Nýtur sín vel í hröðum leikstíl Finnanna og segir samskiptin að mestu vera á sænsku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2023 10:01 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram og finnska landsliðsins. vísir/hulda margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, var að vonum ánægður eftir fyrsta keppnisleikinn með finnska landsliðinu. Finnar unnu þá Slóvaka, 30-27, í undankeppni EM 2024. Þorsteinn Gauti var valinn í finnska handboltalandsliðið í vetur. Hann er gjaldgengur með því í gegnum ömmu sína sem var finnsk. Þorsteinn Gauti lék með Finnum á æfingamóti í Lettlandi í janúar en fyrsti keppnisleikurinn var gegn Slóvakíu í fyrradag. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég fór út á mánudaginn og hitti liðið á þriðjudagsmorgunn. Við vorum í æfingabúðum rétt fyrir utan Helsinki. Það voru stífar æfingar og fundir og flottur undirbúningur. Það var skrítið að hitta nokkra í liðinu í fyrsta skipti,“ sagði Þorsteinn Gauti í samtali við Vísi í gær. „Leikurinn spilaðist vel. Ég renndi svolítið blint í sjóinn en það var skemmtilegt að vinna.“ Þorsteinn Gauti tók drjúgan þátt í leiknum á fimmtudaginn. „Ég kom inn á eftir korter og spilaði út fyrri hálfleikinn og svo kom ég aðeins inn á í lokin. Þetta gekk bara vel og ég get gengið sáttur frá leiknum. Þeir eru með flotta stráka í vinstri skyttunni sem ég er vanur að spila. Það eru tveir tveggja metra gæjar, alvöru lurkar. En ég kom aðeins inn á miðjuna líka. Þeir eru frekar þunnskipaðir, eru með gott byrjunarlið en ekki mikið á bekknum og eru í uppbyggingarfasa. Það eru líka ungir strákar þarna.“ Þorsteinn Gauti segist passa vell inn í leikstíl finnska landsliðsins. „Þeir vilja spila þokkalega hratt og keyra upp þannig að þetta er ekkert svo ósvipað því sem maður er vanur.“ Eftir sigurinn á Slóvökum eru Finnar með tvö stig í riðli 2 í undankeppni EM 2024. Efstu tvö liðin í riðlunum átta komast á EM sem og fjögur af þeim átta liðum sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þegar hann er reiknaður saman eru úrslitin gegn liðunum í 4. sæti riðlanna samt ekki tekin með. Finnland og Slóvakía eigast aftur við á morgun og með hagstæðum úrslitum þar verða Þorsteinn Gauti og félagar enn í baráttunni um sæti á EM fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. Þeir eru gegn Serbíu og Noregi. „Ef við vinnum á sunnudaginn erum við búnir að tryggja okkur 3. sætið og þá er eitthvað opið fyrir síðustu leikina,“ sagði Þorsteinn Gauti. Slóvakar hafa komist á nokkur stórmót undanfarin ár svo sigur Finna í fyrradag var nokkuð óvæntur. Þorsteinn Gauti segir samt að finnska liðið hafi haft trú á því að það gæti unnið Slóvakíu. „Þeir eru búnir að vera í uppbyggingarfasa og töluðu um að núna væri augnablikið til að taka skref fram á við, vinna sterkara lið en þeir hafa unnið áður, öflugt upp á framhaldið og sýna að liðið sé á leið eitthvað,“ sagði Þorsteinn Gauti. Þjálfari Finnlands er Svíinn Ola Lindgren og Þorsteinn Gauti segir að samskiptin í landsliðinu séu að mestu á sænsku. „Þeir tala allir sænsku. Ola talar við þá á sænsku og svo tala þeir ensku við mig. Inni á vellinum tala þeir bara sænsku sem er fínt. Það er auðveldara að átta sig á hvað er í gangi. Það var margt líkt með sænsku og íslensku,“ sagði Þorsteinn Gauti að lokum. EM 2024 í handbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Þorsteinn Gauti var valinn í finnska handboltalandsliðið í vetur. Hann er gjaldgengur með því í gegnum ömmu sína sem var finnsk. Þorsteinn Gauti lék með Finnum á æfingamóti í Lettlandi í janúar en fyrsti keppnisleikurinn var gegn Slóvakíu í fyrradag. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég fór út á mánudaginn og hitti liðið á þriðjudagsmorgunn. Við vorum í æfingabúðum rétt fyrir utan Helsinki. Það voru stífar æfingar og fundir og flottur undirbúningur. Það var skrítið að hitta nokkra í liðinu í fyrsta skipti,“ sagði Þorsteinn Gauti í samtali við Vísi í gær. „Leikurinn spilaðist vel. Ég renndi svolítið blint í sjóinn en það var skemmtilegt að vinna.“ Þorsteinn Gauti tók drjúgan þátt í leiknum á fimmtudaginn. „Ég kom inn á eftir korter og spilaði út fyrri hálfleikinn og svo kom ég aðeins inn á í lokin. Þetta gekk bara vel og ég get gengið sáttur frá leiknum. Þeir eru með flotta stráka í vinstri skyttunni sem ég er vanur að spila. Það eru tveir tveggja metra gæjar, alvöru lurkar. En ég kom aðeins inn á miðjuna líka. Þeir eru frekar þunnskipaðir, eru með gott byrjunarlið en ekki mikið á bekknum og eru í uppbyggingarfasa. Það eru líka ungir strákar þarna.“ Þorsteinn Gauti segist passa vell inn í leikstíl finnska landsliðsins. „Þeir vilja spila þokkalega hratt og keyra upp þannig að þetta er ekkert svo ósvipað því sem maður er vanur.“ Eftir sigurinn á Slóvökum eru Finnar með tvö stig í riðli 2 í undankeppni EM 2024. Efstu tvö liðin í riðlunum átta komast á EM sem og fjögur af þeim átta liðum sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þegar hann er reiknaður saman eru úrslitin gegn liðunum í 4. sæti riðlanna samt ekki tekin með. Finnland og Slóvakía eigast aftur við á morgun og með hagstæðum úrslitum þar verða Þorsteinn Gauti og félagar enn í baráttunni um sæti á EM fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. Þeir eru gegn Serbíu og Noregi. „Ef við vinnum á sunnudaginn erum við búnir að tryggja okkur 3. sætið og þá er eitthvað opið fyrir síðustu leikina,“ sagði Þorsteinn Gauti. Slóvakar hafa komist á nokkur stórmót undanfarin ár svo sigur Finna í fyrradag var nokkuð óvæntur. Þorsteinn Gauti segir samt að finnska liðið hafi haft trú á því að það gæti unnið Slóvakíu. „Þeir eru búnir að vera í uppbyggingarfasa og töluðu um að núna væri augnablikið til að taka skref fram á við, vinna sterkara lið en þeir hafa unnið áður, öflugt upp á framhaldið og sýna að liðið sé á leið eitthvað,“ sagði Þorsteinn Gauti. Þjálfari Finnlands er Svíinn Ola Lindgren og Þorsteinn Gauti segir að samskiptin í landsliðinu séu að mestu á sænsku. „Þeir tala allir sænsku. Ola talar við þá á sænsku og svo tala þeir ensku við mig. Inni á vellinum tala þeir bara sænsku sem er fínt. Það er auðveldara að átta sig á hvað er í gangi. Það var margt líkt með sænsku og íslensku,“ sagði Þorsteinn Gauti að lokum.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira