„Byrjuðum ekki nægilega vel“ Hinrik Wöhler skrifar 10. mars 2023 20:05 Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka. Vísir/Diego Eyjakonur sigruðu Hauka með sjö mörkum, 30-23, í Olís-deild kvenna á Ásvöllum í kvöld. Díana Guðjónsdóttir, sem er nýtekin við aðalþjálfarastöðunni eftir að Ragnar Hermannsson lét af störfum, var svekkt með tapið en leit þó björtum augum á framhaldið. „Við náttúrulega byrjuðum ekki nægilega vel og staðan var orðin 5-1 eftir rúmlega fjórar mínútur. Síðan náðum við að stilla okkur af og fórum að vinna eftir reglunum sem var búið að setja varnarlega. Þegar við hættum því og fórum of framarlega þá misstum við þær fram úr okkur,“ sagði Díana eftir leikinn í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu Eyjakonur af undir miðbik síðari hálfleiks. Það hægðist talsvert á sóknarleik Hauka í síðari hálfleik eftir fína frammistöðu í þeim fyrri. „Ég myndi nú segja að það var skotnýtingin og það vantaði meiri áræðni, það er bara hlutur sem við lögum og það er ekkert sem ég hef áhyggjur af. Það sem ég hef áhyggjur af núna er að við brennum af fjórum vítum í dag og fimm í síðasta leik. Sóknarleikurinn á köflum var mjög góður en það vantaði kannski upp á skotnýtinguna, hún var ekki nægilega góð.“ Eftir að Ragnar Hermannsson lét af störfum eftir síðasta leik sem þjálfari Hauka var tilkynnt að Díana Guðjónsdóttir og Halldór Ingólfsson muni stýra liðinu út tímabilið. „Það leggst bara vel í mig, ég er náttúrulega búin að þjálfa lengi, en ég ætla ekki að segja ykkur hversu lengi. Mér líst vel á þetta og ætla að gera mitt besta,“ segir Díana glettin. Næsti leikur Hauka er á móti sterku liði Vals í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Auðvitað er þetta erfiður leikur á móti Val, það er engin spurning. Við förum klárlega í bikarinn til að njóta og hafa gaman. Það eru forréttindi að vera í höllinni og leikirnir á móti Val hafa oft verið hörkuleikir. Við skoðum þennan leik vel og stillum saman strengi, þetta er allt á góðri leið,“ sagði Díana í lokin. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sjö marka sigri á Ásvöllum í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. mars 2023 19:30 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
„Við náttúrulega byrjuðum ekki nægilega vel og staðan var orðin 5-1 eftir rúmlega fjórar mínútur. Síðan náðum við að stilla okkur af og fórum að vinna eftir reglunum sem var búið að setja varnarlega. Þegar við hættum því og fórum of framarlega þá misstum við þær fram úr okkur,“ sagði Díana eftir leikinn í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu Eyjakonur af undir miðbik síðari hálfleiks. Það hægðist talsvert á sóknarleik Hauka í síðari hálfleik eftir fína frammistöðu í þeim fyrri. „Ég myndi nú segja að það var skotnýtingin og það vantaði meiri áræðni, það er bara hlutur sem við lögum og það er ekkert sem ég hef áhyggjur af. Það sem ég hef áhyggjur af núna er að við brennum af fjórum vítum í dag og fimm í síðasta leik. Sóknarleikurinn á köflum var mjög góður en það vantaði kannski upp á skotnýtinguna, hún var ekki nægilega góð.“ Eftir að Ragnar Hermannsson lét af störfum eftir síðasta leik sem þjálfari Hauka var tilkynnt að Díana Guðjónsdóttir og Halldór Ingólfsson muni stýra liðinu út tímabilið. „Það leggst bara vel í mig, ég er náttúrulega búin að þjálfa lengi, en ég ætla ekki að segja ykkur hversu lengi. Mér líst vel á þetta og ætla að gera mitt besta,“ segir Díana glettin. Næsti leikur Hauka er á móti sterku liði Vals í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Auðvitað er þetta erfiður leikur á móti Val, það er engin spurning. Við förum klárlega í bikarinn til að njóta og hafa gaman. Það eru forréttindi að vera í höllinni og leikirnir á móti Val hafa oft verið hörkuleikir. Við skoðum þennan leik vel og stillum saman strengi, þetta er allt á góðri leið,“ sagði Díana í lokin.
Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sjö marka sigri á Ásvöllum í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. mars 2023 19:30 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Leik lokið: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sjö marka sigri á Ásvöllum í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. mars 2023 19:30