Íranar og Sádar taka aftur upp stjórnmálasamband Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 15:24 Xi Jinping, forseti Kína, (t.h.) tekur í hönd Ebrahims Raisi, forseta Írans, í heimsókn þess síðarnefnda í Beijing í síðasta mánuði. AP/skrifstofa forseta Írans Fulltrúar Írans og Sádi-Arabíu tilkynntu að ríkin tvö ætluðu að taka aftur upp stjórnmálasamband og opna sendiráð sem var lokað í áralöngum illdeilum þeirra í dag. Kínverjar höfðu milligöngu um samningaviðræður ríkjanna. Grunnt hefur verið á því góða á milli Írans og Sádi-Arabíu undanfarin ár. Íranar eru meðal annars taldir hafa staðið að árás á olíuframleiðslu í Sádí-Arabíu árið 2019. Ríkin styðja hvor sína fylkinguna í stríðinu í Jemen. Viðræður ríkjanna fóru fram í Beijing. Samkomumlag þeirra kveður á um að ríkin virði fullveldi og skipti sér ekki af innanríkismálum hvort annars. Samkomulagi ríkjanna er lýst sem meiriháttar sigri fyrir kínversk stjórnvöld í utanríkismálum. Bæði ríkin þökkuðu gestgjöfunum sérstaklega í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. AP-fréttastofan segir að Persaflóaríki líti nú svo á að áhrif Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum fari smám saman dvínandi. Xi Jingping, forseti Kína, hefur undanfarið fundað með leiðtogum olíuríkja við Persaflóa sem Kínverjar reiða sig á til orkukaupa. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins segir Reuters-fréttastofunni að Bandaríkjastjórn viti af samkomulaginu og að hún fagni öllum tilraunum til þess að binda enda á stríðið í Jemen og draga úr spennu í Miðausturlöndum. Íran Sádi-Arabía Kína Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Grunnt hefur verið á því góða á milli Írans og Sádi-Arabíu undanfarin ár. Íranar eru meðal annars taldir hafa staðið að árás á olíuframleiðslu í Sádí-Arabíu árið 2019. Ríkin styðja hvor sína fylkinguna í stríðinu í Jemen. Viðræður ríkjanna fóru fram í Beijing. Samkomumlag þeirra kveður á um að ríkin virði fullveldi og skipti sér ekki af innanríkismálum hvort annars. Samkomulagi ríkjanna er lýst sem meiriháttar sigri fyrir kínversk stjórnvöld í utanríkismálum. Bæði ríkin þökkuðu gestgjöfunum sérstaklega í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. AP-fréttastofan segir að Persaflóaríki líti nú svo á að áhrif Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum fari smám saman dvínandi. Xi Jingping, forseti Kína, hefur undanfarið fundað með leiðtogum olíuríkja við Persaflóa sem Kínverjar reiða sig á til orkukaupa. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins segir Reuters-fréttastofunni að Bandaríkjastjórn viti af samkomulaginu og að hún fagni öllum tilraunum til þess að binda enda á stríðið í Jemen og draga úr spennu í Miðausturlöndum.
Íran Sádi-Arabía Kína Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira