Versti hálfleikur íslenska karlalandsliðsins í næstum því 24 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 11:21 Það þarf að fara næstum því aldarfjórðung aftur í tímann til að finna jafnslaka frammistöðu í sóknarleiknum í undankeppni EM. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta skoraði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik í tapleiknum á móti Tékkum í gær. Þetta er ein versta frammistaða liðsins í einum hálfleik í sögu undankeppni EM. Íslensku strákarnir arnir nýttu aðeins 7 af 17 skotum sínum í hálfeiknum sem gerir 41 prósent skotnýtingu auk þess að liðið tapaði átta boltum í hálfleiknum. Það þýðir því að íslenska liðið klikkaði bæði á fleiri skotum og tapaði fleiri boltum en liðið skoraði af mörkum. Aðeins fjórir leikmenn skoruðu í hálfleiknum eða þeir Viggó Kristjánsson (3), Bjarki Már Elísson (2), Sigvaldi Björn Guðjónsson (1) og Gísli Þorgeir Kristjánsson (1). Metið var vissulega í hættu en féll þó ekki. Íslenska metið er áfram frá því skelfilegum leik í Moskvu í nóvember 1995 en það þarf aftur á móti að fara allt til ársins 1999 til að finna verri hálfleik hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Forsíðufrétt íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir leikinn í Sviss í maí 1999.timarit.is Íslenska landsliðið skoraði síðasta bara sjö mörk í einum hálfleik í undankeppni í leik á móti Sviss í undankeppni EM 2000. Íslenska liðið tapaði þá seinni hálfleiknum 7-13 og þar með leiknum níu marka mun, 20-29. Framhaldið á þeim boðar reyndar gott fyrir íslenska liðið. Seinni leikurinn í Kaplakrika vannst nefnilega með níu marka mun, 32-23, og það dugði til að tryggja íslenska liðinu sæti á sínu fyrsta Evrópumóti. Nú er bara að vona íslensku strákarnir geti rifið sig upp eins og þá en Tékkar mæta í Laugardalshöllina um helgina. Mörkin voru bara sautján í heildina sem var einnig nálægt því minnsta hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Þetta var enn fremur það næstminnsta sem íslenska liðið hefur skorað í leik í undankeppni EM síðan að liðið skoraði bara fjórtán mörk í umræddum Moskvuleik 5. nóvember 1995. Því má ekki gleyma að á þessum tími var handboltinn mun hægari en hann er í dag enda engin hröð miðja og alls enginn ofurhröð miðja eins og er oft í handboltaleikjum eftir breytingar á reglum við að koma boltanum aftur í leik. Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995 Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Íslensku strákarnir arnir nýttu aðeins 7 af 17 skotum sínum í hálfeiknum sem gerir 41 prósent skotnýtingu auk þess að liðið tapaði átta boltum í hálfleiknum. Það þýðir því að íslenska liðið klikkaði bæði á fleiri skotum og tapaði fleiri boltum en liðið skoraði af mörkum. Aðeins fjórir leikmenn skoruðu í hálfleiknum eða þeir Viggó Kristjánsson (3), Bjarki Már Elísson (2), Sigvaldi Björn Guðjónsson (1) og Gísli Þorgeir Kristjánsson (1). Metið var vissulega í hættu en féll þó ekki. Íslenska metið er áfram frá því skelfilegum leik í Moskvu í nóvember 1995 en það þarf aftur á móti að fara allt til ársins 1999 til að finna verri hálfleik hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Forsíðufrétt íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir leikinn í Sviss í maí 1999.timarit.is Íslenska landsliðið skoraði síðasta bara sjö mörk í einum hálfleik í undankeppni í leik á móti Sviss í undankeppni EM 2000. Íslenska liðið tapaði þá seinni hálfleiknum 7-13 og þar með leiknum níu marka mun, 20-29. Framhaldið á þeim boðar reyndar gott fyrir íslenska liðið. Seinni leikurinn í Kaplakrika vannst nefnilega með níu marka mun, 32-23, og það dugði til að tryggja íslenska liðinu sæti á sínu fyrsta Evrópumóti. Nú er bara að vona íslensku strákarnir geti rifið sig upp eins og þá en Tékkar mæta í Laugardalshöllina um helgina. Mörkin voru bara sautján í heildina sem var einnig nálægt því minnsta hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Þetta var enn fremur það næstminnsta sem íslenska liðið hefur skorað í leik í undankeppni EM síðan að liðið skoraði bara fjórtán mörk í umræddum Moskvuleik 5. nóvember 1995. Því má ekki gleyma að á þessum tími var handboltinn mun hægari en hann er í dag enda engin hröð miðja og alls enginn ofurhröð miðja eins og er oft í handboltaleikjum eftir breytingar á reglum við að koma boltanum aftur í leik. Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995
Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira