Körfubolti

Curry skoraði tuttugu stig á sjö mínútum í sigri Golden State

Smári Jökull Jónsson skrifar
Curry fagnar hér þriggja stiga körfu sinni sem jafnaði metin og tryggði framlengingu í leiknum í nótt.
Curry fagnar hér þriggja stiga körfu sinni sem jafnaði metin og tryggði framlengingu í leiknum í nótt. Vísir/Getty

Stephen Curry var frábær hjá Golden State þegar liðið lagði Milwauke Bucks í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Þá leiddi Kawhi Leonard LA Clippers til þriðja sigursins í röð.

Steph Curry var heldur betur maðurinn á bakvið 125-116 sigur Golden State Warriors á Milwauke Bucks í nótt. Hann skoraði 36 stig í leiknum og þar af 22 stig í fjórða leikhluta og framlengingunni. Þetta var fyrsti heimaleikur Curry eftir fjarveru vegna meiðsla.

Curry jafnaði metin með þriggja stiga körfu þegar nítján sekúndur voru eftir og varði svo sniðskot Jrue Holiday á lokaandartökum venjulegs leiktíma. 

Golden State vann að lokum níu stiga sigur en Bucks voru án Giannis Antetokounmpo í leiknum. Curry skoraði eins og áður segir 36 stig í leiknum en Klay Thompson skoraði 22 stig. Khris Middleton og Brook Lopez voru stigahæstir hjá Milwauke Bucks með 19 stig.

Kawhi Leonard var magnaður í 106-95 sigri LA Clippers gegn New York Knicks. Leonard skoraði 38 stig í leiknum en Clippers tóku fram úr í fjórða leikhlutanum en New York leiddi þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta.

Leonard skoraði 38 stig í leiknum en Immanuel Quickley var atkvæðamestur hjá Knicks með 26 stig og 10 fráköst.

Jayson Tatom skilaði tröllatvennu með 34 stig og 15 fráköst þegar Boston Celtics vann 134-125 gegn Atlanta Hawks. Trae Young skoraði 35 stig en Boston er í öðru sæti Austurdeildarinnar.

Önnur úrslit í nótt

Charlotte Hornets - Utah Jazz 111-119

Detroit Pistons - Indiana Pacers 115-121

Orlando Magic - Miami Heat 126-114

Houston Rockets - Chicago Bulls 111-119

Memphis Grizzlies - Dallas Mavericks 112-108

New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 96-110

Phoenix Suns - Sacramento Kings 119-128

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×