Streymisstríðið og Backstreet Boys Björn Berg Gunnarsson skrifar 14. mars 2023 08:01 Það er langbest að viðurkenna það bara. Backstreet Boys eru á leið til landsins og það hristir aðeins upp í farangursrýminu. Auðvitað rifjast upp eins og einn og einn slagari en sömuleiðis minningar um þá gömlu góðu daga þegar geisladiskakaup voru sennilega meginþorri vísitölu neysluverðs unglinga. Þegar besta lag sveitarinnar, Everybody eða Backstreet‘s Back (jú víst, láttu ekki svona), ruddist inn í útvörp og sjónvörp landsmanna árið 1997 voru einungis fjögur ár frá því strákunum var fyrst klastrað saman. Þau voru ansi örlát í skilgreiningunni á „back“ eða endurkomu á þessum tíma. Þessari merkilegu endurkomu fylgdi að tveimur árum liðnum platan Millennium og allt ætlaði um koll að keyra. 15 ára tekjusamdráttur Millennium er vissulega merkileg fyrir margra hluta sakir en í mínum huga ekki síst vegna þess að akkúrat á þeim tíma sem hún kleif hvað hæst á vinsældalistunum (hún seldist í 11 milljónum eintaka) náði sala geisladiska hámarki á heimsvísu. Ekki bara það heldur urðu tekjur tónlistariðnaðarins meiri en þær höfðu nokkru sinni áður verið. Hvort það var strákunum að kenna, plötunni eða einhverju öðru (svo sem ólöglegu niðurhali) hófst með útgáfu Millennium tímabil stöðugs samdráttar í tekjum iðnaðarins sem snérist ekki í vöxt að nýju fyrr en 15 árum síðar. Hér skal þó tekið fram að um tekjur iðnaðarins sjálfs er að ræða og ekki er tekið tillit til þeirra tekna sem tónlistarfólk hefur sem dæmi þénað af tónleikahaldi á tímabilinu. Sömuleiðis er gott að hafa í huga að tekjur jafngilda ekki arðsemi. Útgáfu plötu, geisladisks eða snældu fylgir heilmikill kostnaður við framleiðslu, dreifingu og smásölu sem útgefendur tónlistar á vefnum þurfa ekki að hafa áhyggjur af í sama mæli. Tekjur af streymi tónlistar vega því á endanum talsvert þyngra í vösum þeirra sem í hlut eiga en plötusala. Streymið tekið við Eins og sjá má á myndinni að ofan hefur nokkuð heilbrigður tekjuvöxtur verið í greininni frá því botninum var náð árið 2014. Til gamans má geta að Taylor Swift átti þá mest seldu plötu ársins. Vöxtinn má að nær öllu leyti rekja til streymis, sem tekið hefur við af niðurhali sem vaxtarbroddur í dreifingu og sölu stafrænnar tónlistar. Ef litið er framhjá kínverskum streymisveitum virðist sem slagurinn um yfirburðarstöðu á streymismarkaðinum standi á milli Spotify og Apple. Þar sem rekstur streymisveitu hefur sjaldan ef nokkru sinni skilað hagnaði hefur megináhersla þeirra sem keppa á markaðinum verið að ná sem mestum fjölda áskrifenda eins hratt og mögulegt er. Á einhverjum tímapunkti hljóti að koma að því að reksturinn verði arðbær og þeir stærstu muni hagnast mest. Þannig hefur í það minnsta verið talað. Á myndinni að neðan sjáum við sundurliðun á áskrifendafjölda helstu streymisveitna, utan þeirra kínversku. Þann fyrirvara skal setja við Amazon og YouTube að tónlistarstreymi getur verið pakkað saman með annarri þjónustu. Þá er streymi á Google Play ekki tekið með, en síðast þegar fréttir bárust af þeim, vorið 2019, greiddu 15 milljónir áskrifenda fyrir þjónustuna. Loks geta tekjur borist frá fríu streymi þar sem hlustandinn þarf að sætta sig við að hlusta á auglýsingar. Eftir mjög öfluga innkomu á markaðinn hefur talsvert dregið úr vexti Apple Music. Undanfarin ár hefur áskrifendum Spotify fjölgað mun hraðar en hjá samkeppnisaðilanum en hvaða áhrif hefur það haft á reksturinn? Hvenær fer Spotify að skila hagnaði? Það er þolinmótt fjármagnið sem lagt hefur verið inn í Spotify. Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun áskrifenda og tekjuaukningu samhliða því hefur veitan aldrei verið rekin réttu megin við núllið. Vissulega eru fjárfestingar fyrirtækisins enn mjög miklar en fjárfestar virðast vera orðnir nokkuð óþreyjufullir. Hlutabréfaverðið fór hæst snemma árs 2021 en hefur frá þeim tíma fallið um 2/3. Stærsti aðilinn í helsta vaxtarbroddi dreifingar tónlistar í dag, í iðnaði í örum vexti hefur enn ekki getað skilað hagnaði. Enn fjölgar áskrifendum þó hratt og samkeppninni því langt í frá lokið. Þegar mesta vaxtarfasanum lýkur tekur hefðbundnari rekstur með áherslu á arðsemi væntanlega við og þá verður spennandi að sjá hvort kenningin sem allt virðist byggja á þessa dagana heldur; að flestir áskrifendur skili mestum hagnaði. Sú virðist raunin í það minnsta alls ekki vera í dag. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er langbest að viðurkenna það bara. Backstreet Boys eru á leið til landsins og það hristir aðeins upp í farangursrýminu. Auðvitað rifjast upp eins og einn og einn slagari en sömuleiðis minningar um þá gömlu góðu daga þegar geisladiskakaup voru sennilega meginþorri vísitölu neysluverðs unglinga. Þegar besta lag sveitarinnar, Everybody eða Backstreet‘s Back (jú víst, láttu ekki svona), ruddist inn í útvörp og sjónvörp landsmanna árið 1997 voru einungis fjögur ár frá því strákunum var fyrst klastrað saman. Þau voru ansi örlát í skilgreiningunni á „back“ eða endurkomu á þessum tíma. Þessari merkilegu endurkomu fylgdi að tveimur árum liðnum platan Millennium og allt ætlaði um koll að keyra. 15 ára tekjusamdráttur Millennium er vissulega merkileg fyrir margra hluta sakir en í mínum huga ekki síst vegna þess að akkúrat á þeim tíma sem hún kleif hvað hæst á vinsældalistunum (hún seldist í 11 milljónum eintaka) náði sala geisladiska hámarki á heimsvísu. Ekki bara það heldur urðu tekjur tónlistariðnaðarins meiri en þær höfðu nokkru sinni áður verið. Hvort það var strákunum að kenna, plötunni eða einhverju öðru (svo sem ólöglegu niðurhali) hófst með útgáfu Millennium tímabil stöðugs samdráttar í tekjum iðnaðarins sem snérist ekki í vöxt að nýju fyrr en 15 árum síðar. Hér skal þó tekið fram að um tekjur iðnaðarins sjálfs er að ræða og ekki er tekið tillit til þeirra tekna sem tónlistarfólk hefur sem dæmi þénað af tónleikahaldi á tímabilinu. Sömuleiðis er gott að hafa í huga að tekjur jafngilda ekki arðsemi. Útgáfu plötu, geisladisks eða snældu fylgir heilmikill kostnaður við framleiðslu, dreifingu og smásölu sem útgefendur tónlistar á vefnum þurfa ekki að hafa áhyggjur af í sama mæli. Tekjur af streymi tónlistar vega því á endanum talsvert þyngra í vösum þeirra sem í hlut eiga en plötusala. Streymið tekið við Eins og sjá má á myndinni að ofan hefur nokkuð heilbrigður tekjuvöxtur verið í greininni frá því botninum var náð árið 2014. Til gamans má geta að Taylor Swift átti þá mest seldu plötu ársins. Vöxtinn má að nær öllu leyti rekja til streymis, sem tekið hefur við af niðurhali sem vaxtarbroddur í dreifingu og sölu stafrænnar tónlistar. Ef litið er framhjá kínverskum streymisveitum virðist sem slagurinn um yfirburðarstöðu á streymismarkaðinum standi á milli Spotify og Apple. Þar sem rekstur streymisveitu hefur sjaldan ef nokkru sinni skilað hagnaði hefur megináhersla þeirra sem keppa á markaðinum verið að ná sem mestum fjölda áskrifenda eins hratt og mögulegt er. Á einhverjum tímapunkti hljóti að koma að því að reksturinn verði arðbær og þeir stærstu muni hagnast mest. Þannig hefur í það minnsta verið talað. Á myndinni að neðan sjáum við sundurliðun á áskrifendafjölda helstu streymisveitna, utan þeirra kínversku. Þann fyrirvara skal setja við Amazon og YouTube að tónlistarstreymi getur verið pakkað saman með annarri þjónustu. Þá er streymi á Google Play ekki tekið með, en síðast þegar fréttir bárust af þeim, vorið 2019, greiddu 15 milljónir áskrifenda fyrir þjónustuna. Loks geta tekjur borist frá fríu streymi þar sem hlustandinn þarf að sætta sig við að hlusta á auglýsingar. Eftir mjög öfluga innkomu á markaðinn hefur talsvert dregið úr vexti Apple Music. Undanfarin ár hefur áskrifendum Spotify fjölgað mun hraðar en hjá samkeppnisaðilanum en hvaða áhrif hefur það haft á reksturinn? Hvenær fer Spotify að skila hagnaði? Það er þolinmótt fjármagnið sem lagt hefur verið inn í Spotify. Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun áskrifenda og tekjuaukningu samhliða því hefur veitan aldrei verið rekin réttu megin við núllið. Vissulega eru fjárfestingar fyrirtækisins enn mjög miklar en fjárfestar virðast vera orðnir nokkuð óþreyjufullir. Hlutabréfaverðið fór hæst snemma árs 2021 en hefur frá þeim tíma fallið um 2/3. Stærsti aðilinn í helsta vaxtarbroddi dreifingar tónlistar í dag, í iðnaði í örum vexti hefur enn ekki getað skilað hagnaði. Enn fjölgar áskrifendum þó hratt og samkeppninni því langt í frá lokið. Þegar mesta vaxtarfasanum lýkur tekur hefðbundnari rekstur með áherslu á arðsemi væntanlega við og þá verður spennandi að sjá hvort kenningin sem allt virðist byggja á þessa dagana heldur; að flestir áskrifendur skili mestum hagnaði. Sú virðist raunin í það minnsta alls ekki vera í dag. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar