„Við hefðum getað klárað leikinn fyrr“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2023 16:29 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Valur vann mikilvægan sigur á Stjörnunni á heimavelli fyrr í dag í Olís deild kvenna. Þrátt fyrir að hafa haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins var þetta þó ekki auðvelt verkefni fyrir þær. Hálfleikstölur voru 16-12 en Stjarnan gaf ekkert eftir í seinni hálfleik. Valskonur héldu þó út og unnu að lokum með tveimur mörkum. Lokatölur á Hlíðarenda 30-28. Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals, var virkilega ánægður með sigurinn. „Mér líður mjög vel. Ég er ánægður að við höfum unnið þennan leik, Stjarnan er með mjög öfluga leikmenn, gott lið og vel skipulagðar. Þannig að við vissum að við þyrftum að spila vel og mér fannst við á stórum köflum spila mjög vel en við erum sjálfum okkur verst hvernig við förum upplögð marktækifæri og gerum klaufaleg mistök. Við hefðum getað klárað leikinn fyrr fannst mér.“ Hafði Ágúst að segja strax að leik loknum. „Við vorum með yfirhöndina en við hefðum getað verið með stærri mun á köflum þarna. Við vorum komin með einhver fimm eða sex mörk og svo förum við með mikið af upplögðum færum, bæði í fyrri hálfleik og líka undir miðbik seinni hálfleiks. Þær eru með frábæran markmann og þær auðvitað gefast ekkert upp enda reynslumikið lið. En sigurinn er okkað og annað sætið er okkar og ég er ánægður með það.“ „Mér fannst sóknarleikurinn góður hjá okkur, við skorum hátt í þrjátíu mörk og við hefðum getað gert meira. Þannig að uppstilltur sóknarleikur var mjög góður og margir sem voru að leggja í púkkið þar. Mér fannst vörnin á köflum góð en við gerum tæknileg mistök trekk í trekk í seinni hálfleiknum og höldum þeim því þannig lagað inni í leiknum. En góður uppstilltur sóknarleikur var það sem gaf okkur sigur.“ Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals meðist á hné þegar stundarfjórðungur er eftir af leiknum. Hún hefur spilað virkilega vel í vetur en hún var með tæpa 30% markvörslu þegar hún meiðist í leiknum. Aðspurður út í atvikið hafði Ágúst þetta að segja: „Við vinnum leikinn þannig það hafði ekki mikil áhrif. En ég hræðist að hún sé mikið meidd, hún er frábær leikmaður enda búin að spila hrikalega vel eftir áramót með okkur en við erum með aðra markmenn sem stíga bara upp. En það kemur bara í ljós það á eftir að skoða það betur.“ Valur á leik við Hauka næsta miðvikudag í Powerade bikarnum. „Næst er bikar á móti Haukum núna í undanúrslitunum núna á miðvikudaginn, sem verður mjög verðugt og erfitt verkefni. Við áttum hörkuleik hérna við þær síðast og í rauninni stál í stál á móti þeim. En við þurfum bara að nýta næstu daga vel og hvíla okkur og koma okkur í gír fyrir þann leik,“ sagði Ágúst að lokum. Valur Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Hálfleikstölur voru 16-12 en Stjarnan gaf ekkert eftir í seinni hálfleik. Valskonur héldu þó út og unnu að lokum með tveimur mörkum. Lokatölur á Hlíðarenda 30-28. Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals, var virkilega ánægður með sigurinn. „Mér líður mjög vel. Ég er ánægður að við höfum unnið þennan leik, Stjarnan er með mjög öfluga leikmenn, gott lið og vel skipulagðar. Þannig að við vissum að við þyrftum að spila vel og mér fannst við á stórum köflum spila mjög vel en við erum sjálfum okkur verst hvernig við förum upplögð marktækifæri og gerum klaufaleg mistök. Við hefðum getað klárað leikinn fyrr fannst mér.“ Hafði Ágúst að segja strax að leik loknum. „Við vorum með yfirhöndina en við hefðum getað verið með stærri mun á köflum þarna. Við vorum komin með einhver fimm eða sex mörk og svo förum við með mikið af upplögðum færum, bæði í fyrri hálfleik og líka undir miðbik seinni hálfleiks. Þær eru með frábæran markmann og þær auðvitað gefast ekkert upp enda reynslumikið lið. En sigurinn er okkað og annað sætið er okkar og ég er ánægður með það.“ „Mér fannst sóknarleikurinn góður hjá okkur, við skorum hátt í þrjátíu mörk og við hefðum getað gert meira. Þannig að uppstilltur sóknarleikur var mjög góður og margir sem voru að leggja í púkkið þar. Mér fannst vörnin á köflum góð en við gerum tæknileg mistök trekk í trekk í seinni hálfleiknum og höldum þeim því þannig lagað inni í leiknum. En góður uppstilltur sóknarleikur var það sem gaf okkur sigur.“ Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals meðist á hné þegar stundarfjórðungur er eftir af leiknum. Hún hefur spilað virkilega vel í vetur en hún var með tæpa 30% markvörslu þegar hún meiðist í leiknum. Aðspurður út í atvikið hafði Ágúst þetta að segja: „Við vinnum leikinn þannig það hafði ekki mikil áhrif. En ég hræðist að hún sé mikið meidd, hún er frábær leikmaður enda búin að spila hrikalega vel eftir áramót með okkur en við erum með aðra markmenn sem stíga bara upp. En það kemur bara í ljós það á eftir að skoða það betur.“ Valur á leik við Hauka næsta miðvikudag í Powerade bikarnum. „Næst er bikar á móti Haukum núna í undanúrslitunum núna á miðvikudaginn, sem verður mjög verðugt og erfitt verkefni. Við áttum hörkuleik hérna við þær síðast og í rauninni stál í stál á móti þeim. En við þurfum bara að nýta næstu daga vel og hvíla okkur og koma okkur í gír fyrir þann leik,“ sagði Ágúst að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44