Bönnum loðdýrahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 10. mars 2023 14:00 Á Íslandi eru 9 minkabú með um 16.000 læðum, og hefur fækkað úr rúmum 300 þegar mest var. Um 30 manns starfa á þessum minkabúum skv. upplýsingum Hagstofunnar 2022. Ástæða þessarrar fækkunar minkabúa eru verðsveiflur á skinnaverðum á erlendum mörkuðum og því hefur afkoma minkaeldis rokkað milli hagnaðar og taps. Mestur var samanlagður hagnaður minkaeldis um 560 mkr (EBIT) árið 2013, en næstu 7 ár var viðvarandi tap í greininni, hið mesta um 250 mkr á ársgrundvelli 2018. Verð á grávöru hélst stöðugt frá árinu 2000 til 2010, þegar meðalverð fyrir skinnið var um 206 DKK sem þótti ásættanlegt verð skv. upplýsingum frá uppboðshúsinu Kopenhagen Fur. Hæst fór meðalverð fyrir skinnið í 563 DKK árið 2013. Fram að þeim tíma hafði verið viðvarandi hagnaður af greininni, en upp úr 2014 lækkaði verðið um helming, sem stafaði af auknu framboði. Næstu 7 ár, fram til ársins 2021 var tap af rekstri minkaeldis, vegna hins lága verðs, mest nam tapið tæpum 250 mkr árið 2018. Árið 2021 skiluðu þessi minkabú 116mkr hagnaði samanlagt. Það er því ekki á vísan að róa í minkaeldi. Minkabændur hafa sótt á stjórnvöld að nota fé skattborgaranna til að mæta þessum sveiflum svo þeir geti haldið starfsemi sinni áfram. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um framtíð loðdýraeldis á Íslandi. Starfshópurinn skilaði tillögu til þriggja ráðuneyta þar sem farið var fram á 160 milljón króna framlag. Gegn þessu framlagi átti að koma kolefnis- og umhverfisverkefni þar sem minkaskítur yrði seldur í áburð, og minkabúin keyptu úrgang úr slátur- og fiskiðnaði. Ein af röksemdunum var að minkaeldi væri umhverfisvænn iðnaður. Það er nokkuð glannaleg staðhæfing sem er efni í aðra grein. Nú í kjölfar þeirrar óáranar sem Covid og Úkraínu stríðinu fylgir, fóru minkabændur fram á 160 mkr niðurgreiðslu til fóðurkostnaðar, til að mæta verðhækkunum fóðurs. Niðurstaðan varð árleg 80 mkr niðurgreiðsla fóðurkostnaðar í tvð ár, sem gengur til þessarra 9 minkabúa. Árið 2014 var innleidd reglugerð Evópusambandsins um lágmarksstærð búra, sem minkabændur töldu leggja svo miklar álögur á greinina að fáir réðu við þann kostnaðarauka, því var minkabændum gefinn frestur til ársins 2020 að uppfylla þessar kröfur um búrastærð. Í því sambandi taldi forsvarsmaður minkabænda vanta um 400 milljónir inn í greinina, svo hún væri arðbær. Minkaskinn eru lúxusvara sem er seld á erlendum mörkuðum, þau hafa ekki þýðingu fyrir þjóðarhag, hvorki sem framlag til matvælaöryggis eða til kolefnisjöfnunar, nema þá ríkið setji þær 160 mkr í verkefnið sem minkabændur reikna út að það kosti. Sérstaklega er ámælisvert að þegar helsti vandi ríkisbúskaparins er neikvæður vöruskiptajöfnuður, að ríki setji fjármagn í grein sem er háð duttlungum lúxusmarkaða, sem ýmist skilar hagnaði eða tapið er svo mikið að framleiðendur heltast úr lestinni í tugatali. Þar við má bæta að textíl og tískuframleiðendur hætta notkun loðskinna eingöngu af dýravelferðarsjónarmiðum. Austurríki, Belgía, Bosnia og Herzegovína, Króatía, Tékkland, Eistland, Frakkland, Ítalía, Írland, Lettland, Luxembúrg, Malta, Noregur, Holland, Makedónía, Serbía, Slóvaíka, Slóvenía, Bretland, Sviss og Þýskaland hafa bannað loðdýraeldi þar sem það samræmist ekki dýravelferðarlögum að stunda þessa iðju. Búlgaría hefur sett bann við minkaeldi sem er þrætt fyrir dómstólum. Hefur bannað loðdýraeldi og Danmörk hefur sett svo ströng skilyrði að ekki er fýsilegt að hefja loðdýraeldi aftur eftir Covid bann. Loðdýraeldi er því á undanhaldi í Evrópu. Við þetta má bæta að einstök fylki í Bandaríkjunum hafa sett bann við verslun með loðskinn. Það er því augljóst hvert stefnir. Stjórnvöld í hverju ríkinu á fætur öðru setja bann við loðdýraeldi af tveimur ástæðum, iðjan samræmist ekki lögum og sjónarmiðum um dýravelferð, og reksturinn er svo ótryggur að til þess hann beri sig þarf skattfé almennings að bæta upp viðvarandi tap í greininni. Ísland er þar engin undantekning. Minkaeldi á Íslandi stangast á við dýravelferð og þrífst ekki án þess að framlög af skattfé almennings komi til. . Það er því einboðið að stjórnvöld setji fram áætlun um að leggja niður loðdýraeldi á Íslandi og að innan fjögurra ára fyrirfinnist þessi iðja ekki lengur hérlendis. Sem fyrsta skref ættu stjórnvöld þegar í stað að stöðva hvers konar niðurgreiðslur eða styrki af skattfé almennings til loðdýraeldis. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa því skorað á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi á Íslandi. Höfundur er í stjórn Samtaka um Dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðdýrarækt Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru 9 minkabú með um 16.000 læðum, og hefur fækkað úr rúmum 300 þegar mest var. Um 30 manns starfa á þessum minkabúum skv. upplýsingum Hagstofunnar 2022. Ástæða þessarrar fækkunar minkabúa eru verðsveiflur á skinnaverðum á erlendum mörkuðum og því hefur afkoma minkaeldis rokkað milli hagnaðar og taps. Mestur var samanlagður hagnaður minkaeldis um 560 mkr (EBIT) árið 2013, en næstu 7 ár var viðvarandi tap í greininni, hið mesta um 250 mkr á ársgrundvelli 2018. Verð á grávöru hélst stöðugt frá árinu 2000 til 2010, þegar meðalverð fyrir skinnið var um 206 DKK sem þótti ásættanlegt verð skv. upplýsingum frá uppboðshúsinu Kopenhagen Fur. Hæst fór meðalverð fyrir skinnið í 563 DKK árið 2013. Fram að þeim tíma hafði verið viðvarandi hagnaður af greininni, en upp úr 2014 lækkaði verðið um helming, sem stafaði af auknu framboði. Næstu 7 ár, fram til ársins 2021 var tap af rekstri minkaeldis, vegna hins lága verðs, mest nam tapið tæpum 250 mkr árið 2018. Árið 2021 skiluðu þessi minkabú 116mkr hagnaði samanlagt. Það er því ekki á vísan að róa í minkaeldi. Minkabændur hafa sótt á stjórnvöld að nota fé skattborgaranna til að mæta þessum sveiflum svo þeir geti haldið starfsemi sinni áfram. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um framtíð loðdýraeldis á Íslandi. Starfshópurinn skilaði tillögu til þriggja ráðuneyta þar sem farið var fram á 160 milljón króna framlag. Gegn þessu framlagi átti að koma kolefnis- og umhverfisverkefni þar sem minkaskítur yrði seldur í áburð, og minkabúin keyptu úrgang úr slátur- og fiskiðnaði. Ein af röksemdunum var að minkaeldi væri umhverfisvænn iðnaður. Það er nokkuð glannaleg staðhæfing sem er efni í aðra grein. Nú í kjölfar þeirrar óáranar sem Covid og Úkraínu stríðinu fylgir, fóru minkabændur fram á 160 mkr niðurgreiðslu til fóðurkostnaðar, til að mæta verðhækkunum fóðurs. Niðurstaðan varð árleg 80 mkr niðurgreiðsla fóðurkostnaðar í tvð ár, sem gengur til þessarra 9 minkabúa. Árið 2014 var innleidd reglugerð Evópusambandsins um lágmarksstærð búra, sem minkabændur töldu leggja svo miklar álögur á greinina að fáir réðu við þann kostnaðarauka, því var minkabændum gefinn frestur til ársins 2020 að uppfylla þessar kröfur um búrastærð. Í því sambandi taldi forsvarsmaður minkabænda vanta um 400 milljónir inn í greinina, svo hún væri arðbær. Minkaskinn eru lúxusvara sem er seld á erlendum mörkuðum, þau hafa ekki þýðingu fyrir þjóðarhag, hvorki sem framlag til matvælaöryggis eða til kolefnisjöfnunar, nema þá ríkið setji þær 160 mkr í verkefnið sem minkabændur reikna út að það kosti. Sérstaklega er ámælisvert að þegar helsti vandi ríkisbúskaparins er neikvæður vöruskiptajöfnuður, að ríki setji fjármagn í grein sem er háð duttlungum lúxusmarkaða, sem ýmist skilar hagnaði eða tapið er svo mikið að framleiðendur heltast úr lestinni í tugatali. Þar við má bæta að textíl og tískuframleiðendur hætta notkun loðskinna eingöngu af dýravelferðarsjónarmiðum. Austurríki, Belgía, Bosnia og Herzegovína, Króatía, Tékkland, Eistland, Frakkland, Ítalía, Írland, Lettland, Luxembúrg, Malta, Noregur, Holland, Makedónía, Serbía, Slóvaíka, Slóvenía, Bretland, Sviss og Þýskaland hafa bannað loðdýraeldi þar sem það samræmist ekki dýravelferðarlögum að stunda þessa iðju. Búlgaría hefur sett bann við minkaeldi sem er þrætt fyrir dómstólum. Hefur bannað loðdýraeldi og Danmörk hefur sett svo ströng skilyrði að ekki er fýsilegt að hefja loðdýraeldi aftur eftir Covid bann. Loðdýraeldi er því á undanhaldi í Evrópu. Við þetta má bæta að einstök fylki í Bandaríkjunum hafa sett bann við verslun með loðskinn. Það er því augljóst hvert stefnir. Stjórnvöld í hverju ríkinu á fætur öðru setja bann við loðdýraeldi af tveimur ástæðum, iðjan samræmist ekki lögum og sjónarmiðum um dýravelferð, og reksturinn er svo ótryggur að til þess hann beri sig þarf skattfé almennings að bæta upp viðvarandi tap í greininni. Ísland er þar engin undantekning. Minkaeldi á Íslandi stangast á við dýravelferð og þrífst ekki án þess að framlög af skattfé almennings komi til. . Það er því einboðið að stjórnvöld setji fram áætlun um að leggja niður loðdýraeldi á Íslandi og að innan fjögurra ára fyrirfinnist þessi iðja ekki lengur hérlendis. Sem fyrsta skref ættu stjórnvöld þegar í stað að stöðva hvers konar niðurgreiðslur eða styrki af skattfé almennings til loðdýraeldis. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa því skorað á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi á Íslandi. Höfundur er í stjórn Samtaka um Dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar