Sport

Scheffler með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Scottie Scheffler er efstur fyrir lokahringinn á Players risamótinu.
Scottie Scheffler er efstur fyrir lokahringinn á Players risamótinu. Vísir/Getty

Scottie Scheffler er með tveggja högga forystu á Min Won Lee fyrir lokahringinn á Players risamótinu í golfi sem fram fer í Bandaríkjunum.

Scheffler átti flottan hring í dag og lék brautina samtals á sjö höggum undir pari. Min Woo Lee frá Ástralíu lék á sex höggum undir og lengi vel leit út fyrir að hann yrði jafn Scheffler fyrir lokahringinn. Þeir fóru jafnir inn á 18. brautina en þar náði Lee sér í skolla en Scheffler í fugl. Þetta var eini skolli Lee í dag.

Scheffler er samtals á fjórtán höggum undir pari en Lee er tveimur höggum á eftir.

Aaron Rai átti högg dagsins en hann náði holu í höggi á hinni frægu 17. braut Sawgrass vallarins en þetta er í annað sinn á mótinu sem spilari fer holu í höggi. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir fara holu í höggi á brautinni í sömu vikunni.

Fleiri kylfingar gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn á morgun en Ástralinn Cam Davis er á tíu höggum undir og svo fylgja nokkrir kylfingar í kjölfarið.

Bandaríkjamaðurinn Tom Hoge setti brautarmet þegar hann lék völlinn á 62 höggum eða á tíu höggum undir pari og hann blandar sér þar með í baráttuna um efstu sætin.

Staða efstu manna

Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -14

Min Woo Lee, Ástralíu -12

Cam Davis, Ástralíu -10

Tommy Fleetwood, Englandi -9

Aaron Rai, Englandi -9

Chad Ramey, Bandaríkjunum -9

Christian Bezuidenhout, Suður-Afríku -9

Sungjae Im, Suður-Kóreu -8

David Lingmerth, Svíþjóð -8

Tom Hoge, Bandaríkjunum -8




Fleiri fréttir

Sjá meira


×