„Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland“ Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2023 14:30 Viktor Gísli Hallgrímsson, íslenska vörnin og stuðningsfólkið í höllinni átti allt ríkan þátt í stórsigri Íslands í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Landsliðsþjálfari Tékka sagði að vissulega væru menn svekktir eftir tapið stóra gegn Íslandi í gær, í undankeppni EM karla í handbolta, en að Ísland ætti einfaldlega leikmenn úr fremstu röð. Tékkar unnu óvæntan en afar öflugan sigur gegn Íslendingum á fimmtudag, á heimavelli sínum í Brno, 22-17. Þar með þurfti Ísland sex marka sigur í Laugardalshöll í gær til að geta náð efsta sæti riðilsins en íslensku strákarnir gerðu enn betur og unnu með níu mörkum, 28-19. „Lykilatriðið var seinni hálfleikurinn,“ sagði Xavier Sabaté, hinn spænski þjálfari Tékka, við tékkneska fjölmiðla eftir leikinn í Reykjavík í gær og bætti við: „Að þessu sinni var sóknarleikur okkar ekki nógu góður til að standast liði eins og Íslandi snúninginn. Þessi andstæðingur er einfaldlega með fyrsta flokks leikmenn. Við vorum enn inni í leiknum í fyrri hálfleik en heilt yfir áttum við í miklum vandræðum með skotin okkar í dag. Þetta var ekki eins og í fyrri leiknum.“ Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en fékk svo aðeins á sig sjö mörk í seinni hálfleiknum enda var varnarleikur Íslands stórkostlegur og Viktor Gísli Hallgrímsson sömuleiðis frábær í markinu. „Í seinni hálfleiknum gerðum við átta tæknifeila í sókninni. Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland. Andstæðingarnir voru betur undirbúnir eftir lexíuna úr fyrri leiknum og frábært andrúmsloftið hérna í höllinni hjálpaði þeim. Það er leitt að tapa en svona eru íþróttirnar stundum. Við erum svekktir en við tökum fullt af jákvæðum hlutum frá þessari viku. Við verðum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Sabaté. Hvorki Íslendingar né Tékkar hafa formlega tryggt sér sæti á EM ennþá en þó má slá því föstu að bæði lið komist á mótið. Það verður endanlega staðfest í næsta mánuði þegar riðlakeppninni lýkur en Ísland mætir þá Ísrael á útivelli og svo Eistlandi á heimavelli. Sigrar í báðum leikjum tryggja Íslandi efsta sæti 3. riðils og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki á EM, sem forðar liðinu frá því að lenda í riðli með öðrum af bestu landsliðum Evrópu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 „Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01 „Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Tékkar unnu óvæntan en afar öflugan sigur gegn Íslendingum á fimmtudag, á heimavelli sínum í Brno, 22-17. Þar með þurfti Ísland sex marka sigur í Laugardalshöll í gær til að geta náð efsta sæti riðilsins en íslensku strákarnir gerðu enn betur og unnu með níu mörkum, 28-19. „Lykilatriðið var seinni hálfleikurinn,“ sagði Xavier Sabaté, hinn spænski þjálfari Tékka, við tékkneska fjölmiðla eftir leikinn í Reykjavík í gær og bætti við: „Að þessu sinni var sóknarleikur okkar ekki nógu góður til að standast liði eins og Íslandi snúninginn. Þessi andstæðingur er einfaldlega með fyrsta flokks leikmenn. Við vorum enn inni í leiknum í fyrri hálfleik en heilt yfir áttum við í miklum vandræðum með skotin okkar í dag. Þetta var ekki eins og í fyrri leiknum.“ Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en fékk svo aðeins á sig sjö mörk í seinni hálfleiknum enda var varnarleikur Íslands stórkostlegur og Viktor Gísli Hallgrímsson sömuleiðis frábær í markinu. „Í seinni hálfleiknum gerðum við átta tæknifeila í sókninni. Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland. Andstæðingarnir voru betur undirbúnir eftir lexíuna úr fyrri leiknum og frábært andrúmsloftið hérna í höllinni hjálpaði þeim. Það er leitt að tapa en svona eru íþróttirnar stundum. Við erum svekktir en við tökum fullt af jákvæðum hlutum frá þessari viku. Við verðum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Sabaté. Hvorki Íslendingar né Tékkar hafa formlega tryggt sér sæti á EM ennþá en þó má slá því föstu að bæði lið komist á mótið. Það verður endanlega staðfest í næsta mánuði þegar riðlakeppninni lýkur en Ísland mætir þá Ísrael á útivelli og svo Eistlandi á heimavelli. Sigrar í báðum leikjum tryggja Íslandi efsta sæti 3. riðils og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki á EM, sem forðar liðinu frá því að lenda í riðli með öðrum af bestu landsliðum Evrópu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 „Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01 „Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
„Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30
„Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01
„Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28