaupa á eftir einhverri arðsemiskröfu. Það þarf að keyra yfir lýðræðið, það þarf að keyra yfir allt til þess bara að mæta þessari þörf.“ Ræðu Jódísar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Jódísar um fiskeldi í Seyðisfirði Hún biðlar þá til þingmanna Norðausturkjördæmis að standa í lappirnar með vilja íbúa Seyðisfjarðar: „Sameining Múlaþings byggði að því að hvert sveitarfélag fengi að halda sínum séreinkennum. Á Seyðisfirði hefur árum og áratugum saman verið unnið að uppbyggingu menningar, lista, náttúruverndar og svo mörgu öðru. Það er talað um fjölbreytt atvinnulíf, í Seyðisfirði er fiskvinnsla, þar er landbúnaður, það er engin eftirspurn eftir fiskeldi nema frá erlendum fjárfestum og sveitarstjórnarfólk og við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta.“ Alþingi Fiskeldi Sjókvíaeldi Múlaþing Vinstri græn Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
„Ég er hingað komin, rétt einn sprettinn, til að ávarpa þann hrylling sem er að gerast í mínu sveitarfélagi, það er áform um fiskeldi í Seyðisfirði,“ segir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, í upphafi ræðunnar á Alþingi í dag. Ræðuna flutti Jódís undir liðnum Störf þingsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra staðfesti á dögunum tillögu svæðisráðs Austfjarða að strandsvæðisskipulagi fyrir Austfirði. Jódís furðar sig á því að fiskeldi í Seyðisfirði sé enn á áætlun þegar 75% íbúa sveitarfélagsins er á móti því. „Það er með ólíkindum að hvorki stjórnvöld, sveitarfélög eða nokkur geti hlustað á 75% íbúanna sem hafna þessu. Það getur ekki staðist að þessu verði þrýst í gegn að kröfu erlendra fjárfesta. “ Þingmenn verði að standa í lappirnar Jódís gagnrýnir þingmenn fyrir að tala um vandamál þjóðarinnar en á sama tíma séu þeir einungis að hlaupa á eftir kröfu um arðsemi. „Hér koma þingmenn, dag eftir dag, og tala um örmagna þjóð, uppgefin ungmenni í menntaskólum, slæma stöðu geðheilbrigðismála, staðan er sú að við erum öll að hlaupa á eftir einhverri arðsemiskröfu. Það þarf að keyra yfir lýðræðið, það þarf að keyra yfir allt til þess bara að mæta þessari þörf.“ Ræðu Jódísar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Jódísar um fiskeldi í Seyðisfirði Hún biðlar þá til þingmanna Norðausturkjördæmis að standa í lappirnar með vilja íbúa Seyðisfjarðar: „Sameining Múlaþings byggði að því að hvert sveitarfélag fengi að halda sínum séreinkennum. Á Seyðisfirði hefur árum og áratugum saman verið unnið að uppbyggingu menningar, lista, náttúruverndar og svo mörgu öðru. Það er talað um fjölbreytt atvinnulíf, í Seyðisfirði er fiskvinnsla, þar er landbúnaður, það er engin eftirspurn eftir fiskeldi nema frá erlendum fjárfestum og sveitarstjórnarfólk og við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta.“
Alþingi Fiskeldi Sjókvíaeldi Múlaþing Vinstri græn Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira