Krafði Katrínu og Bjarna um skýr svör Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2023 11:33 Rebekka Karlsdóttir, forseti SHÍ, og hópur mótmælenda. Vísir/Einar Stúdentar við Háskóla Íslands mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, vegna þess sem þeir telja vera vanfjármögnun hins opinbera háskólakerfis. Forseti Stúdendaráðs HÍ afhenti forsætis- og fjármálaráðherra áskorun stúdenta og lét ráðherra vinna fyrir kaupinu sínu með krefjandi spurningum. Stúdentar við Háskóla Íslands telja að skólinn sé vanfjármagnaður upp á upphæð sem nemur einum milljarði króna. Þá hafa stúdentarnir einnig áhyggjur af því að hækka eigi skráningargjald í opinbera háskóla hér á landi. Til þess að mótmæla þessu marseraði hópur stúdenta að Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur. Mótmælendurnir sögðu að stúdentar væru látnir splæsa til þessa að reka hið opinbera háskólakerfi.Vísir/Einar Að loknum fundi ríkisstjórnarinnar afhenti Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra áskorun stúdenta. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lét Rebekka sér ekki nægja að afhenda áskorunina heldur krafði hún bæði Katrínu og Bjarna um svör við áhyggjum stúdenta. Í viðtali við fréttastofu, áður en að Rebekka náði tali af ráðherrunum, sagði hún stúdenta telja að stjórnvöld væru ekki að sinna skyldum sínum um að fjármagna háskólakerfið sem skyldi. Þá væru þau mótfallin hækkun á skráningargjaldi í opinbera háskóla. Stúdentar mættu með borða.Vísir/Einar „Við höfum verið að benda á að það sé verið að nota skrásetningargjaldið í allt of marga hluti sem Stúdentaráð telur ekki standast lög um opinbera háskóla. Þetta birtist svo extra skýrt núna sem er ástæðan fyrir því að við erum að tala um þetta saman. Strax eftir að mikill niðurskurður var boðaður til háskólans í umræðum um fjárlög, þá stekkur háskólinn til, reynir að bregðast við stöðunni og óskar eftir hækkun skrásetningargjaldsins, sagði Rebekka. Rebekka Karlsdóttir er forseti Stúdentaráðs HÍ.Vísir/Einar „Það er verið að kafa beint í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldu sinni að fjármagna opinbera háskólamenntun,“ bætti hún við. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Stúdentar við Háskóla Íslands telja að skólinn sé vanfjármagnaður upp á upphæð sem nemur einum milljarði króna. Þá hafa stúdentarnir einnig áhyggjur af því að hækka eigi skráningargjald í opinbera háskóla hér á landi. Til þess að mótmæla þessu marseraði hópur stúdenta að Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur. Mótmælendurnir sögðu að stúdentar væru látnir splæsa til þessa að reka hið opinbera háskólakerfi.Vísir/Einar Að loknum fundi ríkisstjórnarinnar afhenti Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra áskorun stúdenta. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lét Rebekka sér ekki nægja að afhenda áskorunina heldur krafði hún bæði Katrínu og Bjarna um svör við áhyggjum stúdenta. Í viðtali við fréttastofu, áður en að Rebekka náði tali af ráðherrunum, sagði hún stúdenta telja að stjórnvöld væru ekki að sinna skyldum sínum um að fjármagna háskólakerfið sem skyldi. Þá væru þau mótfallin hækkun á skráningargjaldi í opinbera háskóla. Stúdentar mættu með borða.Vísir/Einar „Við höfum verið að benda á að það sé verið að nota skrásetningargjaldið í allt of marga hluti sem Stúdentaráð telur ekki standast lög um opinbera háskóla. Þetta birtist svo extra skýrt núna sem er ástæðan fyrir því að við erum að tala um þetta saman. Strax eftir að mikill niðurskurður var boðaður til háskólans í umræðum um fjárlög, þá stekkur háskólinn til, reynir að bregðast við stöðunni og óskar eftir hækkun skrásetningargjaldsins, sagði Rebekka. Rebekka Karlsdóttir er forseti Stúdentaráðs HÍ.Vísir/Einar „Það er verið að kafa beint í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldu sinni að fjármagna opinbera háskólamenntun,“ bætti hún við.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira