„Hvað svo?“ – Nám í þjóðfræði Þórunn Valdís Þórsdóttir skrifar 10. mars 2023 12:01 Nú þegar Háskóladagurinn er nýbúinn eru líklega mörg að velta fyrir sér að fara í nám og skoða hvað er í boði. Þegar ég lauk framhaldsskóla fékk ég oft spurninguna hvað ég ætlaði svo að gera næst. Oft fannst mér ætlast til þess að næsta skref væri háskólanám, þar sem ég þyrfti að velja námið út frá því hvað ég ætlaði svo að verða. Eftir að hafa tekið mér smá hvíld frá námi og safnað smá pening ákvað ég að ég væri tilbúin til að fara aftur í nám og læra eitthvað. Ég vissi bara ekki hvað ég vildi læra. Ég ákvað að byrja á byrjuninni og skoða hvaða nám væri í boði í háskólum landsins og sjá hvort ég fyndi þannig hvað mig langaði að gera. Það voru margar námsleiðir sem ég hafði áhuga á, en var samt hálf hikandi um hvort ég vildi skuldbinda mig og hvort ég myndi vilja vinna á því sviði eftir námið. Þegar ég var komin niður nánast allan listan á námsframboði í Háskóla Íslands rak ég svo augun í orðið þjóðfræði. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri, en ákvað samt að lesa um námið. Þarna var búið að blanda saman öllu sem ég hafði áhuga á í öðrum námsgreinum. Þjóðfræðin virtist vera mjög fjölbreytt nám, þar sem hægt væri að skoða nánast alla þætti samfélagsins. Þar væri horft á hversdagsmenningu og daglegt líf fólks, bæði í fortíðinni og samtímanum. Hægt væri að skoða þjóðsögur og ævintýri, atvinnu- og lifnaðarhætti, hátíðir, leiki, tísku og trúarbrögð svo dæmi séu nefnd. Ég ákvað því að láta vaða og skráði mig í þjóðfræði haustið eftir. Það að vera komin með plan fyrir næstu þrjú árin reyndist þó ekki nóg til að losna undan spurningunni „hvað svo?“ Ég var reglulega spurð að því hvað þjóðfræðingar gerðu eiginlega og oftar eftir því sem útskriftin færðist nær. Til að byrja með var svarið yfirleitt „ég veit það ekki“, en með tímanum hefur það breyst. Þó ég sé enn ekki viss um hvað ég ætla að gera að námi loknu, hef ég lært að til viðbótar við hversu skemmtilegt þjóðfræðinámið er, er það einnig mjög hagnýtt. Nám sem skoðar samfélög og hjálpar okkur að skilja fólk og hópa beinir manni ekki inn á einhvern ákveðinn starfsvettvang, en er gagnlegt mjög víða og tækifærin fjölbreytt. Grunnnám í þjóðfræði opnar einnig dyrnar á fjölda möguleika til framhaldsnáms, bæði í þjóðfræði og í öðrum greinum. Ég er allavega mjög ánægð með ákvörðunina sem ég tók fyrir þremur árum síðan og hlakka til framhaldsins. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Háskóladagurinn er nýbúinn eru líklega mörg að velta fyrir sér að fara í nám og skoða hvað er í boði. Þegar ég lauk framhaldsskóla fékk ég oft spurninguna hvað ég ætlaði svo að gera næst. Oft fannst mér ætlast til þess að næsta skref væri háskólanám, þar sem ég þyrfti að velja námið út frá því hvað ég ætlaði svo að verða. Eftir að hafa tekið mér smá hvíld frá námi og safnað smá pening ákvað ég að ég væri tilbúin til að fara aftur í nám og læra eitthvað. Ég vissi bara ekki hvað ég vildi læra. Ég ákvað að byrja á byrjuninni og skoða hvaða nám væri í boði í háskólum landsins og sjá hvort ég fyndi þannig hvað mig langaði að gera. Það voru margar námsleiðir sem ég hafði áhuga á, en var samt hálf hikandi um hvort ég vildi skuldbinda mig og hvort ég myndi vilja vinna á því sviði eftir námið. Þegar ég var komin niður nánast allan listan á námsframboði í Háskóla Íslands rak ég svo augun í orðið þjóðfræði. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri, en ákvað samt að lesa um námið. Þarna var búið að blanda saman öllu sem ég hafði áhuga á í öðrum námsgreinum. Þjóðfræðin virtist vera mjög fjölbreytt nám, þar sem hægt væri að skoða nánast alla þætti samfélagsins. Þar væri horft á hversdagsmenningu og daglegt líf fólks, bæði í fortíðinni og samtímanum. Hægt væri að skoða þjóðsögur og ævintýri, atvinnu- og lifnaðarhætti, hátíðir, leiki, tísku og trúarbrögð svo dæmi séu nefnd. Ég ákvað því að láta vaða og skráði mig í þjóðfræði haustið eftir. Það að vera komin með plan fyrir næstu þrjú árin reyndist þó ekki nóg til að losna undan spurningunni „hvað svo?“ Ég var reglulega spurð að því hvað þjóðfræðingar gerðu eiginlega og oftar eftir því sem útskriftin færðist nær. Til að byrja með var svarið yfirleitt „ég veit það ekki“, en með tímanum hefur það breyst. Þó ég sé enn ekki viss um hvað ég ætla að gera að námi loknu, hef ég lært að til viðbótar við hversu skemmtilegt þjóðfræðinámið er, er það einnig mjög hagnýtt. Nám sem skoðar samfélög og hjálpar okkur að skilja fólk og hópa beinir manni ekki inn á einhvern ákveðinn starfsvettvang, en er gagnlegt mjög víða og tækifærin fjölbreytt. Grunnnám í þjóðfræði opnar einnig dyrnar á fjölda möguleika til framhaldsnáms, bæði í þjóðfræði og í öðrum greinum. Ég er allavega mjög ánægð með ákvörðunina sem ég tók fyrir þremur árum síðan og hlakka til framhaldsins. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun