Bellingham: Brandari að Chelsea hafi fengið að endurtaka vítaspyrnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 10:30 Jude Bellingham var ekki sáttur með afskipti myndbandadómara í tapi Borussia Dortmund í gær. Getty/James Williamson Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund, var allt annað en sáttur með kringumstæðurnar í markinu sem skaut liði hans út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Staðan var 1-1 samanlagt í einvíginu þegar Chelsea fékk víti eftir aðstoð Varsjárinnar. Kai Havertz tók vítið en skaut í stöngina. Varsjáin var þó ekki hætt því hún lét endurtaka vítið þar sem nokkrir leikmenn Dortmund voru komnir of snemma inn í teig. Havertz's penalty re-take a 'joke', says Bellingham as Dortmund crash out https://t.co/vZVWN23nkO pic.twitter.com/jIMxunAUmp— Reuters (@Reuters) March 8, 2023 Kai Havertz tók vítið aftur og skoraði. Hann tryggði Chelsea þar með 2-0 sigur í leiknum og komst liðið því áfram 2-1 samanlagt. Vítið hafði verið dæmt á hendi á Marius Wolf. Bellingham var ósáttur með báða myndbandadómana. „Ég veit ekki hvað annað hann gæti gert með hendinni sinni,“ sagði Jude Bellingham um vítadóminn en svo var komið að því að tjá sig um endutöku vítaspyrnunnar. Jude Bellingham has had his say on the penalty that saw Chelsea knock Borussia Dortmund out of the #UCL pic.twitter.com/oYmpa4EbTX— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 „Það voru vonbrigði að þetta skyldi vera víti en sú staðreynd að þeir fengu að endurtaka vítið er bara brandari,“ sagði Bellingham. „Í öllum vítaspyrnum, sérstaklega þegar menn hlaupa svona hægt að boltanum, þá eru leikmenn komnir eitthvað inn í teiginn. Hann tók þessa ákvörðun og við verðum að lifa með henni,“ sagði Bellingham. „Ég vil samt ekki segja meira og koma mér í vandræði. Ég hef borgað þeim nógu mikið hingað til,“ sagði Bellingham ósáttur. 6 Borussia Dortmund s Jude Bellingham is making his sixth start in the knockout stages of the Champions League, tying Trent Alexander-Arnold for the most starts by an English teenager in the knockout stages of the #UCL. Regular. pic.twitter.com/b7KZcO4ywO— OptaFranz (@OptaFranz) March 7, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Sjá meira
Staðan var 1-1 samanlagt í einvíginu þegar Chelsea fékk víti eftir aðstoð Varsjárinnar. Kai Havertz tók vítið en skaut í stöngina. Varsjáin var þó ekki hætt því hún lét endurtaka vítið þar sem nokkrir leikmenn Dortmund voru komnir of snemma inn í teig. Havertz's penalty re-take a 'joke', says Bellingham as Dortmund crash out https://t.co/vZVWN23nkO pic.twitter.com/jIMxunAUmp— Reuters (@Reuters) March 8, 2023 Kai Havertz tók vítið aftur og skoraði. Hann tryggði Chelsea þar með 2-0 sigur í leiknum og komst liðið því áfram 2-1 samanlagt. Vítið hafði verið dæmt á hendi á Marius Wolf. Bellingham var ósáttur með báða myndbandadómana. „Ég veit ekki hvað annað hann gæti gert með hendinni sinni,“ sagði Jude Bellingham um vítadóminn en svo var komið að því að tjá sig um endutöku vítaspyrnunnar. Jude Bellingham has had his say on the penalty that saw Chelsea knock Borussia Dortmund out of the #UCL pic.twitter.com/oYmpa4EbTX— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 „Það voru vonbrigði að þetta skyldi vera víti en sú staðreynd að þeir fengu að endurtaka vítið er bara brandari,“ sagði Bellingham. „Í öllum vítaspyrnum, sérstaklega þegar menn hlaupa svona hægt að boltanum, þá eru leikmenn komnir eitthvað inn í teiginn. Hann tók þessa ákvörðun og við verðum að lifa með henni,“ sagði Bellingham. „Ég vil samt ekki segja meira og koma mér í vandræði. Ég hef borgað þeim nógu mikið hingað til,“ sagði Bellingham ósáttur. 6 Borussia Dortmund s Jude Bellingham is making his sixth start in the knockout stages of the Champions League, tying Trent Alexander-Arnold for the most starts by an English teenager in the knockout stages of the #UCL. Regular. pic.twitter.com/b7KZcO4ywO— OptaFranz (@OptaFranz) March 7, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Sjá meira