Í tilefni dagsins Birna Einarsdóttir skrifar 8. mars 2023 13:31 Það var hálf einmanalegt í hinu svokallaða „Félagi kvenna í Kauphöllinni“ í júní 2021 þegar bankinn var skráður á markað. Þó dró fljótt til tíðinda og á tæplega tveimur árum hafa bæst við þrjár öflugar konur í stöður forstjóra hjá skráðum félögum. Í dag, þegar við höldum upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, er ágætt að minna sig á hvert við erum komin og hvert við stefnum. Þó okkur kvenforstjórum fari fjölgandi er hlutfallið samt aðeins 13% og hlutföllin eru enn víða mjög skökk. Hér er um að ræða kunnuglega sögu, tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Konur eru í dag um 30% af eigendum skráðra hlutabréfa og við skráningu bankans sáum við það hlutfall vera 36%. Um 29% framkvæmdastjóra skráðra félaga eru konur og 10% stjórnarformanna eru konur. Það er því enn mikið verk að vinna. En hvers vegna skiptir þetta máli? Fyrirtæki um allan heim hafa sett sjálfbærni á dagskrá og jafnréttismálin eru hluti af því. Það þýðir að stjórnendur sjái fram á betri rekstur og eftirsóttari vinnustaði með sjálfbærni að leiðarljósi. Við sjáum fyrirtæki taka frekari skref er varða þátttöku allra, sem er mjög jákvætt. Með áherslu á fjölbreytni í efri lögum fyrirtækja aukast líkur á að sú fjölbreytni hafi áhrif í öll mengi fyrirtækjanna og það höfum við séð hjá Íslandsbanka. Við ræðum þessi mál í framkvæmdastjórn, en ánægjulegust eru samtöl okkar við birgja og viðskiptavini og að fá jákvæð viðbrögð við þeim – því í langflestum tilvikum fagna samstarfsaðilar okkar samtalinu. Í gegnum fræðslu bankans höfum við einnig rætt jafnréttismál með margvíslegum hætti og hafa yfir 2.000 gestir mætt á slíka fundi svo ekki skortir áhugann. Sérstaklega er áhuginn áberandi þegar við ræðum um konur og fjárfestingar enda mikilvægt að efla konur til fjárfestinga. Með þessum hætti erum við sannarlega hreyfiafl til góðra verka. Við sjáum líka í mælingum að sífellt fleiri viðskiptavinir telja sjálfbærnimál almennt skipta meira máli, sem er mikið fagnaðarefni og gaman að sjá fyrirtæki senda skýr samfélagsskilaboð samhliða uppgjörsefni.Einhverjir kunna að telja það koma niður á hlutverki fyrirtækja að skila góðri afkomu að setja sjálfbærnimál á dagskrá. Við teljum því öfugt farið og látum okkar tölur tala sínu máli þegar við fögnum góðu rekstrarári 2022. Okkar vegferð er að byrja og við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og ræðum það reglulega við starfsfólk bankans. Við verðum þrátt fyrir allt að geta talað um hlutina þó við séum ekki fullkomin. Von mín er að fjölbreytt forysta komi til með að endurspegla fjölbreyttar áherslur fyrirtækja og við leyfum okkur að berjast fyrir litlum sem stórum málum í daglegum ákvörðunum. Bjartsýn hlakka ég til að drekka kaffi með fjölmennari hóp „Félags kvenna í Kauphöllinni.“ Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það var hálf einmanalegt í hinu svokallaða „Félagi kvenna í Kauphöllinni“ í júní 2021 þegar bankinn var skráður á markað. Þó dró fljótt til tíðinda og á tæplega tveimur árum hafa bæst við þrjár öflugar konur í stöður forstjóra hjá skráðum félögum. Í dag, þegar við höldum upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, er ágætt að minna sig á hvert við erum komin og hvert við stefnum. Þó okkur kvenforstjórum fari fjölgandi er hlutfallið samt aðeins 13% og hlutföllin eru enn víða mjög skökk. Hér er um að ræða kunnuglega sögu, tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Konur eru í dag um 30% af eigendum skráðra hlutabréfa og við skráningu bankans sáum við það hlutfall vera 36%. Um 29% framkvæmdastjóra skráðra félaga eru konur og 10% stjórnarformanna eru konur. Það er því enn mikið verk að vinna. En hvers vegna skiptir þetta máli? Fyrirtæki um allan heim hafa sett sjálfbærni á dagskrá og jafnréttismálin eru hluti af því. Það þýðir að stjórnendur sjái fram á betri rekstur og eftirsóttari vinnustaði með sjálfbærni að leiðarljósi. Við sjáum fyrirtæki taka frekari skref er varða þátttöku allra, sem er mjög jákvætt. Með áherslu á fjölbreytni í efri lögum fyrirtækja aukast líkur á að sú fjölbreytni hafi áhrif í öll mengi fyrirtækjanna og það höfum við séð hjá Íslandsbanka. Við ræðum þessi mál í framkvæmdastjórn, en ánægjulegust eru samtöl okkar við birgja og viðskiptavini og að fá jákvæð viðbrögð við þeim – því í langflestum tilvikum fagna samstarfsaðilar okkar samtalinu. Í gegnum fræðslu bankans höfum við einnig rætt jafnréttismál með margvíslegum hætti og hafa yfir 2.000 gestir mætt á slíka fundi svo ekki skortir áhugann. Sérstaklega er áhuginn áberandi þegar við ræðum um konur og fjárfestingar enda mikilvægt að efla konur til fjárfestinga. Með þessum hætti erum við sannarlega hreyfiafl til góðra verka. Við sjáum líka í mælingum að sífellt fleiri viðskiptavinir telja sjálfbærnimál almennt skipta meira máli, sem er mikið fagnaðarefni og gaman að sjá fyrirtæki senda skýr samfélagsskilaboð samhliða uppgjörsefni.Einhverjir kunna að telja það koma niður á hlutverki fyrirtækja að skila góðri afkomu að setja sjálfbærnimál á dagskrá. Við teljum því öfugt farið og látum okkar tölur tala sínu máli þegar við fögnum góðu rekstrarári 2022. Okkar vegferð er að byrja og við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og ræðum það reglulega við starfsfólk bankans. Við verðum þrátt fyrir allt að geta talað um hlutina þó við séum ekki fullkomin. Von mín er að fjölbreytt forysta komi til með að endurspegla fjölbreyttar áherslur fyrirtækja og við leyfum okkur að berjast fyrir litlum sem stórum málum í daglegum ákvörðunum. Bjartsýn hlakka ég til að drekka kaffi með fjölmennari hóp „Félags kvenna í Kauphöllinni.“ Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar